Morgunblaðið - 13.10.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.10.2009, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2009 Einu sinni var Velta má fyrir sér hvort þetta fyrrum sprelllifandi hreindýr og Kaupþing eigi eitthvað sameiginlegt. Golli Í Fréttablaðinu sl. laugardag lýsti Svandís Svavars- dóttir umhverfis- ráðherra því yfir að lán til frágangs Hellisheiðarvirkj- unar væri nógu stór biti. Þar vísar hún til þess að Orkuveitan bíður þessa dagana svars við lána- beiðni frá Evrópska fjárfest- ingarbankanum vegna áfram- haldandi uppbyggingar við Hellisheiðarvirkjun og síðan í framhaldinu við Hverahlíðar- virkjun. Síðan segir hún: „Ef taka á lán fyrir Hverahlíðar- virkjun í ofanálag er ekki að spyrja að leikslokum!“ Með þessum yfirlýsingum hyggst Svandís koma í veg fyrir að Helguvíkurverkefnið nái fram að ganga. Sjálf hefur hún áður lagt sitt af mörkum til að koma í veg fyrir að það gerist. Þessar yfirlýsingar hennar eru í algjörri andstöðu við það sem Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur verið að vinna að, en Orkuveitan hefur m.a. notið atbeina hans í því skyni að tryggja lán frá Evrópska fjár- festingarbankanum til að ljúka verkefnum við Hellisheiðar- virkjun og stórum áfanga Hverahlíðarvirkjunar. Þessi verkefni myndu skapa þús- undir starfa. Nú vill Svandís stúta þessu öllu. Og hvað gerir hún: Send- ir frá sér, sem ráðherra í rík- isstjórn Íslands, neikvæðar, rangar og loðnar yfirlýsingar um málið sem henni er einni lagið og veit að sjálfsögðu að þær muni birtast daginn á eft- ir þeim erlendu lánastofn- unum sem hafa til meðferðar lán til Íslands í þágu aukinnar atvinnuuppbyggingar. Aug- ljóst er að ummæli hennar munu hafa á þeim vettvangi verulega neikvæð og skaðleg áhrif. Ekki einungis fyrir Orkuveituna heldur einnig fyr- ir íslensk fyrirtæki og íslenskt atvinnulíf almennt. Ábyrgð Svandísar í þessum efnum er mikil. Fyrir u.þ.b. tveimur árum, eða hinn 3. nóv- ember 2007, sam- þykkti þáverandi meirihluti í stjórn Orkuveitunar að fyrirtækið REI, 100% í eigu Orku- veitunnar, keypti hlutabréf í filipp- seysku ríkisreknu orkufyrirtæki, sem stóð í einkavæðing- arferli, fyrir 12,8 milljarða íslenskra króna. Sérstakur fulltrúi Svandísar í stjórninni samþykkti þessa tillögu, sem aldrei var kynnt fyrir borgar- fulltrúum, hvað þá borgarráði og borgarstjórn. Sem betur fer heppnuðust þessi áform ekki. Á þeim tíma þótti Svan- dísi sjálfsagt að senda 12,8 milljarða íslenskra króna Orkuveitunnar í óvissu á er- lenda hlutabréfamarkaði en reynir nú að koma í veg fyrir að Orkuveitan fái erlent lán til að efla atvinnulíf þjóðarinnar á þeim örlagatímum sem við nú lifum. Svandís, sem er fyrrverandi borgarfulltrúi, leggur sig fram um að draga úr fjárhagslegum trúverðugleika Orkuveitunnar. Hún reynir einnig að eyði- leggja möguleika þess fyr- irtækis til áfamhaldandi fram- kvæmda við eina stærstu mannaflsfreku framkvæmd sem nú er í gangi og jafn- framt að hefja uppbyggingu Hverahlíðarvirkjunar. Þar með gefur hún borgaryf- irvöldum í Reykjavík og svo- kölluðum stöðugleikasáttmála langt nef. Eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson »Nú vill Svandís stúta þessu öllu. Og hvað gerir hún: Sendir frá sér, sem ráðherra í ríkisstjórn Íslands, neikvæðar, rangar og loðnar yfirlýsingar um málið … Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Höfundur er forseti borgar- stjórnar. Atlaga Svandísar ÞUNGT hugsi sest ég niður og hugsa um fram- tíð Akraneskaupstaðar, ekki er það slæm fjár- hagsstaða sem veldur heldur sú framtíð sem gæti skapast ef þær til- lögur sem settar eru fram í fjárlagafrumvarpi Alþingis ná fram að ganga. Þeir sem búa á Akra- nesi vita að sú atvinnustarfsemi sem á sér stað á Grundartangasvæðinu er lifibrauð margra Akurnesinga. Ef sú atvinnustarfsemi færi á hliðina yrðu afkomumöguleikar okkar litlir. Í frum- varpi til fjárlaga er lagt til að settir verði á raforku- og kolefnaskattar til þess að stoppa í það fjárlagagat sem „skapast“ hefur. Skattar sem munu leggjast afar þungt á stóriðjufyrir- tækin, m.a. þau sem staðsett eru á Grundartanga. Í frumvarpinu er ráð- gert að leggja skatt á