Morgunblaðið - 03.11.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.11.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2009 FORSÆTISRÁÐHERRA hefur átt fjölmörg samtöl og fundi með innlendum og erlendum aðilum um málefni tengd Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum, ICESAVE-málinu og aðildarumsókn að Evrópusamband- inu, segir í svari forsætisráðuneyt- isins við fyrirspurn Morgunblaðsins er barst í gær. „Þar á meðal eru fundir með fulltrúum Alþjóðagjald- eyrissjóðsins, Evrópusambandsins, framkvæmdastjóra NATO og ýms- um ráðherrum, sendiherrum og fullrúum erlendra ríkja. Þá hefur forsætisráðherra átt formleg bréfa- skipti við forsætisráðherra Hol- lands og Bretlands vegna ICE- SAVE málsins en þau hafa þegar verið gerð opinber. Auk þess hefur verið haldinn fjöldi funda um þessi mál með fulltrúum innlendra hags- munasamtaka og opinberra stofn- ana,“ segir í svari ráðuneytisins. Samkvæmt upplýsingum frá fjár- málaráðuneytinu mun fjár- málaráðherra á næstunni gera þingnefndum sem fjalla um Ice- save-málið grein fyrir þeim fundum og samskiptum sem hann hefur átt við forsvarsmenn erlendra ríkja vegna Icesave-málsins og AGS að því leyti er það tengist fyrrnefnda málinu. Verða þær upplýsingar að- gengilegar fyrir fjölmiðla um leið og þær hafa verið teknar saman. Talar fyrir hönd ríkisstjórnar Í gær barst ítarlegt svar frá ut- anríkisráðuneytinu um fundi Öss- urar Skarphéðinssonar utanrík- isráðherra. Það birtist í heild á mbl.is í dag. Þar segir m.a. að Öss- ur Skarphéðinsson utanrík- isráðherra hafi átt fjölmörg samtöl og símtöl á síðustu vikum og mán- uðum til að gæta hagsmuna Ís- lands. „Ráðherra hefur verið í reglulegu sambandi við fulltrúa Norðurlandanna og Eystrasalts- ríkjanna í stjórn Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins, Jens Henriksson. Í öll- um þessum samtölum kemur utanríkisráðherra fram fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og um samtöl og fundi hefur verið samráð við for- sætis- og fjármálaráðherra auk þess sem utanríkismálanefnd Al- þingis hefur verið upplýst um helstu atriði eftir því sem nefndin hefur óskað.“ Utanríkisráðherra hefur átt formlega fundi með nánast öllum utanríkisráðherrum Evrópu og sumum þeirra nokkrum sinnum. Þá átti Össur fund með fram- kvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins, Dominique Strauss- Kahn í New York í september og ræddi tafir á efnahagsáætluninni. Einnig ræddi hann Icesave í þrí- gang við Anders Fogh Rasmussen framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins í heimsókn hans til Íslands í ágúst. Össur hefur gegnt formennsku í samstarfi norrænna utanrík- isráðherra þetta ár. Hann hefur tekið efnahagsmál á Íslandi, af- stöðu Íslands í Icesave-deilunni og áætlunina með AGS formlega upp á öllum fundum norrænu ráð- herranna og með utanrík- isráðherrum Eystrasaltsríkjanna. Frá því í mars hefur Össur átt þrjá formlega fundi með utanrík- isráðherra Bretlands og tvo með utanríkisráðherra Hollands auk annarra samtala við þá. Í ferð Öss- urar á fund EES-ráðsins í Brussel í maí átti hann tvíhliða fundi með utanríkisráðherrum fjögurra landa og ræddi einnig við ráðherra 13 annarra landa. Einnig átti Össur fund með stækkunarstjóra og emb- ættismönnum ESB. Á Möltu í júní átti Össur form- lega fundi með forsætis- og utan- ríkisráðherra Möltu auk sérfræð- inga í stjórnkerfi landsins. Í sömu ferð sótti Össur ársfund Eystra- saltsráðsins í Danmörku og átti þar tvíhliða fundi með ráðherrum margra ríkja. Á ráðherrafundi EFTA-ríkja í Noregi í júlí gerði Össur grein fyrir stöðunni í efna- hagsáætlun Íslands og Icesave- deilunni. Eftir að Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu um að hefja viðræður við ESB sendi Össur öll- um utanríkisráðherrum ESB- ríkjanna bréf og átti símtöl við ut- anríkisráðherra fimm ríkja. Ráð- herrar þriggja landa hafa komið hingað m.a. til að ræða umsókn Ís- lands. Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september átti Össur formlega fundi með forsetum Tékk- lands, Póllands og Finnlands og ráðherrum 11 annarra ríkja. Í New York var haldinn sérstakur fundur utanríkisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja þar sem Össur ut- anríkisráðherra „tók sérstaklega upp þann drátt sem orðinn var í af- greiðslu lána frá norrænum vina- þjóðum“. sia@mbl.is, gudni@mbl.is Fundað með flest- um ráðherrum ESB Morgunblaðið/Árni Sæberg Ráðamenn Af svörum þriggja ráðuneyta að ráða hefur mest mætt á utanríkisráðherra við að halda uppi málstað Íslands erlendis. Formlegir fundir með flestum utanríkisráðherrum ESB-ríkja Morgunblaðið óskaði eftir upplýsingum 12. október sl. um við hverja Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætisráðherra, Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra og Össur Skarp- héðinsson utanríkisráðherra hefðu rætt við, persónulega, í síma eða með bréfaskiptum, vegna ESB, Icesave og AGS frá því að ríkisstjórn Vinstri hreyf- ingarinnar – græns framboðs og Samfylkingar tók við í febr- úar. Einnig hvenær slíkir fundir eða samtöl hefðu átt sér stað. Fjármálaráðuneyti svaraði 23. október en utanríkis- og forsætisráðuneyti í gær. Spurningarnar 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 5. nóvember Ísafjörður Fjármál heimilisins 12. nóvember Akranes Fjármál heimilisins 19. nóvember Hamraborg Fjármál heimilisins N B I h f. (L a n d s b a n k in n ), k t . 