Morgunblaðið - 03.11.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.11.2009, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2009 með, þessi? Svo heldur hún áfram að vaxa í þessari rullu sem er af svo allt öðru tagi en hún hefur áður fengist við. Nína Dögg Filippusdóttir leikur Karen, yngstu Weston-systurina – hún er fantagóð í þessu hlutverki, hún skapar meðvirknisjúkt fiðrildi svo ekki verður betur gert. Steve er hennar kærasti, Rúnar Freyr leikur skíthælinn Steve af innlifun og þokka – þokkanum sem Karen sér í honum. Rúnar er flott ógeð. Hanna María Karlsdóttir er Matt- ie, systir Violet – hún er padda, sködduð af fornum syndum. Ráðrík og óviðfelldin. Hanna María dregur þetta allt fram af listfengi. Aumkun- arverðan mann hennar, bólstrarann Charlie, leikur Theodór Júlíusson sem skilur þennan mann gjörsamlega til hlítar og skilar honum áfram af snilld – leiksigur! Son þeirra túlkar Hallgrímur Ólafsson og fer á kostum sem sá vesæli ónytjungur, bældur af meinfýsni móður sinnar. Þröstur Leó er í látlausu hlutverki lögreglustjórans, góðir leikarar leika svona rullur vel – það á við hér. Þá er ótalin indíánastúlkan sem Beverly ræður sem húshjálp í byrjun leiks. Hún heitir Johanna og það er Unnur Ösp Stefánsdóttir sem leikur þetta mikilvæga hlutverk. Hún er andinn, hún býr á háaloftinu, er í hæðunum. Hún er mátturinn sem hina skortir. Er sálin og samviskan allt í senn, hún líknar, hún nærir. Túlkun Unnar er afbragð, falleg og vandvirknislega unnin. Hilmir Snær stjórnar þessu sjón- arspili nánast óaðfinnanlega. Á stöku stað fannst mér reyndar að hefði mátt gera betur, mér fannst t.a.m. borðhaldssenan mikla alltof lokuð. Á svipuðum stað er reyndar brestur í verkinu sjálfu – kannski truflar það Hilmi þarna? Þá finnast mér of ungir leikarar í hlutverkum Karen og Steve og á þeim á að vera meiri aldurs- munur. En þetta er ekki stórt í sýn- ingu sem er þrír og hálfur tími og rennur eins og smér. Hilmir verð- skuldar lof. Sviðsmyndin er realísk, fjórði veggurinn hefur verið sneiddur burt, við horfum inn í húsið líkt og inn í dúkkuhús – þar sem, vel að merkja, engar eru dúkkurnar. Það er leikið á þremur hæðum, á þeirri fyrstu er vígvöllurinn, á aðra hæð draga menn sig sárir til hlés og safna kröftum, á þeirri þriðju býr andinn. Bækurnar, sem prýða stærsta vegginn á fyrstu hæðinni, eru virkisveggir blekking- arinnar, það sem á að sjást þegar inn er komið til marks um vitsmuni, um- hverfis vitskerta veröld heimilisins. Leikmynd Barkar Jónssonar er glæsileg. Margrét Einarsdóttir er ábyrg fyr- ir búningum, þar passar allt, og sumt er tær snilld. Útgangurinn á „litla Charles“ var t.a.m. dásamlegur og talaði sínu máli og ekki var síðra dressið á Jean Fordham. Lýsing, hljóð og leikgervi eru vel unnin. Lýsingin falsaði hitastigið á sviðinu svo unun var að sjá, óveð- ursský og drungi voru á réttum stað og stund. KK semur tónlistina, hún er flott, þvottekta amerísk stemning sem KK sjálfur, Ásgeir, Þorleifur og Stefán Már skapa og þéttmála þann- ig þessa sýningu þeim litum sem hún á að hafa og hefur. Oftast fannst mér þýðing Sigurðar Hróarssonar lipur og skemmtileg. Mér finnst samt ótækt að kalla lyfja- meðferð vegna krabbameins „efna- meðferð“, örfáir aðrir viðlíka hnökrar voru á þýðingunni sem stungu mann við hlustun. Hér eru gefnar stjörnur, fjórar og hálf, það eru þó ekki stjörnurnar sem ber að líta til. Stjörnurnar skína á Stóra sviði Borgarleikhússins, 13 stykki plús hinar, einhver x fjöldi sem vinnur á bak við tjöldin, stundum kallaðar „aðstandendur“ – ég nota það orð hér þó svo að það minni full- mikið á þá sem eftir lifa þegar ein- hver hefur dáið af ofáti, angist, pillu- áti eða öðrum harmi. ..