hverja notaða kílóvattsstund, allt að einni krónu, auk kolefnisgjald fyrir hvert notað tonn af kolefni. Þetta mun gera allt að sjö og hálfan milljarð króna á ári fyrir stór- iðjuna á Grundartanga í beina skatta. Hvaðan eiga þeir peningar að koma? Eins og alkunna er þá er heimskreppa, ágætt að minnast á það ef einhver skyldi vera búinn að gleyma því. Álverð er lágt, svo og verð á járn- blendi, eftirspurn eftir málmi á heimsmarkaði hefur dregist gífurlega saman í heimskreppunni og birgðir aukist. Ekkert fyrirtæki getur skilað miklum arði við slíkar að- stæður og þegar þessi skattaálagning kemur svo ofan á allt saman þá verð- ur útlitið ekki gott. Helstu tekjur Akraneskaupstaðar eru í formi útsvars sem launþegar greiða, laun- þegar sem eru að stórum hluta á launaskrá beint eða óbeint hjá stóriðj- unni. Ef þær tekjur bresta hvað þá? Hvar stendur Akraneskaupstaður þá? Það er mín skoðun og fleiri bæjar- fulltrúa að Akraneskaupstaður standi og falli með stóriðjunni. Því get ég varla orða bundist þegar tillögur sem koma fram hjá ríkisstjórn Íslands geta leitt til þess að heilt samfélag verði lagt í rúst. Samfélag sem saman- stendur af Borgarbyggð, Hvalfjarðar- sveit, Akraneskaupstað og reyndar höfuðborgarsvæðinu líka. Ef hriktir í stoðum stóriðjunnar á Grundartanga þá leiðir sá skjálfti inn í sveitafélögin áðurnefnd, þá í gegnum Faxaflóahafnir og skipafélögin tvö sem þjónusta svæðið, auk allra hinna fyrir- tækjanna. Lokahnykkurinn kæmi svo hjá orkufyrirtækjunum og að endingu inn á borði hjá ríkinu sjálfu. Hver er þá tilgangurinn ef hann helgar ekki meðalið? Heimili og fyrirtæki berjast mörg hver í bökkum eins og staðan er í dag, meiri álögur verða ekki lagðar á, nema til þess eins að ganga alveg frá rekstri hverrar einingar fyrir sig. Ef þetta eru lausnir Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins og ríkisstjórnarinnar þá erum við, kæru Akurnesingar og nágrannar, illa stödd. Því vona ég og beini þeim tilmælum til ríkisstjórnar Íslands að þeir hugi að þeim afleiðingum sem til- lögur þeirra fela í sér áður en þeir taka ákvörðun. Eina lausnin er sú að koma hjólum atvinnulífsins í gang svo þau geti skapað skatttekjur til ríkis og sveitarfélaga. Framtíðarhorfur Akraneskaupstaðar og nærliggjandi sveitarfélaga Eftir Karen Jónsdóttur »Helstu tekjur Akra-neskaupstaðar eru í formi útsvars sem laun- þegar greiða, launþegar sem hafa að stórum hluta tekjur beint eða óbeint hjá stóriðjunni. Karen Jónsdóttir Höfundur er formaður bæjarráðs Akra- ness. Fréttir síðustu viku frá Sigmundi Davíð Gunnlaugs- syni, formanni Framsókn- arflokksins, og norskum þingmanni Miðflokksins um væntanlegt stórlán norskra stjórnvalda reyndust tilbún- ingur. Yfirlýsing Jens Stol- tenberg tók af öll tvímæli, þó þar kæmi ekkert annað fram en áður var vitað um fjárhæð og skilyrði hugs- anlegs láns Norðmanna. Höfundunum tókst þó ætl- unarverk sitt og böðuðu sig í kastljósi fjölmiðlanna nokkra daga, þar á meðal í mynd á RÚV frá Bjarma- landsför Sigmundar Davíðs og meðreiðarsveina hans til Osló. Héldu flestir að leik- ritinu væri nú lokið, en svo er ekki, slíkur er spuninn og aðgangur höfundar að fjölmiðlum greiður. Nú er fyrirspurn Jóhönnu Sigurð- ardóttur, forsætisráðherra, til Stoltenberg gerð að sjálf- stæðu fréttaefni og Sig- mundur Davíð krefst um- fjöllunar Alþingis um þetta alvarlega mál. Undirritaður gagnrýnir ekki Sigmund Davíð fyrir að reyna að koma sér á fram- færi á þennan hátt. Það flýgur hver eins og hann er fiðraður. Gagnrýni mín beinist að þeim fjölmiðlum sem taka greiðlega við ekki- fréttum af þessu tagi og birta spunann gagnrýnilaust dag eftir dag án þess að kanna málið og fjalla sjálf- stætt um það. Með öðrum orðum, án þess að gæta þeirra krafna um vandvirkni og eðlilegt fréttamat sem fjölmiðlar eiga og verða að gera. Afleiðingin: Í stað þess að rannsaka og upp- lýsa taka þessir fjölmiðlar þátt í að auka moldviðrið og bæta þar með enn við þá óvissu sem hér ríkir og brýnt er að draga úr en ekki að magna. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Ekkifréttir Höfundur er hæstaréttarlögmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.