Morgunblaðið - 03.11.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.11.2009, Blaðsíða 25
Dagbók 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2009 Sudoku Frumstig 6 1 3 3 8 3 9 4 7 9 5 8 8 6 4 2 7 6 5 2 1 2 7 3 2 6 3 5 4 4 6 8 4 8 7 3 2 1 9 5 1 2 1 7 8 4 2 3 9 4 6 1 7 5 9 6 8 5 6 8 4 3 4 3 9 8 6 4 7 2 3 2 5 3 8 2 9 5 7 4 6 1 1 5 6 8 2 4 9 3 7 4 7 9 1 3 6 2 8 5 5 6 3 4 9 1 7 2 8 8 2 1 3 7 5 6 9 4 7 9 4 6 8 2 1 5 3 2 3 7 5 4 9 8 1 6 6 4 8 2 1 3 5 7 9 9 1 5 7 6 8 3 4 2 3 7 2 1 9 4 5 8 6 6 5 9 2 8 3 1 7 4 4 8 1 6 5 7 3 9 2 2 4 5 8 3 6 7 1 9 9 3 6 7 1 5 4 2 8 8 1 7 4 2 9 6 5 3 1 6 8 3 7 2 9 4 5 7 9 4 5 6 8 2 3 1 5 2 3 9 4 1 8 6 7 4 8 6 2 3 1 5 9 7 9 7 3 5 6 4 8 2 1 1 2 5 7 8 9 3 6 4 5 4 9 1 7 6 2 8 3 6 1 2 8 5 3 4 7 9 7 3 8 4 9 2 6 1 5 2 5 7 9 4 8 1 3 6 3 9 1 6 2 5 7 4 8 8 6 4 3 1 7 9 5 2 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er þriðjudagur 3. nóvember, 307. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.) Víkverji brá sér á tónleika í Ís-lensku óperunni á sunnudags- kvöldið og skemmti sér konunglega yfir söng og leik þeirra Diddúar, Jó- hanns Friðgeirs Valdimarssonar, Óskar Péturssonar og Jónasar Þóris píanóleikara. Þau sendu mikla gleði- strauma um þéttsetinn salinn (mikið yndislega eru gömlu trébekkirnir þægilegir!) og fluttu nokkur sígild sönglög, innlend sem erlend. Vík- verja var ágætlega kunnugt um hæfileika þessara stórgóðu söngvara en hann hafði ekki ímyndað sér hvað Jónas Þórir er hreint magnaður pí- anóleikari. Vel geymdur og hógvær gullmoli þar á ferð. Á milli laga fuku nokkrar gam- ansögur, oftar en ekki úr munni Óskars, sem þekktur er fyrir að taka sig lítt hátíðlega. Áður en Sólset- ursljóð sr. Bjarna Þorsteinssonar frá Siglufirði var flutt sagði Óskar ágæta sögu af Bjarna. Vaknaði klerkur upp að morgni föstudagsins langa, leit út um gluggann og sá að Siglfirðingar flögguðu víða í hálfa stöng. Hringdi Bjarni hálfvaknaður um hæl í með- hjálpara sinn og spurði hver væri dáinn. „Veistu það ekki?“ spurði meðhjálparinn undrandi og upplýsti prestinn sinn um að Jesús væri dá- inn. Þá á séra Bjarni að hafa spurt að bragði: „Jesús, hefur hann verið eitthvað slappur?“ x x x Tónleikarnir voru sem fyrr segirafskaplega léttir og skemmti- legir. Listamönnunum varð stund- um tíðrætt um kreppuna og í sömu andránni laust hugmynd niður í koll Víkverja: Að stjórnvöld fengju nú þessa ágætu listamenn til að túra um landið og létta geð landsmanna. Það er alveg jafn mikil þörf á gleði- jöfnun eins og greiðslujöfnun, og yf- irskrift tónleikanna gæti alveg eins verið: Frá suðri til norðurs og austri til vesturs með sópran í eftirdragi. Það sem gladdi Víkverja þó mest á tónleikunum var lokalagið; You’ll never walk alone. Mótbyr Liverpool- aðdáenda er mikill þessa dagana og þessi stund í Óperunni var hjart- næm. Víkverji felldi tár. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 hörundslit, 8 frá á fæti, 9 pysjan, 10 stormur, 11 sól, 13 korns, 15 él, 18 gufusúlu, 21 auðug, 22 hægja vind, 23 fengur, 24 alþekkt í landinu. Lóðrétt | : 2 starfið, 3 koma í veg fyrir, 4 saxa, 5 refurinn, 6 eldstæðis, 7 röskur, 12 nægilegt, 14 megna, 15 hrósa, 16 reika, 17 háski, 18 há- vaði, 19 vindhviðan, 20 landabréf. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 dunar, 4 þægur, 7 arðan, 8 örðug, 9 dyl, 11 berg, 13 enni, 14 eljan, 15 vörð, 17 náin, 20 urt, 22 get- an, 23 rómar, 24 riðla, 25 gerið. Lóðrétt: 1 dramb, 2 níðir, 3 rönd, 4 þjöl, 5 góðan, 6 regni, 10 yljar, 12 geð, 13 enn, 15 vogar, 16 rotið, 18 álmur, 19 nýrað, 20 unna, 21 treg. