Morgunblaðið - 13.10.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.10.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2009 HANN fylgist grannt með framvindunni þessi malbikunarmaður þegar lögð er lokahönd á bíla- stæði við nýtt húsnæði Háskólans í Reykjavík. Nokkrar deildir skólans flytja sig um set um ára- mótin og hefja kennslu í nýju byggingunni. Haustið 2010 verður öll kennsla komin þangað. Morgunblaðið/Árni Sæberg GERT KLÁRT FYRIR FYRSTA NÁMSMISSERIÐ VIÐSKIPTAVINIR fasteignasala eru tryggðir fyrir gjaldþroti við- komandi fasteignasölu og eiga því ekki að bera skaða af, þó hún sé tekin til gjald- þrotaskipta, að sögn Grétars Jónassonar, framkvæmda- stjóra Félags fasteignasala. Að sögn Grét- ars hefur fólk leitað til félagsins og óskað eftir að- stoð þegar fasteignasala, sem það hefur verið í viðskiptum við, hefur hætt. Hann segir að löggiltur fasteignasali verði að vera með ákveðna tryggingu og sé fast- eignasalan tekin til gjaldþrota- skipta eða hætti óvænt störfum sjái viðkomandi tryggingarfélag um framhaldið. Yfirleitt sé samningum vísað til annarrar fasteignasölu. „Það er ákveðin vörn í lögunum fyrir nákvæmlega þessari stöðu,“ segir Grétar. steinthor@mbl.is Viðskiptavinir fasteignastofa eru tryggðir SÉST hefur til bænda á fjórhjólum utan vega í Borgarfirði leita að kindum að undanförnu. Eðlilega hafa hjólin skilið eftir sig ljót sár í landinu og hefur verið kvartað und- an þessu framferði til fjallskila- nefndar. Eigendur Hreðavatns í Borgar- firði hafa sent athugasemdir til fjall- skilanefndar vegna ferða fjórhjóla og jafnvel sexhjóla vítt og breitt um landið að undanförnu. Birgir Hauks- son, einn eigenda Hreðavatns, segir að för séu um allt í landinu eftir þessi hjól og það sé segin saga að svona för dragi að sér meiri akstur á fjórhjólum. Þó utanvegaakstur á þessum hjólum sé bannaður sé ekki farið eftir því, en ekki sé hægt að líða þessi brot endalaust. „Þetta er eitthvað sem við viljum alls ekki,“ segir Birgir og áréttar að framferði bændanna kalli á meiri akstur verði ekkert að gert. „Það verður að stöðva þennan akstur,“ heldur hann áfram og bendir á að margir eigi fjórhjól og sjái þeir hjól- för í landinu keyri þeir beint af aug- um eftir þeim. „Nú er rjúpna- tímabilið að byrja og hvað gerist þá,“ spyr hann. steinthor@mbl.is Bændur leita að kindum á fjórhjólum Sár Utanvegaakstur skemmir landið. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is FUNDAÐ verður stíft í húsnæði ríkissáttasemjara á næstu dögum. Þar ætla forsvarsmenn samtaka at- vinnurekenda og launþega bæði á almenna vinnumarkaðinum og hjá ríki og sveitarfélögum að freista þess að fá því framgengt að staðið verði við Stöðugleikasáttmálann. Forystumenn allra heildarsamtaka á vinnumarkaði og fulltrúar ríkis og sveitarfélaga komu saman til fund- ar í Karphúsinu í gær, alls um 30 manns. Markmiðið með samráðs- fundinum í gær var að upplýsa um stöðuna og setja vinnu í gang. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR- stéttarfélags í almannaþjónustu, segir að farið hafi verið yfir hver staða einstakra atriða er í stöðug- leikasáttmálanum. Ákveðið var að skipa starfshópa um hvert málefni fyrir sig ,,til að ýta á og kalla eftir efndum frá ríkisstjórninni og setja kraft í að fá skýrari svör.“ Koma hóparnir saman upp úr hádegi í dag og verður haft samráð við fulltrúa ríkisstjórnarinnar. Mörg stór mál sem samið var um í stöðugleika- sáttinni hafa ekki enn gengið eftir. Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ og Vilhjálmi Egilssyni, fram- kvæmdastjóra Samtaka atvinnu- lífsins, ber saman um að erfiðustu og þyngstu málin séu skattastefn- an, stórframkvæmdir sem kveðið er á um í sáttmálanum, gjaldeyrishöft- in, gengismál og vextirnir. „Þess verður freistað að ná þessu saman. við höfum ekki rúman tíma,“ sagði Gylfi. Vilhjálmur segir að sjá þurfi fyrir endann á málunum mjög fljót- lega þannig að heildarmyndin liggi fyrir 27. október. Menn hafi því takmarkaðan tíma. ASÍ verður með ársfund í næstu viku. „Setja kraft í að fá skýrari svör“  Um 30 fulltrúar samtaka á vinnumarkaði og hjá ríki og sveitarfélögum setja í gang vinnu til að ná markmiðum stöðguleikasáttmálans  