Morgunblaðið - 03.11.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.11.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2009 FÓÐURBLANDAN hf. hefur nú tryggt sér nauðsynlegar örygg- isbirgðir varahluta fyrir DeLaval- mjaltavélar og -mjaltaþjóna. Einnig er á leiðinni til landsins skipasend- ing af almennum rekstrarvörum og varahlutum. Er þess vænst að vörur úr þessari sendingu verði komnar til afgreiðslu í lok næstu viku. Þá hefur verið samið við þrotabú Véla- vers hf. um yfirtöku á þjónustu- bifreiðum, og þeim búnaði og verk- færum sem tilheyra DeLaval-þjónustu. Einnig hefur verið samið við fyrrverandi starfs- menn Vélavers hf. um áframhald- andi störf á vegum Fóðurblönd- unnar. Hafa tryggt vara- hluti í mjaltavélar Í DAG, þriðjudag kl. 13-16 stendur Hugarafl fyrir ráðstefnu í hátíð- arsal Háskóla Íslands um viðhorf Íslendinga vegna geðrænna vanda- mála. Ráðstefnan er haldin í sam- starfi við Félagsfræðingafélag Ís- lands, félags- og mannvísindadeild HÍ og Geðlæknafélagið. Fluttar verða niðurstöður úr al- þjóðlegri rannsókn sem gerð var í 15 löndum, niðurstöður um viðhorf Íslendinga vegna geðrænna vanda- mála verða sett í alþjóðlegt sam- hengi, kynnt verður Geðfræðsla Hugarafls og Hugarafl mun flytja fordómagjörning. Í pallborði verða síðan rædd viðbrögð manna og stuðlað að umræðum um framtíð- arsýn stjórnvalda og almennings. Allir eru velkomnir og er að- gangur ókeypis. Geðræn vandamál Á MORGUN, miðvikudag mun Ásta R. Jóhann- esdóttir, forseti Alþingis, eiga fund í Brussel með Jerzy Bu- zek, forseta Evr- ópuþingsins. Að auki mun hún eiga fund með Gabriele Albert- ini, formanni utanríkismálanefndar Evrópuþingsins, og Christian Dan Preda, framsögumanni utanrík- ismálanefndar, um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Með forseta Alþingis í för eru Árni Þór Sigurðsson, formaður ut- anríkismálanefndar Alþingis, og Ragnheiður E. Árnadóttir alþing- ismaður. Þá mun forseti Alþingis og alþingismenn jafnframt funda með fulltrúum flokkahópa á Evr- ópuþinginu. Forseti Alþingis á fundi í Brussel Ásta R. Jóhannesdóttir OPIÐ hús fer fram í Foldaskóla í Grafarvogi í dag, þriðjudaginn 3. nóvember, þar sem íbúar Graf- arvogs geta sett fram hugmyndir sínar um hvað betur megi fari í skipulagsmálum í hverfinu. Þetta er þriðja opna húsið af 10 sem skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur efnir nú til í öllum hverfum borgarinnar í tilefni af endurskoðun aðalskipulags Reykja- víkur. Opna húsið í Foldaskóla í Graf- arvogi stendur frá kl. 17-18.30 og hefst með stuttri kynningu á að- alskipulagsvinnunni. Þátttakendum er síðan skipt í umræðu- og vinnu- hópa eftir áhugasviðum. Morgunblaðið/Þorkell Skipulag rætt í Foldaskóla STUTT Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is HITI var í ríflegu meðallagi um mikinn hluta landsins í nýliðnum október nema norðaustanlands þar sem hann var lítillega undir því. Þetta kemur fram í yfirliti Trausta Jónssonar veðurfræðings. Bætist október þar með í hóp þeirra mánaða á þessu ári þar sem hitinn hefur verið fyrir ofan með- allag. Hlýindi á lokasprettinum Talsvert kuldakast var ríkjandi í upphafi mánaðarins og festi þá snjó um mikinn hluta landsins. Veður hlýnaði síðan og voru síðustu dag- arnir sérlega hlýir ásamt nokkrum dögum um miðbik mánaðarins. Suðaustan og austan illviðri gerði um landið sunnan- og vestanvert föstudaginn 9. Þá urðu nokkrir skaðar. Verst var veðrið í Vest- mannaeyjum eins og menn muna og talsvert tjón í bænum. Meðalhiti í Reykjavík var 5,1 stig og er það 0,7 stigum yfir meðallagi. Á Akureyri var meðalhitinn 2,8 stig eða 0,2 stigum undir meðallagi. Á Höfn í Hornafirð var meðalhitinn 5,1 stig og er það 0,6 stigum yfir meðallagi. Meðalhitinn á Hveravöll- um var -1,2 stig og er það í með- allagi. Í Stykkishólmi var meðalhit- inn 4,2 stig og er það 0,3 stigum ofan meðallags. Á Stórhöfða í Vest- mannaeyjum var meðalhitinn 5,8 stig, sem er 0,8 stigum fyrir ofan meðallag. Úrkoma var nærri meðallagi um