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f3 O-O 6. Be3 a6 7. Bd3 c5 8. dxc5 dxc5 9. e5 Re8 10. f4 Rc6 11. Be4 Dxd1+ 12. Hxd1 f6 13. Bd5+ Kh8 14. exf6 Rxf6 15. Bxc6 bxc6 16. Rge2 Be6 17. b3 Rg4 18. Bxc5 Bxc3+ 19. Rxc3 Hxf4 20. h3 Rf6 21. Hf1 Hf5 22. Hxf5 Bxf5 23. g4 Rd7 24. Ba3 Be6 25. Re2 Kg8 26. Rd4 Kf7 27. Hd3 g5 28. He3 Rf8 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Antwerp í Belgíu. Gamla brýnið Jan Timman (2588) frá Hollandi hafði hvítt gegn Bartosz Socko (2637) frá Póllandi. 29. Hf3+ Ke8 30. Hxf8+! Kxf8 31. Rxe6+ Kf7 32. Rxg5+ Kf6 33. Rf3 hvítur hef- ur nú léttunnið tafl. 33…Hg8 34. Bb2+ Ke6 35. Kf2 c5 36. Bc1 Kf6 37. Be3 Hc8 38. Rg5 Ke5 39. Rxh7 Ke4 40. Ke2 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Lánlaus landsliðsmaður. Norður ♠743 ♥Á1096 ♦KG4 ♣Á63 Vestur Austur ♠KG2 ♠9865 ♥85 ♥D42 ♦D9732 ♦Á6 ♣G97 ♣D1084 Suður ♠ÁD10 ♥KG73 ♦1085 ♣K52 Suður spilar 3G. Lýtalaus tækni er engin trygging fyrir farsælli niðurstöðu. Í dönsku bik- arkeppninni fór landsliðsmaðurinn Ja- cob Rön fór tvo niður á 3G, en hafði þó unnið prýðilega úr spilinu. Út kom tíg- ull – lítið úr borði, ásinn frá austri og meiri tígull. Hvernig spilaði Rön? Ef málið snerist eingöngu um hjartalitinn væri eðlilegt að staðsetja ♥D í austur í ljósi tígullegunnar. En samningurinn er sterkari en svo og Rön hugðist nýta alla möguleika. Hann spilaði fyrst spaða á tíuna. Ekki gekk það sem skyldi, austur drap á gosa og braut tígulinn. Þá svínaði Rön hjarta yfir á meinlausa manninn í austur, en hafði ekki erindi sem erfiði. Loka- tilraunin fyrir níunda slagnum var að svína ♠D, en sú svíning misheppnaðist líka. Tapað spil, en mótið unnu Rön og félagar. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú þarft að læra ýmislegt um sjálfa(n) þig með því að skoða nánustu sambönd þín. Mundu að góð skipulagning flýtir næstum hvaða verki sem er. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það er allt í lagi að vita ekki hvað tekur við. Samræður fjölskyldumeðlima eru alvarlegar og hagnýtar. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Samræður við vini og vinnu- félaga eru nauðsynlegar þessa stundina. Einbeittu þér frekar að því sem er innan seilingar. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Stundum er ekki nóg bara að heyra það sem sagt er heldur þarf líka að taka með í reikninginn hvernig hlutirnir eru settir fram. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú mátt eiga von á því að vinur þinn leiti til þín í vandræðum sínum. Farðu í gegnum málin lið fyrir lið og gríptu til við- eigandi ráðstafana. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það er auðvelt að ganga of langt í skemmtigleðinni í dag. Reyndu að ná tök- um á því þar sem þú ert alveg maður til þess að leysa þín mál. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú þarft að finna farsælan farveg fyr- ir alla þína innri orku. Það er líka tíma- bært að þú veitir sjálfum þér viðurkenn- ingu og haldir upp á áfangana sem þú hefur náð. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú heldur þig auðvitað innan þess ramma, sem yfirmenn þínir hafa sett þér. Ekki koma með lausnina. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú vilt koma skipulagi á hlut- ina þannig að þú getir lagt drög að því að fara í ferðalag eða á námskeið. Taktu þér því góðan tíma áður en þú heldur áfram. