Morgunblaðið - 03.11.2009, Blaðsíða 19
Umræðan 19BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2009
KÆRA ríkisstjórn,
finnst ykkur það bara
allt í lagi að rukka heim-
ilin um einhver lán sem
þau tóku með því að láta
þau borga upphaflegu
upphæðina að við-
bættum 100-150%? Eru
það skilaboðin sem þið
viljið senda út til tugþús-
unda Íslendinga? Ég
held að ekki einu sinni Mafíunni dytti
svona háttalag í hug. Hafi ég einhvern
tíma á ævinni vitað hvernig ekki á að
gera hlutina þá er það núna um þessa
mundir. Ég er handviss um að ef þið
leiðréttið lánin innheimtist þau betur
fyrir vikið.
Hugsið ykkur hvað allt hefði farið
miklu betur hjá þessari ríkisstjórn, sem
lofaði skjaldborg um heimilin, ef hún
hefði látið lán heimilanna halda sér eins
og þau voru þegar þau voru tekin. Eng-
ar niðurfellingar lána, bara látið lánin
halda sér að viðbættum ca. 10% eins og
búast hefði mátt við með sveiflum geng-
isins. En núna er þetta að verða allt of
seint og allir að missa tökin og ríkis-
stjórnin gerir ekki neitt. Stjórnin verð-
ur að fara í þetta strax á morgun eða á
næstu dögum eða þið, kæra ríkisstjórn,
missið endanlega tökin á málinu.
Fólkið mun aldrei sætta sig við töfra-
lausnir Árna Páls, leikfimiæfingar og
sjónhverfingar sem bara lengja í öllum
lánum.
Það eru svo daprir tímar af því að
ríkisstjórnin virðist ekki kunna til
verka, það hefur ekkert gerst hjá ykkur
fyrir heimilin í landinu í að verða heilt
ár.
Kæra ríkisstjórn og fréttamenn,
hættið að tala um niðurfellingu skulda
heimilanna. Heimilin vilja að lánin verði
innheimt að fullu frá þeim degi sem þau
voru tekin + ca. 10% með ásætt-
anlegum gengissveiflum. Kæra rík-
isstjórn, þið eruð búin að fá þessi lán
niðurfelld allt að 100% og svo ætlið þið
að rukka fólkið í landinu um alla upp-
hæðina +100-150%. Þetta mun aldrei
ganga upp hjá ykkur. Þið hefðuð átt að
taka á þessu strax og þið tókuð við, en
ég held í alvöru að þið séuð galin.
Daginn fyrir kosningarnar í janúar
0́9 var ég að spá í hvaða flokk ég ætti að
kjósa, en seinni part þess dags hitti ég
ráðherra úr bráðabirgðastjórn VG og
Samfylkingar á rakarastofu þar sem við
tókum tal saman og spurði ég hann þá
hvað hann ætlaði að gera í málefnum
heimilanna. Svör hans komu mér mjög
á óvart, hann hafði engar skýrar línur
um hvað þau hygðust gera. Enn þann
dag í dag hafa Samfylkingin og VG eng-
in skýr svör fyrir heimilin í landinu.
Ég hef kosið þrjá flokka um ævina og
reynt að gera það eftir mönnum, kon-
um og málefnum. Ég hef minnstan
áhuga á Vinstri grænum og grút-
arluktum þeirra, en það hefur komið
mér á óvart hvað Atli og Liljurnar þrjár
eru málefnaleg og fylgin sér og það
kæmi alveg til greina að kjósa eitthvert
þeirra næst, þ.e. ef þau verða ekki í
flokki með herra Hálfhring og Svandísi.
Steingrímur, 180° í
ESB, 180° í Icesave, 180°
í Þjórsá, hvernig má
þetta vera? Taktu nú
180° í málefnum heim-
ilanna og vertu maður
að meiri
Varðandi Samfylk-
inguna má nefna að
þessi flokkur barðist
fyrir sæti í örygg-
isráðinu meðan bank-
arnir brunnu og nú berj-
ast þeir fyrir ESB á
meðan heimilin brenna. Mér finnst al-
veg ótrúlegt að þessi ríkisstjórn skuli
ekki vera búin að taka lánamál heim-
ilanna fastari tökum en þetta, það hefði
átt að vera algert forgangsmál hjá
þeim og mér sýnist að ef þau ekki taka
á þessu á næstu dögum gæti orðið hér
algert hrun heimilanna. Þá verður
þeirra minnst á sama hátt og útrás-
arvíkinganna.
