Morgunblaðið - 03.11.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn
Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór
Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
FULLT var út úr dyrum, í orðsins fyllstu merk-
ingu, þegar borgarafundur Hagsmunasamtaka
heimilanna var settur í Iðnó í gærkvöldi. Tekist
var á um aðgerðir stjórnvalda í þágu heimilanna
og hvort um væri að ræða bjargráð eða bjarn-
argreiða.
Víst er að fundargestir voru á einu máli um
gildi aðgerðanna. Baulað var á Árna Pál Árna-
son, félags- og tryggingamálaráðherra, þegar
hann varði málstað ríkisstjórnarinnar.
Af ræðum fulltrúa HH var svo fyllilega ljóst að
þeir telja að um bjarnargreiða sé að ræða.
Fullt út úr dyrum á borgarafundi Hagsmunasamtaka heimilanna í Iðnó
Morgunblaðið/Ómar
Aðgerðir stjórnvalda sagðar bjarnargreiði
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
TALSVERT af bóluefni gegn svína-
flensunni er komið til landsins og
þessa dagana er lagt kapp á að bólu-
setja fólk með undirliggjandi sjúk-
dóma. Áður var mest áhersla lögð á
bólusetningu heilbrigðisstarfsfólks
og fólks í lykilstörfum í þjóðfélaginu.
„Nú ríður á að bólusetja þjóðina,“
segir Gunnlaugur Sigurjónsson
heilsugæslulæknir við Heilsugæslu-
stöðina í Árbæ í Reykjavík.
„Margir eru mjög áhyggjufullir
vegna svínaflensunnar. Fyrstu dag-
ana eftir að við byrjuðum að bóka
tíma í bólusetningu náði fólk ekki í
gegn þegar það hringdi en nú hefur
þetta róast.“
Toppnum líklega náð
Gunnlaugur segir þá sem hafa
undirliggjandi sjúkdóma geta veikst
mjög harkalega af svínaflensunni og
nefnir þar til dæmis fólk með
lungna-, hjarta- og ómæmissjúk-
dóma. Þetta fólk er í algjörum for-
gangi vegna bólusetninga en 150
manns fengu sprautu í Árbænum í
gær. Þannig hafa hjúkrunarfræð-
ingar stöðvarinnar verið færðir úr
öðrum verkefnum, svo sem skóla-
hjúkrun, til að bólusetningin gangi
sem greiðast fyrir sig. Nokkurra
daga bið er eftir bólusetningum og í
gær var verið að skrá fólk sem gert
er að mæta á
mánudag í næstu
viku.
Að sögn Gunn-
laugs er svína-
flensan um margt
lík hinni hefð-
bundnu inflúensu
nema hvað sjúk-
dómseinkennin,
sem eru hiti, höf-
uðverkur, háls-
særindi og verkur fyrir brjósti, eru
helst til ýktari.
„Einkenni inflúensufaraldra eru
ekki ólík öldum sem falla að fjöru.
Nú erum við á útsoginu. Toppnum
er líklega náð í bili og þá ríður á að
bólusetja sem flesta áður en næstu
öldu skolar að landi,“ segir Gunn-
laugur Sigurjónsson.
„Nú ríður á að bólusetja þjóðina“
Margir eru mjög áhyggjufullir vegna flensunnar Talsvert er komið af bóluefni til landsins
150 voru bólusettir í Árbænum í gær „Við erum á útsoginu“ Einnar viku bið eftir bólusetningu
ÍSLENSKUR karlmaður situr nú í
fangelsi í Argentínu eftir að hafa verið
handtekinn með fimm kíló af kókaíni
á Ezeiza-flugvellinum í höfuðborginni
Buenos Aires.
Maðurinn, sem er á sextugsaldri,
var á leiðinni frá Argentínu til Spánar
þar sem hann hefur verið búsettur
undanfarin ár en hann er íslenskur
ríkisborgari.
Ekki verið réttað í málinu
Samkvæmt upplýsingum frá al-
þjóðadeild ríkislögreglustjóra var
maðurinn handtekinn 13. október síð-
astliðinn og hefur verið í haldi síðan.
Alþjóðadeildinni bárust upplýsingar
um málið fljótlega eftir handtökuna í
gegnum samskiptanet Interpol. Hún
staðfestir að Íslendingurinn sé fyrr-
verandi lögreglumaður. Ekki fylgir
sögunni hvort maðurinn hafi verið í
slagtogi með fleiri einstaklingum.
Alþjóðadeildin fylgist með málinu
og bregst við sé þess óskað, en að
óbreyttu er mál mannsins ekki til
skoðunar hjá íslenskum stjórnvöld-
um. Ekki hefur enn verið réttað í máli
mannsins.
Í höndum argentínskra yf-
irvalda
Að sögn dómsmála- og mannrétt-
indaráðuneytisins er málið alfarið á
borði argentínskra stjórnvalda nema
óskað verði eftir öðru.
