Morgunblaðið - 13.10.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.10.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2009 10% afsláttur www.apotekarinn.is Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI makrílafurða í ár er áætlað hátt í tólf milljarðar króna. Alls hafa veiðst rúmlega 116 þúsund tonn af makríl og áætlar Gunnþór Ingvason, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, að um 30 þúsund tonn hafi farið til manneldisvinnslu, en tæp 90 þúsund tonn í bræðslu. Verð- mætin áætlar hann hins vegar nokk- ur veginn jöfn, þ.e tæplega sex millj- arða fyrir frystar afurðir og annað eins fyrir mjöl og lýsi. Hátt lýsisverð í fyrra Frystur makríll fer að mestu á markaði Austur-Evrópu, en í ár hafa einnig verið send sýnishorn til Jap- ans, en þar er verðmætasti makríl- markaðurinn. Íslendingar hafa hins vegar veitt makrílinn fyrri hluta sumars þegar fiskurinn þykir ekki eins góður og þegar kemur fram á haustið. Makríll virðist hins vegar ekki vera lengur í lögsögunni. Gunnþór segir að í fyrra hafi lýsis- verð verið mjög hátt og þá hafi ekki verið eins mikill munur á afurða- verði og í ár. „Stundum eru aðstæð- ur einfaldlega þannig á mörkuðum að það borgar sig að vinna aflann í mjöl og lýsi,“ segir Gunnþór. Stærsti hlut makrílaflans eða um 90 þúsund tonn var veiddur í júní og fram til 10. júlí. Gunnþór segir að meiri verðmæti hefði mátt fá úr afl- anum ef veiðum hefði verið dreift á lengri tíma. „Menn þurfa að hafa að- stöðu til að hámarka verðmæti sinna aflaheimilda og það er alveg ljóst að við hefðum náð að gera enn meiri verðmæti úr bæði makrílnum og síldinni ef við hefðum verið með afla- markskerfi á makrílnum. Óheft sóknarmark hefur hvergi skilað ár- angri. Menn verða samt að vera raunsæir þegar þeir ræða um þessar veiðar því þessi makríll er ekki auð- veld framleiðsluvara og að stórum hluta blandaður síld,“ segir Gunn- þór. Lengi vel var makríll flækingur við landið, en árið 2006 var makrí- lafli íslenskra skipa um fjögur þús- und tonn og fékkst þá einkum sem meðafli í flotvörpu. Ári síðar var afl- inn kominn upp í 36 þúsund tonn, bæði sem meðafli og í beinum veið- um. Í fyrra var hann 112 þúsund tonn og var miðað við þann kvóta þegar veiðar voru ákveðnar síðasta vetur. Sú tala hækkaði hins vegar þegar reglur voru rýmkaðar þar sem erfitt var að stunda veiðar á norsk íslenskri síld vegna makríls í síldaraflanum. Tólf milljarðar fyrir makríl  Álíka mikið útflutningsverðmæti fyrir um 30 þúsund tonn sem fóru til manneldis og tæplega 90 þúsund tonn sem fóru í bræðslu  Búið að veiða rúm 116 þús. tonn Á VÖKTUÐU geymslusvæði í Kapelluhrauni æg- ir öllu saman. Þarna eru byggingakranar, steypumót, vinnuskúrar og alls konar bygging- arefni, sem sjá mátti um allt höfuðborgarsvæðið í góðærinu fyrir ekki svo löngu. Bílapartasölur og hinir og þessir aðrir hafa líka nýtt sér þessa þjónustu og á síðustu tveimur árum hefur svæðið stækkað mjög. Mánaðarleiga fyrir 50 fermetra er rúmlega sex þúsund krónur, eini gallinn er hve menn standa illa í skilum, segir Svanur Guðsteinsson, af- greiðslumaður í Kapelluhrauni. aij@mbl.is GÓÐÆRIÐ GEYMT Í KAPELLUHRAUNI Morgunblaðið/RAX „ÞETTA er í annað sinn sem við förum í átak til að kynna inn- anlandsverkefnin okkar,“ segir Sól- veig Ólafsdóttir, sviðsstjóri út- breiðslusviðs Rauða krossins. Nú stendur yfir átak til að fá sjálfboðaliða til starfa hjá Rauða krossinum og Sólveig segir að vonir standi til að allt að þúsund manns skrái sig. „Fyrir tveimur árum vor- um við með félagslegu verkefnin í forgrunni í viðlíka átaki og fengum fjölda af sjálfboðaliðum í kjölfarið,“ segir Sólveig. Ætlunin er að vera með svipað átak annað hvert ár og að það kallist á við Göngum til góðs- verkefnið. „Í staðinn fyrir að þá er- um við að safna peningum söfnum við núna sjálfboðaliðum,“ segir Sól- veig. Aðspurð hvort margir, sem skrái sig, heltist úr lestinni með tímanum kveður Sólveig nei við. „Það er auð- vitað alltaf hreyfing á fólki en þeir sem skrá sig í verkefni hjá okkur hafa mismunandi tíma og margir geta ekki bundið sig alveg.