Á maður að trúa því að Árni Páll og
co. komist upp með að leiðrétta ekki lán
heimilanna? Þetta mun aldrei verða
samþykkt af heimilum landsins.
Árni Páll, öll þín stjórnsýsla hefur
einkennst af einhverri Evrópuspeki og
áralangri dvöl í Brussel, getur þú ekki
bara farið þangað aftur og látið okkur í
friði? Íslendingar sjá í gegnum þennan
vaðal. Settu nú ESB á „hold“ og svo
skaltu berjast fyrir heimilin í landinu.
Það eru þúsundir fjölskyldna í landinu í
bullandi vandræðum og þetta verður
ekki þolað deginum lengur. Það er
kominn tími til að snúa sér að raun-
verulegum vanda Íslendinga. Ég hafði
ekkert á móti þessari ríkisstjórn þegar
hún tók við völdum, en hún virðist bara
ekkert kunna til verka, og ætlar að
halda þúsundum Íslendinga í einhverju
skuldafangelsi (þetta minnir mann
helst á Palestínu-Arabana á Gaza-
svæðinu eða Vesturbakkanum) og fólk-
inu verður hleypt út eftir ca. 100 ár. Svo
hugsið þið bara um ESB og aftur ESB.
Já, ég held í alvöru að þið séuð galin.
P.S. Ég skulda ekki erlent lán.
Ef og hefði
Eftir Halldór
Úlfarsson
» Á maður að trúa því
að Árni Páll og co.
komist upp með að leið-
rétta ekki lán heim-
ilanna?
Halldór Úlfarsson
Höfundur er matreiðslunemi.
MIG langar að þakka fyrir leiðarann
í blaðinu sl. föstudag um sauðféð
sem hefur hingað til bjargað sér
sjálft, án þess að valda neinum skaða
eða troða nokkrum um tær, en má
það ekki lengur. Margar kindur hafa
í gegnum árin verið á vetrarútigangi
og menn hafa dáðst að seiglu þeirra
við að lifa af við hörð vetrarskilyrði
landsins.
En nú ætla menn að „bjarga“ fé
frá veðri og fjallaóbyggðum með því
að lóga því. Rökin eru að féð brjóti
gegn reglugerðum. Er til meiri rök-
leysa?
Í öðrum löndum ganga geitur og
fleiri dýrategundir frjálsar um víð-
áttur, auðnir og fjöll, og lifa það af
án þess að vera slátrað fyrir vikið.
Það verður eftirsjá að þessum ís-
lensku útilegukindum, kraftmiklum
fórnarlömbum skammsýnna
manna.
Svo velti ég fyrir mér hvers önn-
ur dýr sem ganga úti á Íslandi eiga
að gjalda, t.d. refir og mýs. Verður
ekki að bjarga þeim líka frá því að
þurfa að bjarga sér sjálf ef lífs-
björgin reynist þeim eitthvað erfið?
Með góðri kveðju og þökk fyrir að
taka upp hanskann fyrir frjálsa
fjallaféð sem mér finnst kjarkmikið,
harðduglegt og aðdáunarvert.
GUNNAR HRAFN
BIRGISSON,
sálfræðingur.
Frjálsa fjallaféð
Frá Gunnari Hrafni Birgissyni
SIGURÐUR Grétar góður!
Mér er ljúft að hefja þetta svar
við grein þinni í Morgunblaðinu
30.10. sl. með því að minnast góðra
kynna okkar á Alþingi forðum og við
önnur tækifæri. Góð persónu-
einkenni þín koma vel fram í grein
þinni gegn skrifum mínum, sem þú
gagnrýnir stíft. En þú snýrð mér
ekki auðveldlega til þinnar skoð-
unar! Málefnaágreiningur okkar um
orsakir loftslagsbreytinga á líðandi
stund er augljós eftir sem áður.
