Morgunblaðið - 03.11.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.11.2009, Blaðsíða 21
einnig fylgst enn betur með okkur öllum. Þú verður alltaf í huga mér og ég mun ætíð halda minningu þinni á lofti elsku amma mín. Saknaðarkveðja, Svava Hildur. Elsku Þura, ég trúi þessu varla ennþá, að þú sért farin frá okkur. En mig langar svo að þakka þér fyrir allar samverustundirnar sem við höfum átt, ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst þér. Maður huggar sig við það að nú ertu kom- inn á betri stað þar sem vel er tekið á móti þér og þú þarft ekki að upp- lifa neinn sársauka meir, en það er nú bara samt sem áður þannig að þegar maður kveður ástvini sína þá finnst manni að tíminn hafi ekki al- veg verið kominn. Allavega veit ég að þú varst ekkert á leiðinni að kveðja okkur. Ég reyni samt að vera þakklát fyrir það, um leið og ég er sorgmædd, að þú þurfir ekki að kveljast meir og fyrir það að fá þó að kveðja þig. Ekki veit ég hvort þú vissir af mér þarna í lokin, en ég vona það. Ég veit að Gabríel á eftir að leita að þér þegar við komum í heimsókn í Breiðuvíkina, hann spyr stundum um ömmu með meiddið en við segjum honum að þú sért komin til Jesú. Þá vill hann líka fara til Jesú og hitta ömmu. Manni líður svolítið eins og aðalkletturinn hafi verið fjarlægður og nú þurfum við steinnibburnar að standa þétt sam- an. Þú kannski lítur til okkar svona við og við og hefur auga með okkur. Jórunn Helga Magnea Símonardóttir. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir, sem ferðalag þetta þrá, en þó eru margir, sem ferðalaginu kvíða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða. En það er margt um manninn á svona stað, og meðal gestanna er sífelldur þys og læti. Allt lendir í stöðugri keppni’ um að koma sér að og krækja sér í nógu þægilegt sæti. (Tómas Guðmundsson.) Það var á þeim árum þegar Mos- fellshreppur var sveit og mjólkur- framleiðsla og sauðfjárhald var nánast á hverjum bæ, að tvítug stúlka frá Reyðarfirði kom í heim- sókn til móðursystur sinnar í Leirvogstungu, Steinunnar og eig- inmanns hennar Magnúsar Sveins- sonar sem þar bjuggu. Þetta var síðsumars árið 1957 þegar fyrri túnaslætti var lokið og tekið til við háarslátt í vothey. Þetta var frænka mín, Þuríður Beck. Svo bar til nokkru eftir kom- una suður að hún vildi ólm taka þátt í heyskapnum og sagði faðir minn glettinn, að það færi best á því að hún kynntist kaupamannin- um og þau yrðu þá saman í vot- heysgryfjunni og tækju á móti og jöfnuðu og træðu heyið með veggj- unum svo það verkaðist betur. Það varð úr og heyskapurinn gekk vel og gryfjurnar fullar að kvöldi og vel troðið. Þetta var aðdragandinn að kynn- um þeirra Þuríðar og Jóns Gunn- ars, sem héldust í rúma hálfa öld. Þau áttu heimili gegnum tíðina á Reyðarfirði og nokkrum stöðum í Reykjavík, í seinni tíð að Breiðuvík 18. Á síðari árum, eftir að börnin uxu úr grasi, hefur samgangur milli heimila okkar aukist og höfum við farið saman í fjölda ferða til fram- andi landa og siglingar með glæst- um fleyjum um ókunn höf. Þuríður var hamhleypa til verka og vann ut- an heimilis í fjölda ára, á Reyð- arfirði og í Reykjavík, hjá versl- uninni Liverpool og Nóa Síríusi og víðar, auk þess var hún eftirsótt til aðstoðar við veisluhöld í heimahús- um vina og vandamanna í Reykja- vík. Nú er komið að leiðarlokum, Þuríður andaðist aðfaranótt fyrsta vetrardags eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Við Selma konan mín vottum Jóni Gunnari og vanda- mönnum dýpstu samúð vegna frá- falls hennar. Far þú í friði og góður guð þig blessi. Guðmundur Magnússon. Laugardaginn 24. október frétti ég að frænka mín, Þuríður H. Beck, væri látin. Það voru vissulega óvænt tíðindi. Í sumarbyrjun 1941 var ég send- ur í sveit til móðurbróður míns í Seljateigi og þannig var það fleiri sumur að ég dvaldi þar hjá frænda mínum og konu hans. Þuríður átti heima á næsta bæ, Kollaleiru, en þar