Starfshópar skipaðir um stór viðfangsefni og taka til starfa í dag Leita leiða Forystumenn á vinnumarkaði mættu til fundarhalda um stöð- ugleikasáttmálann hjá ríkissáttasemjara í Karphúsinu í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skráð atvinnuleysi í september 2009 var 7,2% eða að meðaltali 12.145 manns, sem er nokkur fækkun milli mánaða. Þetta kemur fram í tölum Vinnumálastofnunar. Að sögn Karls Sigurðssonar, for- stöðumanns vinnumála hjá Vinnu- málastofnun, nýtur atvinnu- ástandið enn góðs af sumar- sveiflunni. Segir hann ráð fyrir gert að atvinnuástandið versni um 1% á mánuði fram í febrúar á næsta ári, en það sé auðvitað háð rekstrarskilyrðum fyrirtækja. Samkvæmt tölum stofnunar- innar voru í lok september alls 7.397 einstaklingar sem verið höfðu án atvinnu í meira en hálft ár og 1.024 í meira en eitt ár. Karl segir þörfina fyrir ýmis úr- ræði og endurmenntun aukast eft- ir því sem langtímaatvinnuleysi aukist. Bendir hann á að í lok sept- ember hafi 1.084 einstaklingar verið í einhvers konar úrræðum á vegum Vinnumálastofnunar. Er þar bæði um að ræða starfs- og náms- tengd úrræði, námssamningar, ný- sköpunarverkefni, starfsþjálfun og reynsluráðning. Atvinnuleysi 7,2% í nýliðnum september Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „HJÓL atvinnulífsins virðast vera að mjakast örlítið áfram á ný,“ segir Guðný Harðardóttir, framkvæmda- stjóri STRÁ MRI, og tekur fram að þau störf sem bjóðist séu helst fyrir sérhæfðara starfsfólk innan hugbún- aðar- og fjármálageirans, hjá þjón- ustufyrirtækjum. Segir hún ekki mikla eftirspurn eftir almennu skrif- stofufólki, nema þaulvönum bókur- um en gífurlega mikið framboð sé af hæfum einstaklingum í atvinnuleit. Að mati Guðnýjar virðist fólk ekki vera nógu duglegt að skrá sig hjá vinnumiðlunum landsins. „Árið 2007 voru fleiri nýskráningar hér hjá okk- ur en í dag, sem mér þykir uggvæn- leg þróun,“ segir Guðný. Spurð hvort hún kunni einhverjar skýringar á því segir Guðný ljóst að þjóðfélagið ein- kennist af ákveðnum doða og margir séu fullir vonleysis sem megi af ein- hverju leyti skrifa á kostnað fjöl- miðla sem dragi fulldökka mynd upp af stöðunni. Nú sé rétti tíminn fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtækja. „Það virðist því miður hafa orðið ákveðin hugarfarsbreyting í sam- félaginu á þá leið að það sé í fínu lagi að vera atvinnulaus. Þannig varð ég, í fyrsta skiptið á 25 ára ferli mínum, var við það í sumar að fólk í atvinnu- leitt var hreinlega ekki tilbúið að fara að vinna þrátt fyrir að starf byð- ist. Sérstaklega átti þetta við um al- menn störf, s.s. skrifstofu- og versl- unarstörf. Ég varð því miður vör við að alltof margir voru tilbúnir að vera á tekjutengdum atvinnuleysisbótum og vildu eiga sumarið í næði, en bíða til haustsins,“ segir Guðný. Botninum vonandi náð „Við teljum að eftirspurn eftir starfsfólki muni ekki dragast meira saman en nú er. Þannig að við erum vonandi komin á ákveðin botn sem við erum að spyrna okkur frá,“ segir Gunnar Haugen, framkvæmdastjóri Capacent ráðningar. Bendir hann á að framboð af störfum og atvinnu- leysi þurfi ekki alltaf að spila saman þar sem eftirspurnin eftir vinnuafli geti verið í öðrum greinum en þar sem sem atvinnuleysi sé ríkjandi. „Þannig vantar enn menntað fólk á mörgum sviðum. Það er ekkert um- framframboð af fólki með tiltekna menntun eins og forritara, kerfis- fræðinga, bókara, lögfræðinga og hagfræðinga,“ segir Gunnar. Bendir hann á að meira en helmingur þeirra sem nú eru á atvinnuleysisskrá séu aðeins með grunn- og framhalds- skólapróf og því ljóst að framhalds- menntun sé góð fjárfesting. Að mati Gunnars er mikilvægt að atvinnu- lausir endurmeti vilja sinn til að skipta um starfsvettvang til þess að auka líkur sínar á að finna starf. Hjólin mjakast áfram  Enn vantar menntað fólk á mörgum sviðum  Skortur á forriturum, kerfisfræð- ingum, bókurum, lögfræðingum og hagfræðingum  Menntun góð fjárfesting Hjól atvinnulífsins virðast vera að fara af stað á ný og líkur er til þess að eftirspurn eftir starfs- fólki muni ekki dragast meira saman en nú er. Þetta er mat for- svarsmanna vinnumiðlana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.