Morgunblaðið - 13.10.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.10.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2009 FORSVARSMENN vogunarsjóðsins Boreas Capital segja, að tilgangur þeirra með því að taka þátt í fund- um forsvarsmanna Framsóknar- flokksins með norskum þingmönn- um, hafi verið að útskýra hvernig Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi hegðað sér gagnvart Íslendingum. Í tilkynningu, sem Ragnar Þóris- son og Frank Óskar Pitt hafa sent frá sér, „vegna óhróðurs í garð vog- unarsjóðsins Boreas Capital hjá „blogglúðrasveit“ Samfylkingar- innar um helgina“ segja þeir m.a. að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi dregið lappirnar í lánveitingum vegna Icesave, og veikt samnings- stöðu Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum. Þá gagnrýna þeir að Boreas og starfsmenn hans hafi í umræðunni verið spyrtir við Landsbankann og Björgólf Thor Björgólfsson. Spyrja þeir hvort fyrrverandi starfsmenn Landsbankans, sem nú starfi fyrir einstaka ráðherra sæti sömu gagn- rýni. Nefna þeir sem dæmi um slíkt aðstoðarmenn félagsmálaráðherra, efnahags- og viðskiptaráðherra og iðnaðarráðherra. bjarni@mbl.is Gagnrýna „blogg- lúðrasveit“ Morgunblaðið/Heiddi Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is TÚNFISKELDISSTÖÐ í Króatíu hefur náð fram hrygningu hjá tún- fiski í kvíum og í kjölfarið fengið hrognin til að klekjast í rannsókn- arstöð. Er það í fyrsta sinn í heim- inum, sem það tekst án notkunar hormónalyfja eða annarra ónátt- úrulegra leiða til að auka líkur á hrygningu og klaki. Króatíska fyrirtækið Kali Tuna er dótturfélag Atlantis Group, sem er í meirihlutaeigu Íslendinga. Að ná hrygningu í kvíum og klaki í kjölfarið er mikilvægt skref í átt að seiðaframleiðslu og sjálfbærri tún- fiskrækt. Hingað til hefur túnfisk- rækt farið þannig fram að villtur fiskur er veiddur í net og dreginn í kvíar, þar sem hann er alinn. Óli Valur Steindórsson, forstjóri Kali Tuna, segir að kalla megi klak í kvíum hinn heilaga kaleik túnfisk- eldisins. „Við höfðum í raun aðeins vonast til að ná fram hrygningu í kvíunum. Að safna saman frjóvg- uðum hrognum og ná að klekja þau var framar okkar björtustu von- um.“ Selja til Japans Segir hann að rannsóknunum verði haldið áfram, en markmiðið sé sjálfbært túnfiskeldi. Að því markmiði náðu verði auk- in áhersla lögð á fóðrun fisksins. „Við fóðrum túnfiskinn í kvíum okkar á fiski eins og sardínum, an- sjósum og síld, en ólíkt laxi og þorski er erfiðara að fóðra túnfisk á þurrmat. Túnfiskurinn fær stóran hluta af því vatni sem hann þarf úr fæðunni og þá verður að hafa í huga að við erum að ala fisk, sem veiddur hefur verið villtur. Ekki er ólíklegt að auðveldara verði að nota hærra hlutfall af plöntuprótíni við fóðrun fiska, sem ekki þekkja annað.“ Seg- ir hann að aðstæður við strendur Króatíu séu hinar bestu til túnfisk- eldis, sjórinn hlýr og engin rándýr, sem stefnt geti kvíunum í hættu. Atlantis var stofnað árið 2002 af Íslendingum, en í eigendahópnum núna er fólk frá Ástralíu og öðrum ríkjum. Hefur fyrirtækið sérhæft sig í miðlun sjávarafurða með Jap- an sem endastöð. Íslendingar ala túnfisk í Króatíu Mikilvægum áfanga í sjálfbæru túnfiskeldi var náð í sumar hjá dótturfélagi íslensks fyrirtækis í Króatíu HREIN eign líf- eyrissjóða- kerfisins til greiðslu lífeyris nam 1.738 millj- örðum króna í lok ágúst og hafði aukist um 5,6 milljarða króna frá mánuðinum á undan. Miðað við ágúst 2008 hefur eignin hins vegar minnkað um 84,9 milljarða, eða 4,7 prósent. Þegar tekið er tillit til verðbólgu á tímabilinu er raunávöxtun lífeyris- sjóðakerfisins síðustu 12 mánuði nei- kvæð um 14 prósent. Fyrir helgi greindi Seðlabankinn frá því að hrein eign lífeyrissjóðanna hefði aukist um 45 milljarða króna í ágúst. Fyrir mistök hafði liðurinn „aðrar eignir, nettó“ verið sagður já- kvæður um rúma tuttugu milljarða, meðan hið rétta var að hann var nei- kvæður um rúma 20 milljarða. bjarni@mbl.is Raunávöxtun neikvæð um 14 prósent Seðlabanki Íslands. bmvalla.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.