4 7 1 0 0 8 - 2 0 8 0 . Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld Landsbankinn mun í vetur bjóða upp á röð fjármálanámskeiða fyrir almenning undir yfirskriftinni Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld. Markmið námskeiðanna er að auðvelda fólki að öðlast betri yfirsýn yfir fjármálin svo því sé unnt að taka upplýstar ákvarðanir um fjármál heimilisins og móta fjárhagslega framtíð fjölskyldunnar. FJÁRMÁLARÁÐGJÖF | landsbankinn.is | 410 4000 Skráning fer fram á landsbankinn.is og í síma 410 4000. Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á landsbankinn.is. O kt ó b e r N ó ve m b e r 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Sun Mán Þri Mið Fim Fös La u 2009 E N N E M M / S ÍA / N M 3 9 4 2 0 VIÐAUKASAMNINGAR í Icesave- málinu sem ríkisstjórnin hefur sam- þykkt eru brunaútsala á núgildandi fyrirvörum. Þetta segir Indefence- hópurinn sem kynnti sjónarmið sín á blaðamannafundi í gær. Indefence telur að viðaukasamn- ingarnir feli í sér að efnahagslegur fyrirvari um greiðsluhámark Íslend- inga sé nánast að engu orðinn. Samkvæmt fyrirvörum Alþingis átti 6% greiðsluþak jafnt við um vaxtagreiðslur og greiðslur af höf- uðstól. Nú skuli vextir hins vegar greiðast að fullu óháð efnahags- ástandi á Íslandi og 6% greiðsluþak- ið eigi einungis við ef heildar- greiðslur eru hærri en vextir. Verði efnahagslegur samdráttur þurfi rík- issjóður eigi að síður að borga vaxta- greiðslur upp á allt að 10 til 15% af ríkistekjum til viðbótar tekjumissi vegna samdráttarins. Nýju fyrirvar- arnir veiti því lítið skjól. Í gær kynnti Indefence alþing- ismönnum afstöðu sína. Eiríkur S. Svavarsson, sem er meðal liðsmanna Indefence, segir að í plöggum hóps- ins séu lagðir til grundvallar fyr- irvarar sem Alþingi samþykkti í sumar og viðaukar við Icesave- samningana sem ríkisstjórnin hefur undirritað. „Þessi samanburður sem styðst einungis við undirritaða samninga ásamt frumvarpi til breytinga á fyr- irvaralögum sýnir að viðaukarnir ganga þvert á mikilvægustu fyr- irvara Alþingis,“ segir Eiríkur sem telur þetta öndvert Brüssel- viðmiðunum sem vonir voru bundn- ar við að hald væri í. sbs@mbl.is Viðaukinn er brunaútsala Fyrirvarar Icesave sagðir veita lítið skjól Í HNOTSKURN » Indefence segir fyrirvar-ana ganga öndvert Brüs- sel-viðmiðunum sem vonir voru bundnar við. » Vextir greiðast að fulluóháð efnahagsástandi á Ís- landi og 6% greiðsluþakið á einungis við ef heildar- greiðslur eru hærri en vextir. FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðisfélaganna í Reykja- vík, Vörður, samþykkti á fundi sínum í gær að prófkjör skyldi fara fram í Reykjavík um val fram- bjóðenda á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyr- ir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2010. Próf- kjörið mun fara fram 23. janúar. Jafnframt var samþykkt að beina þeim til- mælum til frambjóðenda að halda kostnaði við kosningabaráttuna í hófi. Gert er ráð fyrir að kostnaður fari ekki yfir 1,5 milljónir króna. Á fundinum tilkynnti Marta Guðjónsdóttir, formaður Varðar, að hún myndi bjóða sig fram í prófkjörinu og því myndi hún láta af embætti sem for- maður Varðar. Frambjóðendur beðnir um að halda kostnaði undir 1,5 m.kr UTANRÍKISRÁÐHERRA hefur falið Stefáni Hauki Jóhannessyni sendiherra að vera aðalsamn- ingamaður Íslands í fyrirhuguðum aðildarviðræðum Íslands og Evr- ópusambandsins. Stefán Haukur hefur verið sendiherra Íslands gagnvart Evrópusambandinu í Brussel frá árinu 2005. Samkvæmt upplýsingum frá ut- anríkisráðuneytinu er gert ráð fyr- ir að á næstu vikum eða mánuðum ljúki framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins gerð álits síns um að- ildarumsókn Íslands og að á grund- velli þess taki aðildarríkin ákvörðun um að hefja formlegar aðildarviðræður. Ætla megi að þær hefjist á fyrri helmingi næsta árs og muni aðalsamn- ingamaður í um- boði utanrík- isráðherra stýra þeim fyrir hönd Íslands. Skipan formanna einstakra samningahópa og annarra fulltrúa í samninganefnd Íslands verður kynnt síðar í vikunni. Skipaður aðalsamningamaður í aðildarviðræðum við ESB Stefán Haukur Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.