mikinn hluta landsins í október, en á sunnanverðum Austfjörðum og sums staðar á Suðausturlandi var úrkoma talsvert yfir meðallagi. Hvergi var þó um metúrkomu að ræða nema á Gilsá í Breiðdal, en þar hafa úrkomumælingar verið gerðar frá 1997. Úrkoman í Reykjavík mældist 78 millimetrar (sama og í september) og er það um 10% undir meðallagi. Á Akureyri mældist úrkoman 52 millimetrar og er það einnig 10 prósentum minna en í meðalári. Á Höfn í Hornafirði mældist úrkoman 304 millimetrar og er það tæplega tvöföld meðalúrkoma. Sólskinsstundir í Reykjavík voru 28 færri en í meðalári, eða 55. Þetta eru fæstu sólskinsstundir í október í Reykjavík síðan 1997. Á Akureyri mældust sólskinsstund- irnar 40 og er það 12 stundum und- ir meðallagi. Vindhraði var í ríflegu meðallagi í mánuðinum. Hitinn í október reyndist vera í ríflegu meðallagi Sólskinsstundirnar í Reykjavík hafa ekki mælst jafn fáar síðan árið 1997 Morgunblaðið/Skapti Snjórinn Hann var fljótur að hverfa snjókallinn sem hún Anita Lind Að- algeirsdóttir á Akureyri bjó til þegar fyrsti snjórinn féll norðan heiða. Hæsti hiti í októbermánuði mældist 18,9 stig á Skjaldþings- stöðum í Vopnafirði og á Seyð- isfirði hinn 14. mánaðarins. Hæsti hiti á mannaðri stöð mældist á Skjaldþingsstöðum hinn 14., 18,4 stig. Lægsti hiti mánaðarins mæld- ist við Setur sunnan Hofsjökuls, -16,9 stig hinn 5. Í byggð mældist lægsti hiti mánaðarins í Svart- árkoti hinn 7., -13,1 stig. Lægstur hiti á mannaðri veð- urstöð í mánuðinum mældist á Torfum í Eyjafirði hinn 4., eða -11,8 stig. Hitinn fór hæst í 19 gráður á Austurlandi FRUMMATSSKÝRSLA um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðra jarðganga á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar í Ísafjarðarbæ liggur nú frammi á vefjum Skipulags- stofnunar (www.skipulag.is) og Náttúrustofu Vestfjarða (www.nave.is), á skrifstofum Ísa- fjarðarbæjar, Bæjar- og héraðs- bókasafninu á Ísafirði og í Þjóð- arbókhlöðunni. Jarðgöngin eru á vegaáætlun sem nú er til endurskoðunar. Um er að ræða 5,6 km löng jarðgöng eða um 0,5 km lengri en þau sem nú er unnið að milli Hnífsdals og Bolung- arvíkur. Leggja þarf 7,8 km af nýj- um vegum eða laga eldri vegi. Með göngunum er gert ráð fyrir að veg- ur yfir Hrafnseyrarheiði leggist af nema sem ferðamannavegur. Til þess að fyrirhuguð jarðgöng komi að fullum notum þarf einnig að leggja nýjan heilsársveg yfir Dynj- andisheiði. Athugasemdir við skýrsluna skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 9. janúar 2009 til Skipu- lagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. gudni@mbl.is Ný jarðgöng fyrir vestan í frummati 10 km Dynjandi Dynjandisheiði Borg arfjö rðu r A r n a r f j ö r ð u r Bíldudalur Þingeyri Sjónfríð Hrafnseyrar- heiði Mjólkárvirkjun Hrafnseyri Gláma JARÐGÖNG Dýrafjörður Jarðgöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness féllst í gær á kröfu lögreglustjóra Suð- urnesja um að kona sem réðst á fimm ára telpu með hnífi skyldi sæta áframhaldandi gæslu- varðhaldi. Konan verður í haldi lög- reglu allt til 30. nóvember nk. Árásin átti sér stað 27. sept- ember sl. á heimili telpunnar. Kon- an sem er 22 ára taldi sig eiga sitt- hvað sökótt við foreldra hennar og bankaði upp á rétt fyrir hádegi. Litla telpan fór til dyra og stakk konan hana í brjóstið. Hnífsblaðið hafnaði örstutt frá hjarta og lifur. Konan játaði verknaðinn. Hún hefur áður hlotið dóm vegna lík- amsárásar. andri@mbl.is Konan sem stakk fimm ára telpu í brjóstið áfram í gæsluvarðhaldi Opið hús í Foldaskóla, þriðjud. 3. nóvember, kl. 17.00 - 18.30 Umræður um framtíðarskipulag í þínu hverfi Vinnuhópar með aðferðum Air Opera. Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður skipulagsráðs, kynnir stuttlega vinnu við nýtt aðalskipulag áður en umræður hefjast. Hugmyndasmiðja Hugmynda- og teiknivinna með ungum arkitektum. Vinnustofa fyrir börn Undir stjórn Myndlistaskólans í Reykjavík. www.adalskipulag.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.