“ Mark- miðið núna er að fá fólk til sjálfboða- starfa sem getur verið viðbúið þegar stóráföll verða, útskýrir Sólveig og nefnir Suðurlandsskjálftana til dæmis. „Þegar náttúruhamfarir verða þurfum við að geta kallað út, sérstaklega fyrstu dagana, stóran hóp af fólki. Þá leitum við til okkar sjálfboðaliða fyrst en oft þarf að hafa samband við rosalega marga,“ segir Sólveig og bendir á að margt fólk vilji og geti verið til taks þegar eitt- hvað kemur upp á. Nánar á raudi- krossinn.is. sia@mbl.is Safna sjálfboða- liðum Sólveig Ólafsdóttir Vonir standa til að allt að þúsund skrái sig UPP hefur komist um auðgunarbrot í sendiráði Íslands í Vín og hefur bókari sendiráðsins viðurkennt aðild sína. Bókarinn hefur þegar látið af störfum. Utanríkisáðuneytið segir að málið hafi verið kært til lögreglu og það sé nú til rannsóknar þar. Auk þess fari Ríkisendurskoðun að beiðni utanríkisráðuneytisins yfir verkferla ráðuneytisins sem tengj- ast þessu atviki. Játar auðg- unarbrot AÐ undanförnu hafa fjölmiðlar fjallað um meðferð tölvupóstsmála á Morg- unblaðinu. Rétt er málið svona: Ég fékk ábendingu um að blaða- maður, sem látið hafði af störfum hér, hefði boðist til að afhenda DV trún- aðargögn. Ég taldi ástæðu til að kanna þegar í stað hvort þetta gæti átt við rök að styðjast. Til þess var tölvudeildin beð- in að athuga hvort póstar hefðu farið frá mbl.is til dv.is á einum ákveðnum degi. Í ljós kom að þrír póstar, allir frá sama blaðamanninum, höfðu verið sendir á DV. Einn þeirra greindi frá því að úr því sem komið væri mætti birta þessa tilteknu trúnaðar- könnun. Í framhaldinu var haft samband við blaða- manninn. Hann viðurkenndi brot sitt, baðst afsök- unar á þessum mistökum og fullyrti að ekkert yrði úr birtingu þessara trúnaðargagna. Um þetta var hann tekinn trúanlegur og málinu þar með lokið af hálfu Morgunblaðsins. Reglur gera ráð fyrir því að kallað sé á viðkom- andi þegar póstur er opnaður „ef hægt er að koma því við“. Í þessu tilviki er augljóst að birting upplýs- inganna var yfirvofandi og gat þess vegna gerst á vef DV á næstu mín- útum. Það kom því ekki til greina að kalla á blaðamanninn. Rétt er að geta þess að aðeins þess- ir þrír póstar sem stílaðir voru á DV voru opnaðir. Einn þeirra hafði þegar birst á DV. Óskar Magnússon útgefandi. Úr reglum Morgunblaðsins um meðferð tölvu- pósts: Meginreglan er að allur póstur á póstmiðlara Morgunblaðsins í persónulegum pósthólfum er álit- inn einkapóstur viðkomandi starfsmanns og verður ekki opnaður af öðrum nema með leyfi starfsmanns- ins. Undantekning: Sé álitið að pósthólfið innihaldi efni sem er mikilvægt rekstrarhagsmunum Morg- unblaðins, þá er hólfið opnað, með vitund starfs- manns ef hægt er að koma því við. Þau bréf sem starfsmaður geymir í hólfi sínu ætti hann að flokka. Einkatölvupóst ætti hann að setja í möppu sem merkt er Einkamál. Tölvupóstar og trúnaðarbrot Fimm vinnsluskip og skip frá Síldarvinnsl- unni eru enn að síldveið- um. Í gær var verið að landa um 1700 tonnum af úrvals síld úr Berki, Hábergi og Bjarna Ólafs- syni í Neskaupstað og fer aflinn sem fékkst í Síldarsmugunni, að mestu til manneldis. Síldin úr skipunum var að meðaltali um 400 grömm að þyngd. Til loka september var búið að veiða rúm 218 þúsund tonn af norsk íslenskri síld, 95% innan ís- lenskrar lögsögu. Landa úrvals síld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.