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þér hefur sjaldan vegnað jafn- vel og þessa dagana og uppskerð einfald- lega árangur erfiðis þíns. Þú notar heil- brigða skynsemi og þér mun farnast vel. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Nú eru menn samhuga um að láta hendur standa fram úr ermum og framkvæma hlutina. Mundu að dramb er falli næst. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Fólk fær góða strauma frá fisk- inum og hann nær tengslum við mik- ilvægar persónur án þess að reyna. Komdu til dyranna eins og þú ert klædd- (ur) og aðrir munu veita orðum þínum at- hygli. Stjörnuspá 3. nóvember 1956 Verslunin Kjötborg var opnuð í Búðargerði í Reykjavík. Síð- ar fluttist verslunin á Ásvalla- götu og varð víðfræg þegar heimildarmynd var gerð um hana. 3. nóvember 1978 Megas hélt tónleika í Mennta- skólanum við Hamrahlíð undir nafninu Drög að sjálfsmorði. Tónleikanna var minnst fimm- tán árum síðar en þá voru þeir nefndir Drög að upprisu. 3. nóvember 1985 Arnarflug flutti þrjá háhyrn- inga frá Keflavík til Japans. Þetta var fyrsta beina flugið milli Íslands og Japans og tók tuttugu klukkustundir. 3. nóvember 2000 Hátíðin „Ljósin í norðri“ var sett í Reykjavík. Tilgangurinn var „að virkja myrkur og kulda vetrarmánaðanna á norðurslóðum á jákvæðan hátt til listsköpunar og skemmt- unar,“ eins og Morgunblaðið orðaði það. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Ágústa Lillý Sigurðardóttir, Katrín Rós Þrastardóttir og Hjálmdís Rún Níelsdóttir héldu tombólu fyrir utan Hagkaup við Spöng og söfnuðu 13.966 kr. sem þær færðu Rauða krossi Íslands. Hlutavelta SIGURÐUR Blöndal, fyrrverandi skógræktar- stjóri, er 85 ára í dag. Sigurður býr á Kvíakletti á Hallormsstað þar sem hann nýtur afraksturs starfsævi sinnar með áþreifanlegum hætti, enda er þar blómleg skógrækt sem Sigurður hafði veg og vanda af að gróðursetja þegar hann starfaði sem skógarvörður á Hallormsstað í rúm 20 ár. „Ég hef þetta alltaf fyrir augunum og þreytist aldrei á að skoða það og fylgjast með. Hér allt í kringum húsið er lerkiskógur og aspartré sem voru gróðursett 1970, það hæsta orðið 22 metrar. Það er líka alveg ævintýralegt að koma í kaup- túnið á Egilsstöðum, það er orðið eins og skógur, við sjáum hér nýtt Ísland.“ Sigurður segir einu kvartanir sem hann heyri undan skóg- rækt lúta að skertu útsýni, því á Íslandi séu menn vanir því að hafa ótakmarkað útsýni. Hann rifjar upp ummæli Norðmanns sem kom inn í norðlenska skógarspildu eftir ferð um hálendi Íslands og hafði þá á orði: „Óskaplega er gott að koma í skóginn til þess að hvíla augun.“ Sigurður segir þetta hverju orði sannara. „Annars er mitt helsta verkefni núna að saga í eldinn og kljúfa við. Við kyndum arininn á hverju kvöldi, stofan er dauð ef ekki er eldur á arninum.“ una@mbl.is Sigurður Blöndal er 85 ára í dag Heggur daglega í eldinn Nýirborgarar Reykjavík Alexandra Agla fæddist 24 ágúst kl. 7.48. Hún vó 3.505 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Stefanía Björg Jónsdóttir og Jón Egill Jónsson. Reykjavík Tinna Katrín fæddist 28. mars kl. 17.45. Hún vó 3.380 g og var 50 cm löng. Foreldrar henn- ar eru Soffía Valgarðs- dóttir og Oddur Ingimars- son. Reykjavík Óttar fæddist 19. ágúst kl. 15.45. Hann vó 4.685 g og var 57 cm langur. Foreldrar hans eru Birta Björnsdóttir og Sveinn Logi Sölvason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.