Ef ég skil þig rétt afneitar þú
þeirri skoðun að loftslagsbreytingar
í nútímanum megi rekja að stærst-
um hluta til mannlegra lifnaðarhátta
og atvinnustarfsemi. Vissulega eru
náttúrleg öfl einnig að verki. Allt
verkar saman. En orsakir af manna-
völdum eru svo afgerandi að á þær
verður að benda og skilja áhrifamátt
þeirra. Stern lávarður er í broddi
fylkingar þeirra sem leitast við að
sýna ráðamönnum heimsins og al-
menningi fram á að byrjaðar og yf-
irvofandi loftslagsbreytingar eigi sér
aðrar orsakir en viðtekin reynslu-
saga þúsaldanna gefur í skyn. Víst
er gott að læra af reynslunni, en
menn „framreikna“ ekki mannkyns-
söguna svo glatt! Þjóðfélagsgerð og
lifnaðarhættir, atvinnustarfsemi,
samgöngur og fólksfjöldi í heiminum
hefur tekið stökkbreytingum. Lang-
tímareynslan segir ekki allt. Nú
skiptir öllu máli að kynna sér tím-
ann sem er næst okkur í mannkyns-
sögunni, tíma iðnbyltingar, heims-
valdastefnu og víðtækrar
hnattvæðingar fésýsluaflanna upp á
síðkastið. Hnattvæddur kapítalismi
er engin heimsblessun.
Eina athugasemd þína tek ég fús-
lega til greina, enda fleiri rætt það
við mig. Það var klaufalegt af mér
að uppnefna koltvísýring „eiturgas“
án gæsalappa.
Annars er allt þetta tal meira mál
en svo að það rúmist á einni örk
A-4. – Kæri Sigurður Grétar! Víst
greinir okkur á. Ég stend með Stern
lávarði, þú með hinum. Örar lofts-
lagsbreytingar – eins og nú má sjá
fram á – eru mér áhyggjuefni. Með-
fædd varfærni mín segir mér að rétt
sé að búast til varnar í þessu máli,
en láta ekki skeika að sköpuðu. Við
látum ekki óskilgreind forlög ráða,
ef mannlegum mætti verður við
komið.
INGVAR GÍSLASON,
fv. alþingismaður
Framsóknarflokksins.
Stutt svar til Sigurðar Grétars
Frá Ingvari Gíslasyni
ávaxtaðir innanlands. Hefði þetta
verið verklagsreglan á síðustu árum
hefði langtum meira af fjármunum
þeirra verið ávaxtað erlendis á síð-
ustu árum.
En nauðsyn brýtur lög. Og það
eru þær aðstæður sem við búum
við í dag. Hér er þörf á þessum
fjármunum til að byggja upp laskað
efnahagskerfi. Eftir stendur hvern-
ig það sé best gert og sitt sýnist
hverjum – vonandi verða samt sjón-
armið skynsemi og jafnréttis höfð
að leiðarljósi í því vandasama verki.
En við skulum einnig hafa í huga
að þegar efnahagslífið hefur náð
fyrri styrk á að stefna að því að
langtum stærsti hluti þessara fjár-
muna verði ávaxtaður á erlendum
mörkuðum.
Höfundur er hagfræðingur
MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út-
gáfudaga aðsendar umræðugreinar
frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt
til að hafna greinum, stytta texta í
samráði við höfunda og ákveða hvort
grein birtist í umræðunni, í bréfum
til blaðsins eða á vefnum mbl.is.
Blaðið birtir ekki greinar, sem eru
skrifaðar fyrst og fremst til að
kynna starfsemi einstakra stofnana,
fyrirtækja eða samtaka eða til að
kynna viðburði, svo sem fundi og
ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Formið er undir liðnum „Senda
inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is.
Móttaka aðsendra greina
Stepp ehf Ármúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is stepp@stepp.is
G
ra
fí
k
a
2
0
0
9
GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA
TEPPI FYRIR HEIMILIÐ
www.noatun.is
FP
MARMELAÐI
KR./STK.
269
FP GRAUTAR
4 TEGUNDIR
KR./PK.
199
JÖKLABRAUÐ
KR./STK.
249
FISKIBOLLUR
KR./KG878
GRILLAÐUR
KJÚKLINGUR
KR./KG998
VERÐ
FRÁBÆRT
Ódýrt
og gott
í Nóatúni
F
ÚRFISKBOR
ÐI
ÚR
FISKBORÐI
ERSKIR
Í FISKI
20%
afsláttur
1098