bjó Hans Beck frændi minn með Hallfríði konu sinni. Þuríður var elzt í hópi fimm systkina. Góður samgangur var á milli bæjanna og ýmis samskipti, enda bændurnir systrasynir. Þuríður kom á þessum sumrum stundum með systur sinni að heim- sækja frændfólk sitt í Seljateigi og þar á meðal tvo stráklinga, sem þar voru þá, annar í sumardvöl, hinn heimamaður. Þær komu svona í og með til að fylgjast með hvað þeir frændur tóku sér fyrir hendur. Árin liðu og senn voru bernsku- og æskuár að baki. Þuríður eignast sitt heimili og sína fjölskyldu. Þau Jón Gunnar, sem var bifreiðar- stjóri, bjuggu fyrst á Reyðarfirði, en fluttu svo til höfuðborgarinnar og bjuggu þar æ síðan. Það var svo í Reykjavík sem fundum okkar frænku minnar bar saman, á fund- um í Félagi Esk- og Reyðfirðinga á meðan það félag var og hét og svo aftur á sameiginlegum kaffidegi Esk- og Reyðfirðinga, er haldinn er árlega fyrsta sunnudag í vetri. Það kom einnig fyrir að við hitt- umst í strætó, hún að koma úr sinni vinnu sem hún stundaði af kappi og samvizkusemi, ég að koma frá kennslu og alltaf var jafngott að hitta hana, svo hress og ræðin sem hún var. Við Þuríður áttum eitt sameig- inlegt áhugamál, en það var ætt- fræðin. Það leiddi því af sjálfu sér að spjall okkar snerist stundum um þá göfugu fræðigrein, en þar var hún einkar vel að sér. Og nú er hún horfin héðan og það fylgir söknuður, þegar ættingjar og vinir hverfa, en sem betur fer læknar tíminn hægt og hægt sakn- aðarsárin. Hún frænka mín var heilsteypt kona sem bjó yfir ýmsum mætum kostum. Veri hún kært kvödd. Ég vil svo votta aðstandendum hennar innilegustu samúð mína. Björn G. Eiríksson. Sunnudagur heima í Seljateigi fyrir áratugum síðan kemur upp í hugann á kveðjustund. Þá komu þær gjarnan töltandi inneftir syst- urnar á Kollaleiru, Þuríður og Ingeborg, klæddar sínu fínasta, enda móðir þeirra einstök mynd- arkona. Þannig lífguðu þær upp á tilveru okkar systkina, þær voru okkur skemmtilegir leikfélagar í hinum ýmsu leikjum bernskuár- anna. Þuríður, sem við kveðjum í dag svo alltof snemma, var hress og op- inská, átti glaðan hlátur og glettni í orðræðu allri, skýr og skemmtileg var hún, sagði einkar vel og skipu- lega frá. Hún var létt á fæti og lip- ur, það sannaðist einnig síðar þegar hún tók danssporin og lífsdansinn hennar var stiginn af tápi og kjarki allt framundir það síðasta, er grimmur gestur kvaddi dyra og þeirri geigvænlegu glímu tapaði hún eins og svo alltof margir. Hún Þuríður tók snemma til hendi heima, var rösk við heyskap- inn sem og annað, það var enginn svikinn af verkunum hennar hvar sem hún fór á lífsgöngu sinni, því hún var forkur dugleg eins og hún átti kyn til í báðar ættir. Þannig minnist ég hennar í dag, en lífs- saga hennar var öll mörkuð dugn- aði og starfshæfni, hún reyndist trú í hverju einu og verk hennar lofuðu hana svo sannarlega, sem dæmi var umsjá stórveizla henni sem leikur einn meðfram fullu starfi og til hennar leitað oft og víða. Þuríður var greind kona og sérstaklega var hún ættfróð mjög, hún var hrein og bein og gat kveðið fast að orði, hún fylgdist vel með öllu í þjóðlífinu og rækti vel sam- bandið við æskustöðvarnar. Það fylgir góðri minningu gam- all ylur bernskudaga sem gott er að orna sér við nú þegar hinztu rök hafa heilsað, en hennar er svo sannarlega saknað í heimaranni sem og hjá öðru hennar fólki þar sem kærar minningamyndir um dugmikla myndarkonu margra góðra hæfileika milda söknuðinn. Við Hanna sendum vini okkar Jóni Gunnari, dætrum þeirra, barna- börnum, barnabarnabörnum sem og systkinum hennar innilegar samúðarkveðjur. Einlægar samúð- arkveðjur fylgja einnig frá frænda mínum Þóri Gíslasyni með þökk fyrir kynni kær. Blessuð sé munabjört minning Þuríðar frá Kollaleiru. Helgi Seljan. Í dag kveðjum við hana Þuru okkar, einstaka sómakonu og mikla vinkonu okkar allra. Ég kynntist henni fyrst í gegnum fjöl- skyldu Kristins, eiginmanns míns, en