Morgunblaðið - 13.10.2009, Síða 13

Morgunblaðið - 13.10.2009, Síða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2009 Eftir Andra Karl andri@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað átján ára stúlku af ákæru um rangar sakargiftir og rangan framburð. Stúlkan sakaði fjóra karlmenn um nauðgun í nóv- ember á síðasta ári en rannsókn málsins var hætt í janúar, m.a. á grundvelli mynd- og hljópupptaka sem lögregla fann í símum þriggja þeirra. Þrír mannanna fóru fram á miskabætur en þeir máttu sæta gæsluvarðhaldi í tvo daga vegna rannsóknarinnar. Óumdeilt er að stúlkan hafði sam- ræði við þrjá mannanna á heimili eins þeirra, en þá hitti hún á skemmtistað. Áhöld eru hins vegar um hvort það hafi verið með fúsum og frjálsum vilja. Eftir því sem kemur fram á fyrr- nefndum upptökum virðist sem stúlkan hafi verið þeim meðmælt. Hins vegar leit fjölskipaður héraðs- dómur til þess að stúlkan var undir gríðarlega miklum áhrifum amfeta- míns. Um 700 ng/ml af amfetamíni mældist í blóði ákærðu en eitrunar- mörk eru miðuð við 200-400 ng/ml. Dómarar litu því til þess að upp- tökurnar verði að virða í ljósi vímu- áhrifanna og ekkert hafi komið fram í málinu sem hnekki þeirri staðhæf- ingu stúlkunnar að hún hafi skynjað atvik með þeim hætti að henni hafi verið nauðgað. Dómurinn taldi því ósannað að stúlkan hafi haft ásetn- ing til að bera mennina fjóra röngum sökum. Tveggja milljón króna sakar- kostnaður sem leiddi af málinu greiðist úr ríkissjóði. Amfetamínáhrif orsakaþáttur Í HNOTSKURN»Stúlkan var að skemmtasér ásamt vinkonu þegar þær hittu mennina, og fóru með þeim heim til eins þeirra. »Stúlkan sagðist hafa feng-ið vímuefni þegar þangað var komið. »Mennirnir sögðu stúlk-unum ekki rétt nöfn sín. Einn þeirra tók upp hluta af kynmökunum. »Að minnsta kosti tveir-þeirra áttu kærustu á þess- um tíma. Átján ára stúlka sýknuð af ákæru um rangar sakargiftir og rangan framburð en hún sakaði fjóra karlmenn um að hafa nauðgað sér í nóvember á síðasta ári EFTIRLITSNEFND með fjár- málum sveitarfélaga hefur sent bréf til a.m.k. sex sveitarfélaga þar sem óskað er eftir upplýsingum um fjár- hagsstöðu þeirra, í takt við lögform- legt hlutverk nefndarinnar. Sveit- arfélögin sex eru Álftanes, Borgarbyggð, Grundarfjörður, Fjarðabyggð, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær. Ólafur Nilsson, formaður eftirlitsnefndarinnar, vildi ekki tjá sig um þessi mál þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir sveitarfélög á landinu standa misjafnlega. Sum standi ágætlega en önnur ekki. „Svörtustu spárnar hafa þó ekki gengið eftir,“ segir Halldór og vitnar til þess að útsvars- tekjur sveitarfélaga hafa ekki fallið eins mikið og spáð var eftir hrunið sl. haust. Sum sveitarfélög hafa þó misst umtalsverðar tekjur en önnur hafa fengið jafnvel meiri. Til að mynda þau sem hafa miklar tekjur af sjávarútvegi. Halldór segir sveit- arfélög víðast hvar hafa gripið til hagræðingaraðgerða sem hafi skilað miklum árangri. Bréf send til sveitarfélaga Morgunblaðið/RAX Unnið Fiskiríið gefur vel af sér. FJÓRIR varamenn tóku í gær sæti á Alþingi. Enginn þingfundur var hins vegar í gær vegna þing- flokksfunda og því taka varamenn- irnir ekki formlega við fyrr en í dag. Þessir varamenn eru: Anna Margrét Guðjónsdóttir fyrir Odd- nýju G. Harðardóttur, Guðrún Er- lingsdóttir fyrir Róbert Marshall, Eyrún Sigþórsdóttir fyrir Einar K. Guðfinnsson og Davíð Stef- ánsson fyrir Árna Þór Sigurðsson. Engir þessara varaþingmanna hafa áður tekið sæti á Alþingi. Þingmennirnir fjórir fóru um helgina til New York, þar sem þeir munu sitja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna næsta hálfan mánuðinn. Þingfundur hefst í dag klukkan 13.30 með því að nokkrir ráð- herrar svara óundirbúnum fyrir- spurnum. Meðal ráðherra sem sitja fyrir svörum er Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Jó- hanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra mun sitja fyrir svörum á fimmtudaginn. sisi@mbl.is Fjórir vara- menn taka sæti á þingi raudikrossinn.is Rauði kross Íslands óskar eftir sjálfboðaliðum til aðstoðar þegar áföll verða. Þessi LIÐSAUKI mun efla Rauða krossinn á neyðartímum. Stöndum saman og leggjum okkar af mörkum til að tryggja skjót viðbrögð þegar á reynir. Framlag hvers og eins er dýrmætt. Skráðu þig núna á www.raudikrossinn.is eða í síma 570 4000 .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.