Morgunblaðið - 13.10.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.10.2009, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2009 Rétt’ upp hönd, hver sá semhefur mælt þessi fleygu orðaf munni? Einmitt, grunaði ekki Gvend. Þó að „spólan“ hafi vik- ið fyrir „diski“ reyndar. Setningin poppar oftast upp um níu-, tíuleytið á kvöldin þegar fagrar fullkomn- unarhugmyndir um annasamt vinnukvöld víkja fyrir óskum hins örþreytta heilabús um að slaka eilít- ið á og leyfa sér að sprikla aðeins og hvílast í eilítilli froðu …    Mér finnst eins og þeir séu ófáir,pistlarnir sem hafa verið skrifaðir um hina svokölluðu mynd- bandaleigumenningu. Ekki að undra, enda er þetta eitthvað sem allir geta samsamað sig við, hvar sem þeir eru í þjóðfélagsstiganum. Margt spilar inn í þennan samfélags- gjörning. Þegar búið er að ákveða að ætla að eyða kvöldinu á þennan hátt þarf annar hvor aðilinn (nú tala ég út frá pari/hjónum) að fara út og ná í myndina (hinn aðilinn vakir yfir börnum á meðan). Einnig þarf að ákveða hvort það á að kaupa sæl- gæti eða ekki og er magnið iðulega í takt við heilsu sálartetursins á hverj- um tíma. Já, ferð út á vídeóleigu get- ur í sumum tilfellum verið dálítið sorgleg, eiginlega mest einskonar flótti frá raunheimum, færi á að slökkva á sér í einn og hálfan tíma eða svo, frekar en að þetta sé upp- hafning andans með einhverju þrek- virki kvikmyndasögunnar. Þessi gerningur er reyndar óðum að hverfa, sökum innreiðar flakk- aranna, og svo er búið að koma upp nokkurs konar stafrænum sjálfsala í 10-11-búðunum í stað hillukerfis. Rómantíkin við að fara út á leigu er óðum að hverfa eins og svo margt í þessum hverfula heimi. Því að þetta getur líka verið upplífgandi ferða- lag, fremur en flótti. Stundum hittir maður félaga og vini úti á leigu og stundum er jafnvel hægt að spjalla við afgreiðslufólkið um kosti og galla hinna ýmsu mynda. Á mínu heimili snýst þetta þó að- allega um hvernig mynd á að taka. Og það virðast bara vera tveir flokk- ar til þegar kemur að því að „slökkva á sér“: Stelpumyndir, þar sem kápan er alltaf með hvítum bak- grunni en titillinn með rauðu feit- letri, og svo strákamyndir; harð- soðnar, temmilega ódýrar spennumyndir, alltaf á svörtum bak- grunni en titillinn annaðhvort svar- blár eða grænn. Ég er orðinn býsna leikinn við að pikka út stelpumyndir og býð ég venjulega valkost: „Viltu alveg heilalausa mynd eða svona semi- heilalausa?“    Síðast var það stelpumynd ogreyndist hún ekki bara heila- laus, sem getur verið ágætt í sjálfu sér, heldur var hún líka herfilega leiðinleg í þokkabót. Um var að ræða New in Town með hinni snoppufríðu Renée Zellweger í burðarrullunni. Myndin reyndist fullkomin hörmung, fór reyndar heilhring í þeim efnum. En gróðinn er minn – betri helmingurinn játaði sig gersigraðan og samþykkt var að næstu tvö skipti yrðu það svarbláar myndir upp í topp. Hversu heila- lausar ég ætla að hafa þær er ég hins vegar ekki búinn að ákveða enn. „Æi … eigum við kannski bara að taka spólu?“ Púff … Jack Black og félagar í Be kind, Rewind þekkja gjörla geðveikina sem er bundin við vídeóleiguna. AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen »Ég er orðinn býsnaleikinn við að pikka út stelpumyndir, og býð ég venjulega valkost: „Viltu alveg heilalausa mynd eða svona semi-heila- lausa?