Þura og Sjöfn heitin, tengda- móðir mín, voru afar nánar. Þær sátu löngum á spjalli og oftar en ekki mátti heyra hláturinn óma úr eldhúsinu á Fjólugötunni. Góða skapið og húmorinn voru ekki langt undan. Þuru var margt til lista lagt, en myndarleg var hún svo af bar í öllu heimilishaldi. Hún var afskaplega bóngóð kona og var okkur öllum mikil hjálparhella á mörgum mik- ilvægum stundum í lífi okkar. Hún kenndi manni margt með þolin- mæði sinni og þrautseigju og hjálpaði okkur til að gera hátíð- arstundirnar ennþá hátíðlegri. Við Kristinn og systurnar nutum svo sannarlega góðs af ásamt fjöl- skyldum okkar. Hún Þura var sannur Íslending- ur og stolt af austfirskum uppruna sínum. Hún hafði sterkar skoðanir á þjóðmálum og ranglæti þoldi hún ekki. Menn áttu að vinna verk sín af samviskusemi og sýna sam- félagslega ábyrgð. Hún sýndi það svo sannarlega með góðu fordæmi, meðal annars með störfum sínum fyrir Nóa-Síríus hf., þar sem hún vann um áratugaskeið. Hún var tengd alveg sérstökum böndum eigendum þess fjölskyldufyrirtæk- is og var þeim mikilvægur sam- ferðarmaður í gegnum lífið. Ég kynntist Þuru ekki sízt í störfum mínum fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í stjórnmálum. Hún var mér mikilvægur stuðningsmaður og stoð og stytta á meðan ég gegndi þeim störfum. Ég trúi því, að Þura hafi með þeim stuðningi fylgt sinni lífssýn. Þura var einn þeirra Íslendinga, sem áttu rætur í þeim jarðvegi, er gerir Sjálfstæð- isflokkinn stóran. En fyrst og fremst var Þuru afar umhugað um sína eigin fjölskyldu og ræddi oftlega af stolti og vænt- umþykju um börnin sín og barna- börn, að ógleymdum Jóni, eigin- manni sínum og raunar fjölskyldunni allri. Allt þetta fólk bar hún fyrir brjósti sem og ætt- garð sinn allan. Við kveðjum hana Þuru okkar með miklum söknuði. Hún hverfur frá okkur of fljótt, en í veikindum sínum sýndi hún mikið æðruleysi. Með Þuru hverfur enn einn mik- ilvægur tengiliður við fjölskyldu okkar og úr íslenzku þjóðlífi; ein- staklega hjartahlý kona, sem hafði svo mikið að gefa og fram að færa. Við Kristinn erum fjarstödd í dag, en við sendum Jóni Gunnari, börnum og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sólveig Pétursdóttir, Kristinn Björnsson. Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2009 Erfidrykkjur af alúð Hótel Saga annast erfidrykkjur af virðingu og hlýju. Fágað umhverfi, góðar veitingar og styrk þjónusta. S ími: 525 9930 hote lsaga@hote lsaga.is www.hote lsaga.is P IP A R • S ÍA • 9 1 0 1 3 ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EYGLÓ V. HJALTALÍN, Hrísateigi 27, Reykjavík, lést miðvikudaginn 28. október. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 4. nóvember kl. 13.00. Blóm eru afþökkuð, en bent er á Kristniboðs- sambandið eða líknarfélög. Vigfús Hjartarson, Sigursteinn Hjartarson, Jytte Hjartarson, Pálmi G. Hjartarson, Guðmundur B. Hjartarson, Björg D. Snorradóttir og fjölskyldur. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI ÞÓR SIGURÐSSON rafvirkjameistari, Hraunbæ 103, Reykjavík, sem andaðist á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 26. október, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 5. nóvember kl. 15.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Sigurður Gíslason, Sigrún Einarsdóttir, Sigurbjörg Gísladóttir, Hreinn Hjartarson, Jón Gíslason, Ástfríður Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR ÁRNASON frá Gnýsstöðum, lést á Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi miðviku- daginn 14. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sesselja Guðmundsdóttir, Rúnar B. Jóhannsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Quentin Bates, Herdís Sigríðardóttir og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, INGA S. GESTSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn 30. október. Gerða S. Jónsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.