Morgunblaðið - 13.10.2009, Síða 23

Morgunblaðið - 13.10.2009, Síða 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2009 Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is ✝ Okkar ástkæra EDDA HJALTESTED hjúkrunarfræðingur, Sóltúni 9, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 14. október kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlega bent á styrktarsjóð Sólheima – sjá nánar solheimar.is. Pétur Sveinbjarnarson, Grethe Hjaltested, Friðrik Örn Hjaltested, Óli Rafn Jónsson, Valgerður Magnúsdóttir, Guðmundur Ármann Pétursson, Birna Ásbjörnsdóttir, Eggert Pétursson, Malin Svenson, Walter Hjaltested, Svandís Guðmundsdóttir, Jytte Hjaltested, Gunnar Geirsson, Jens Pétur Hjaltested, Anna Kristín Kristinsdóttir. ✝ Föðursystir okkar, RAGNHEIÐUR KARLSDÓTTIR, Tjarnarlundi 3f, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 16. október kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á dvalarheimilið Hlíð. Karl Haraldsson, Steingerður Ósk Zóphoníasdóttir, Haraldur Haraldsson, Sigurlaug Bára Jónasdóttir og fjölskyldur. ✝ Elskuleg systir okkar, frænka og vinkona, KRISTJANA A. JOHNSEN, sem lést þriðjudaginn 6. október, verður jarðsungin frá Kristskirkju Landakoti miðvikudaginn 14. október kl. 15.00. Systkini, ættingjar og vinir. ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát eiginmanns míns og föður, ÞORGRÍMS JÓNSSONAR tannlæknis. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði fyrir góða umönnun í veikindum hans. Hulda Jósefsdóttir, Anna Þorgrímsdóttir. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU DÝRUNNAR SIGÞÓRSDÓTTUR, Flyðrugranda 14, Reykjavík. Innilegar þakkir til starfsfólks 13-E á Landspítalanum og heimahjúkrunar fyrir umönnun og aðstoð. Óskar Hrútfjörð Guðmundsson, Ólafur Hrútfjörð Óskarsson, Ágústa Þorkelsdóttir, Sigurður Helgi Óskarsson, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Sigþór Guðmundur Óskarsson, Gyða Marta Ingvadóttir, Ragnheiður Guðbjörg Óskarsdóttir, Jón Ágúst Guðjónsson, Sigríður Óskarsdóttir, Olgeir Þorvaldsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HALLGRÍMS ÓLAFSSONAR, Dalbraut 29, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks A-deildar Sjúkrahúss Akraness. Guðný Sigurðardóttir, Guðmundína Hallgrímsdóttir, Matthías Pálsson, Ólafur Hallgrímsson, Sigþóra Gunnarsdóttir, Hörður Hallgrímsson, Geirlaug Jóna Rafnsdóttir og afabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 10. október. Útförin verður auglýst síðar. Pálína Oswald, Edvard Pétur Ólafsson, Kristján Andreas Ágústsson, Bryndís Konráðsdóttir, Jón Frímann Ágústsson, Hallfríður Ólafsdóttir, Þórður Ágústsson, Anne S. Svensson, Guðríður Ágústsdóttir, Gunnlaugur Kr. Gunnlaugsson, ömmu- og langömmubörn. ✝ Elskulegur frændi okkar, SIGFÚS RAGNAR DANÍELSSON frá Bjargshóli, Miðfirði, sem lést á Grund fimmtudaginn 1. október, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 15. október kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðlaug Sigurðardóttir, Daníel Þórisson, Helgi Þórisson, Alexander Þórisson. ✝ Ásgeir KristjónSörensen fædd- ist í Reykjavík 10. nóvember 1931. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 5. október sl. Foreldrar Ásgeirs voru Elín Jóns- dóttir, f. 12. sept. 1909, d. 25. apríl 2003, og Leo Sören- sen mjólkur- fræðingur er starfaði á búi Thors Jensen á Korpúlfs- stöðum um tíma en fluttist síðar til Danmerkur. Elín og Leo tóku ekki upp sambúð. Elín giftist Sigurði Árna Bjarna- syni bifreiðarstjóra, f. 15. des. 1913, d. 17. sept. 1992, hinn 16. júní 1934 og gekk hann Ásgeiri í Að skyldunámi loknu hóf Ás- geir nám í húsgagnabólstrun, lauk sveinsprófi í þeirri grein og hlaut síðar meistararéttindi í iðninni. Alla sína starfsævi vann hann að iðn sinni og lunga þess tíma sem sjálfstæður atvinnurekandi. Hinn 26. des. 1976 kvæntist Ágeir Renate Scholz, f. 3. maí 1938 í Þýskalandi. Foreldrar hennar voru Georg Scholz efna- verkfræðingur, f. 10. sept. 1905, d. 19. maí 1988, og Erika Scholz (f. Fischer), f. 30. nóv. 1909, d. 10. jan. 1996. Auk