“ VINGJARNLEGASTI bréfberi heims, Pósturinn Páll, mun ef til vill birtast á bíótjöldum áður en langt um líður og það í þrívídd. Andrew Kerr, talsmaður framleiðanda þátt- anna, Classic Media Entertainment, segir söguþráð myndarinnar verða eitthvað á þá leið að Páll átti sig á því að hann geti sungið ágætlega og slái í gegn með svipuðum hætti og skoska jómfrúin Susan Boyle í breskri hæfileikakeppni. En tekur hann köttinn Njál með sér? Það verður spennandi að sjá. Pósturinn Páll í þrívídd Páll Birtist brátt í þrívídd. ÞEIR sem beðið hafa með óþreyju hasarmyndar um Móses geta nú varpað öndinni léttar því hún er á leiðinni. Kvik- myndaritið Var- iety segir fyrir- tækið Chernin Entertainment hafa í hyggju að framleiða slíka mynd og þá í svip- uðum dúr og 300 þar sem vöðva- stæltir og helskafnir Spartverjar hjuggu mann og annan. Hasar-Móses að hætti 300 Charlton Heston Lék Móses. Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 5:45 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára Guð blessi Ísland kl. 5:45 - 8 LEYFÐ The Ugly Truth kl.10 B.i. 14 ára Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 5:50 - 8:30 - 11 B.i.16 ára Jennifer‘s Body kl. 5:45 - 8 - 10:20 B.i.16 ára The Ugly Truth kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i.14 ára Inglorious Bastards kl.6 - 9 B.i.16 ára Guð blessi Ísland kl. 5:45 - 8 - 10:15 LEYFÐ Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 6 - 9 B.i.16 ára The Ugly Truth kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i.14 ára Antichrist ATH. ótextuð kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i.18 ára SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI Söguleg kvikmynd eftir Helga Felixson sem verður sýnd víða um heim á næstunni og enginn Íslendingur má missa af. Fyndnasta rómantíska gamanmynd ársins HHH „...frumleg og fyndin í bland við óhugnaðinn“ – S.V., MBL „Kyntröllið Fox plumar sig vel sem hin djöfulóða Jennifer!“ – S.V., MBL SÝND Í REGNBOGANUM Ekki fyrir viðkvæma HHHH „Verður vafalaust titluð meistarverk...“ – H.S., Mbl SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI HHHH „Gainsbourg er rosaleg...“ – E.E., DV SÝND Í SMÁRABÍÓI HHH „Tímamótamynd!” – Erpur Eyvindarson, DV HHH – Sæbjörn Valdimarsson, Mbl „Áhugaverð og skemmtileg.” – Dr. Gunni, Fréttablaðið FRÁ FRAMLEIÐENDUNUM TIM BURTON OG TIMUR BEKMAMBETOV 600 k r. 600 k r. 600 k r. 600 k r. HHH „9 er fyrirtaks samansuða af spennu, ævintýrum og óhugnaði í réttum hlutföllum” B.I. – kvikmyndir.com HHH „9 er með þeim frumlegri – og drungalegri – teiknimyndum sem ég hef séð í langan tíma. Grafíkin er augnakonfekt í orðsins fyllstu merkingu.” T.V. – Kvikmyndir.is HHH „Teikningarnar og tölvu- grafíkin ber vott um hugmyndaauðgi og er afar vönduð, sannkallað konfekt fyrir augað.” -S.V., MBL „9 er allt að því framandi verk í fábreytilegri kvikmyndaflórunni, mynd sem skilur við mann dálítið sleginn út af laginu og jákvæðan” -S.V., MBL ATH. ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIÐ GILDIR EKKI Í BORGARBÍÓI, LÚXUS, 3-D MYNDIR OG ÍSLENSKAR MYNDIR Þú færð 5% endurgreitt í Háskólabíó Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.