Borgaraþjónusta utanríkisráðu-
neytisins fylgist jafnan með málum ís-
lenskra ríkisborgara sem handteknir
eru á erlendri grundu og gætir þess
að réttindi þeirra séu virt. una@mbl.is
Fyrrverandi lögreglumað-
ur handtekinn í Argentínu
Reyndi að smygla
fimm kílóum af
kókaíni til Spánar
Morgunblaðið/Júlíus
Eiturlyf Íslendingurinn var hand-
tekinn með 5 kíló af kókaíni.
SEÐLABANKI
Íslands fór fram
á það við Al-
þjóðagjaldeyr-
issjóðinn að
skýrsla um stöðu
efnahagsmála á
Íslandi yrði ekki
birt í gær líkt og
til stóð. Stefán
Jóhann Stef-
ánsson, ritstjóri
skrifstofu bankastjórnar, segir að
ástæða hafi verið talin til að fara
betur yfir framsetningu, áreið-
anleika og hvort tilteknar upplýs-
ingar væru birtingarhæfar. Óvíst
er hvenær skýrslan verður birt.
Stefán Jóhann segir vera um
minniháttar framsetningaratriði að
ræða, sem breyti í engu heild-
armynd skýrslunnar. Hann segir
ofsagt að verið sé að fjarlægja tölu-
legar upplýsingar úr skýrslunni, en
miklu máli skipti hvernig þær séu
framreiddar.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra sagðist á Alþingi í
gær ekki vita hvers vegna skýrslan
var ekki birt. andri@mbl.is
Skýrsla AGS um
efnahagsmál
ekki birt í gær
Stefán Jóhann
Stefánsson
Seðlabankinn fór fram á
breytingar í skýrslunni
„Við kostnaðaráætlun sem byggð-
ist á reynslu Ástrala gerðum við
ráð fyrir að kostnaður vegna
svínaflensufaraldursins yrði í
kringum einn milljarð,“ segir
Björn Zoëga, forstjóri Landspít-
ala. Bendir hann á að hafi farald-
urinn þegar náð hámarki sínu hér-
lendis séu allar líkur til þess að
kostnaðurinn rúmist innan þeirra
marka. „Við höfum hins vegar
engar forsendur til að meta hvort
við erum búin að ná toppnum.“
Spurður hvort von sé til þess
að Landspítalinn fái aukafjárveit-
ingu frá hinu opinbera til að
standa straum af útgjöldum
vegna svínaflensunnar segist
Björn Zoëga ekki vita það – en
væntir þess þó. Hann tekur fram
að ríkisstjórnin hafi nýverið sam-
þykkt að keyptar yrðu tvær
lungnavélar, sem nýtast sjúkling-
um með svínaflensu, fyrir samtals
23 milljónir kr.
Lísa Kristjánsdóttir, aðstoð-
armaður heilbrigðisráðherra, seg-
ir ráðuneytið fylgjast vel með fjár-
hagsstöðu Landspítalans vegna
faraldursins. Engin ákvörðun hafi
hins vegar verið tekin um auka-
fjárveitingu. silja@mbl.is
Óvíst hvort toppnum er náð
Gunnlaugur
Sigurjónsson
Eftir Sigmund Sigurgeirsson
EMBÆTTI sóknarprests á Selfossi
verður auglýst í næstu viku. Staðan
verður auglýst laus frá næstu ára-
mótum. Sóknarpresturinn, séra
Gunnar Björnsson, hefur verið færð-
ur til í þjónustu innan kirkjunnar, en
hann hefur verið í leyfi frá störfum
frá því í apríl 2008. Hann tók við
embætti sóknarprests á miðju sumri
2002. Sr. Óskar H. Óskarsson er
starfandi sóknarprestur og mun
sinna því starfi fram til 1. janúar nk.
Sækir sr. Óskar um stöðuna?
Lagt hefur verið að sr. Óskari að
sækja um starf sóknarprests en
hann hefur leyst sr. Gunnar af frá
áramótum. Þannig hefur verið sett á
stofn fésbókarsíða á vefnum með
áskorunum um að hann verði feng-
inn til starfans. Óskar er prestur á
Akureyri, en hann og kona hans eru
bæði Árnesingar. Óskar sagðist í
samtali við Morgunblaðið ekki vera
búinn að gera það upp við sig hvort
hann yrði meðal umsækjenda um
stöðuna.
Það er valnefnd skipuð prófasti og
níu fulltrúum prestakalls sem velur
úr hópi umsækjenda og skipar bisk-
up í embætti samkvæmt niðurstöðu
hennar.
Selfossprestakall verður
auglýst í næstu viku
Selfosskirkja Embætti sóknar-
prests verður brátt auglýst.
Morgunblaðið/Kristinn