(s)ætri angist! LISTI yfir mest sóttu kvikmyndir helgarinnar í íslenskum kvikmynda- húsum fellur niður þessa vikuna. Smáís, Samtök myndrétthafa á Ís- landi sem halda utan um þessar upp- lýsingar, sendu í gær frá sér tilkynn- ingu þar sem segir: „Vegna samn- ingsbrota og niðurstöðu endurskoð- unarskýrslu á helgaraðsókn nokk- urra mynda, sem sýndi að átt hafði verið við helgaraðsókn í nokkrum til- fellum, verður ekki aðsóknarlisti þessa viku meðan verið er að leita lausna.“ Undir þetta ritar fram- kvæmdastjóri samtakanna, Snæ- björn Steingrímsson. Blaðamaður sló á þráðinn til Snæ- björns og spurði hann að því hver hefði brotið hvaða samninga. Snæ- björn vildi ekki fara út í þau mál nán- ar en sagði þó að „ágreiningur væri innanhúss um tölur“ og því kæmu engar tölur yfir aðsókn að þessu sinni. Þó gaf Snæbjörn það upp að ágreiningur hefði komið upp innan samtakanna um „endurskoðunarferli á kvikmyndatölum“ og þær kæmu ekki fyrr en sá ágreiningur væri leystur. Blaðamaður sló þvínæst á þráðinn til Sambíóanna en þar var einnig fátt um svör. Þó fengust þau svör að framkvæmdastjóri og forstjóri fyr- irtækisins væru í útlöndum og engin yfirlýsing gefin út fyrr en þeir væru komnir til landsins aftur. Málið yrði rætt innanhúss. Síðdegis í gær sendu Sambíóin svo lista yfir tekjur og að- sókn helgarinnar að kvikmyndum í sínum bíóhúsum. helgisnaer@mbl.is Enginn Bíólisti í dag Ágreiningur er uppi innan Smáís um aðsóknartölur Matt Damon Úr kvikmyndinni The Informant! sem sýnd er í Sambíóunum. This is It kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Jóhannes kl. 4 - 6 - 8 - 10 LEYFÐ This is It kl. 5:30 - 8 - 10:30 Lúxus 9 kl. 4 B.i.10 ára Zombieland kl. 6 - 8 - 10 B.i.16 ára Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i.16 ára Friðþjófur forvitni (ísl. tal) kl. 3:40 LEYFÐ Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd með ísl. tali kl. 6 SÝND Í SMÁRABÍÓI HHH „Teikningarnar og tölvu- grafíkin ber vott um hugmyndaauðgi og er afar vönduð, sannkallað konfekt fyrir augað.” -S.V., MBL „9 er allt að því framandi verk í fábreytilegri kvikmyndaflórunni, mynd sem skilur við mann dálítið sleginn út af laginu og jákvæðan” -S.V., MBL Sýnd kl. 8 og 10:15 SUMIR DAGAR... HHHHH A.K., Útvarpi Sögu HHHHH A.G., Bylgjan HHH – S.V., MBL SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SUMIR DAGAR... NÝ ÍSLENSK GAMANMYND SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI HHH „Tímamótamynd!” – Erpur Eyvindarson, DV HHH – Sæbjörn Valdimarsson, Mbl SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI HHHH „ALVEG ÓGEÐSLEGA FYNDIN“ – ÞÞ, DV HHHH „ZOMBIELAND ER KLIKKUГ T.V. KVIKMYNDIR.IS HHHH „ AÐDÁENDUR VERÐA EKKI SVIKNIR.“ V.J.V, Fréttablaðið HHH D.Ö.J., kvikmyndir.com Bíómynd fyrir alla krakka HHH -S.V., MBL 25.000 MANNS FYRSTU 16 DAGANA! SÝND Í SMÁRABÍÓI Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:15 EINGÖNGU SÝND Í 2 VIKUR ÁÐUR ÓSÉÐ MYNDEFNI SEM HEIMURINN HEFUR BEÐIÐ EFTIRUPPLIFÐU LISTAMANNINN EINS OG ÞÚ HEFUR ALDREI SÉÐ HANN ÁÐUR. HHHHH A.K., Útvarpi Sögu HHHHH A.G., Bylgjan HHH – S.V., MBL VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! 25.000 MANNS FYRSTU 16 DAGANA! „Mynd sem þú verður að sjá í bíó til að fá tónlistina og upplifunina beint í æð.” H.A., FM 957 „Í alla staði stórskemmtileg og áhugaverð, enda söguleg.” H. K., Bylgjan „Loksins sá maður tónlistarmanninn á bak við grímuna. Gaman að skoða á bak við tjöldin og hljómurinn er einstaklega góður.” R. R., Bylgjan 600 k r. ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR! 500 KR. Á ALLAR MYNDIR, NEMA ÍSLENSKAR MYNDIR! 500 k r. 500 k r. 600 kr . 600 kr . 600 kr . 500 kr . Þú færð 5% endurgreitt í Smárabíó 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á -bara lúxus Sími 553 2075 Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.isáskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.