þess að starfa við iðn sína vann Ásgeir að ýms- um félagsmálum. Má þar helst geta starfa hans innan skáta- hreyfingarinnar. Þau störf vann hann af einlægni og einstakri samviskusemi. Einnig gegndi hann ýmsum trúnaðarstöfum fyrir kaþólska söfnuðinn í Hafn- arfirði og var um tíma formaður safnaðarnefndar. Ásgeir og Re- nate eignuðust ekki börn. Útför Ásgeirs fer fram frá Kristskirkju í Landakoti í dag og hefst athöfnin kl. 13. föðurstað. Elín var dóttir hjónanna Jóns Eiríkssonar múrarameistara, f. 6. júlí 1885, d. 7. maí 1970, og Krist- ínar Jónsdóttur, f. 4. sept. 1879, d. 1. sept. 1969. For- eldrar Sigurðar voru hjónin Bjarni Árnason sjómaður, fæddur l884, d. 8. febr. 1925, (fórst í Halaveðrinu) og Helga Finnsdóttir, f. 25. des. 1891, d. 10. mars 1967. Elínu og Sigurði varð ekki barna auðið en auk Ásgeirs Kristjóns ólu þau upp systurson Elínar, Jón Að- alsteinsson rafeindavirkja, f. 21. nóv. 1943. Enginn er fullkominn. Menn hafa kosti og galla. Heiðarlegur maður er gulls ígildi. Á þessum orðum hefst grein er ég las eitt sinn og var rituð af Gunnari Her- sveini. Þar segir ennfremur: Það er ekki erfitt að vera heiðarlegt barn, en það getur tekið á að vera heiðarleg fullvaxin manneskja. Hún er meðvituð um allar hinar óskráðu reglur og skynjar þrýst- ing frá hinu sefjandi umhverfi. Líf- ið er margbrotið og efinn um, hvað sé rétt að gera, knýr á. Framangreind tilvitnun er mér ofarlega í huga þegar ég nú minn- ist frænda míns Ásgeirs Kristjóns Sörensen, sem svo óvænt kvaddi þennan heim 5. október sl. Inni- hald framangreindrar tilvitnunar finnst mér svo vel lýsa hans innra eðli og öllu hans lífi. Hann var ein- staklega hógvær, aldrei neinn asi í kringum hann. Hann var ekki mannblendinn að eðlisfari en kom ætíð vel fram við alla. Má vera að það hafi, á einhvern hátt, átt sinn þátt í því, að samband okkar varð minna en ástæða hefði verið til. Það kom ósjaldan fyrir að ég heimsótti hann á vinnustað og oft hringdum við hvor í annan. Þannig var vinátta okkar, traust allt frá barnæsku. Ásgeir sóttist ekki eftir metorð- um. Metnaður hans fólst í starfinu, sem hann sinnti af mikilli alúð og samviskusemi. Hann var ekki ákafamaður í starfi, hann fór sér yfirleitt hægt, en vandvirknin var í öndvegi. Þó kom það fyrir að hann fékk stór verkefni sem leysa þurfti fljótt. Þá átti hann góðan að, sem var Renate konan hans. Hún að- stoðaði hann undir slíkum kring- umstæðum enda forkur til verka. Þær voru ófáar stundirnar sem hún vann með honum á verktæði hans. Nóbelsskáldið okkar segir: „og hvað er auður og afl og hús ef eingin jurt vex í þinni krús“ Garður sá er Ásgeir ræktaði á lífsleiðinni var ekki stór, en hann var fagur. Sá garður var heimili hans. Fyrst með móður sinni, stjúpföður og uppeldisbróður, en umhyggja hans og tryggð við þau var einlæg og falslaus og síðar heimili hans og eiginkonunnar, Re- nate. Sambúð þeirra var aðdáun- arverð. Þar fór saman tryggð, um- hyggja og vinsemd. Þó að þau væru ekki lík að eðlisfari voru þau samt einstaklega samhent um alla hluti. Fyrir utan fallegt heimili áttu þau sér sinn sælureit, sem var sumarhús í landi Króks. Þar nutu þau sín vel, bæði við trjárækt svo og við ræktun ýmissa nytjajurta, sem Renate nýtti við heimilishald. Sjálfsbjargarviðleitni var þeim í blóð borin. Nægjusemi var þeirra aðal og allt óhóf var andstætt þeirra eðli. Þau voru mikil náttúrubörn. Áttu um tíma nokkur hross sem þau höfðu mikla ánægju af að ann- ast og ferðuðust oft vítt um landið á þeim. Nú er komið að kveðjustund. Ég kveð frænda minn með innilegu þakklæti fyrir hans einlægu vin- áttu svo og alla þá velvild, sem hann sýndi mér þegar ég þurfti á aðstoð hans að halda. Þegar horft er í andlit ungs barns, má úr skærum augum þess og brosleitu andliti, lesa einlægni og lífsgleði, lifandi tákn þess, sem mér finnst mest hafa einkennt ævi frænda míns, Ásgeirs Kristjóns. Eiginkonu Ásgeirs, Renate, vottum við Birna okkar dýpstu samúð. Þorsteinn Rínar Guðlaugsson. Ásgeir Kristjón Sörensen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.