Morgunblaðið - 03.11.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.11.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2009 Framganga hins opinbera undirforystu fógetans fyrir vestan gegn útilegufénu, sem engum hafði gert mein, hefur ekki vakið þá hrifningu sem að var stefnt. Einhverjir töldu að þetta væri þó merki, þótt dauft væri, um að eitthvert framtak væri eftir hjá ríkisvaldinu.     Þegar ráð-herrunum varð ljós vand- læting lands- manna á fram- ferðinu brá þeim nokkuð. Ríkisstjórnin sat á fundi síðastlið- inn föstudags- morgun og þar var ákveðið að fara skyldi ofan í málið. Það skyldu ekki færri en þrír ráð- herrar gera, dómsmálaráðherr- ann, landbúnaðarráðherrann og umhverfisráðherrann. Skyldu þeir í umfjöllun sinni huga sér- staklega að dýraverndunarþætt- inum.     Á sama augnabliki og rík-isstjórnin tók þannig til óspilltra málanna tók skotmað- urinn í sláturhúsinu á Króknum við brotafénu. Ríkisstjórnin hafði sem sagt ákveðið að slá skjald- borg um það á leið þess út úr sláturhúsinu. Stundum er seint verra en ekkert.     En þessi snöfurlegu tök á varn-arlausum ferfætlingum eru þó ekki endilega á skjön við annað. Því má segja að jafnræðisreglna hafi að minnsta kosti verið gætt.     Skjaldborgin sem svo oft er bú-ið að tilkynna að hafi verið slegin um þau heimili sem verst hafa komið út úr efnahagslegum mótvindi og fárviðri hefur öll þessi sömu einkenni. Vonandi verða þeir tilburðir ekki líka verri en ekki. Sauðféð úr Tálkna Guð forði okkur frá skjaldborgum Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 3 alskýjað Lúxemborg 7 léttskýjað Algarve 23 heiðskírt Bolungarvík 2 skýjað Brussel 9 léttskýjað Madríd 16 heiðskírt Akureyri 0 skýjað Dublin 8 skýjað Barcelona 19 léttskýjað Egilsstaðir 1 alskýjað Glasgow 9 léttskýjað Mallorca 18 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 2 skýjað London 12 léttskýjað Róm 13 skúrir Nuuk -2 snjókoma París 10 léttskýjað Aþena 10 léttskýjað Þórshöfn 8 skýjað Amsterdam 11 léttskýjað Winnipeg 0 skýjað Ósló 1 slydda Hamborg 10 skýjað Montreal 7 léttskýjað Kaupmannahöfn 7 skúrir Berlín 6 skúrir New York 11 skýjað Stokkhólmur 6 skýjað Vín 5 heiðskírt Chicago 12 léttskýjað Helsinki 3 skýjað Moskva 0 snjókoma Orlando 24 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 3. nóvember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 0.10 0,4 6.17 4,2 12.33 0,4 18.34 3,9 9:19 17:05 ÍSAFJÖRÐUR 2.17 0,1 8.16 2,2 14.42 0,2 20.31 2,0 9:37 16:56 SIGLUFJÖRÐUR 4.20 0,1 10.33 1,3 16.43 0,1 23.06 1,2 9:21 16:39 DJÚPIVOGUR 3.31 2,2 9.48 0,3 15.47 1,9 21.50 0,3 8:52 16:31 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á miðvikudag Norðan og norðaustan 8-13 m/s. Slydda eða rigning NA-til en él NV-lands. Yfirleitt bjart S- og V-lands. Hiti 0 til 7 stig, hlýj- ast SA-lands. Á fimmtudag Austlæg átt, 3-10 m/s. Skýjað og dálítil væta af og til, en úr- komulítið V-lands. Vaxandi suð- austanátt með rigningu S- og V-lands um kvöldið. Heldur hlýnandi. Á föstudag Suðaustanátt með rigningu, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 1 til 8 stig, svalast NA-lands. Á laugardag og sunnudag Austlæg átt með vætu og hiti breytist lítið. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 5-13 m/s, slydda eða rigning N- og NA-lands en léttir til S- og V-lands. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast syðst. ALLT útlit er fyrir að skrifað verði undir lánasamning í vikunni á milli Orkuveitu Reykjavíkur og Evr- ópska fjárfestingabankans, EIB. Um er að ræða 170 milljóna evra framkvæmdalán, jafnvirði um 31 milljarðs króna. Um helmingur lánsins á að fara í 5. áfanga Hellis- heiðarvirkjunar og hinn helmingur- inn í fyrirhugaða Hverahlíðarvirkj- un. Vegna bankahrunsins hér á landi hefur þessi lánveiting tafist í meira en ár. Með tilliti til ástandsins hér á landi hefur bankinn aukið kröfur sínar á OR, með hærra vaxtaálagi og mögulega styttri lánstíma en 20 árum, eins og upphaflegt lánsloforð hljóðaði upp á. Voru skilmálar lánsins kynntir á stjórnarfundi OR sl. föstudag. Upp- haflega var rætt um að lánið bæri níu punkta ofan á Libor-vexti en þeir hafa verið hækkaðir upp í 40, eða 0,40%. Er það talsvert lægra vaxtastig en ríkissjóði hefur boðist en meðaltalsvextir OR hafa verið 1,25%. Guðlaugur G. Sverrisson, stjórn- arformaður OR, reiknar fastlega með að gengið verði frá láninu í vik- unni. Ekkert hafi komið upp sem sé óyfirstíganlegt. Hann segir enga tengingu á milli þessa láns og end- urskoðunar Alþjóða gjaldeyrissjóðs- ins, tímasetningin sé aðeins „skemmtileg tilviljun“. „Eins og staðan er núna er ekk- ert sem vantar nema undirskriftin. Í mínum huga er þetta gífurlega sterkt mat á Orkuveitunni og henn- ar rekstri. Einnig vonum við að þetta hafi mjög góð áhrif á aðra sem eru að sækjast eftir láni frá bönkum í Evrópu. Þessi EIB banki er leið- andi í áhættumati á bæði löndum og fyrirtækjum,“ segir Guðlaugur. Sem fyrr segir mun helmingur lánsins frá EIB bankanum fara í fyrirhugaða Hverahlíðarvirkjun. Er orkunni þaðan ætlað að fara í 2. áfanga framkvæmda við álver Norðuráls í Helguvík. Vonast Guð- laugur til að í kjölfarið fái OR lán frá Evrópska þróunarbankanum, CEB, upp á um 15 milljarða króna, sem ætlað er í Hverahlíðarvirkjun. bjb@mbl.is OR fær rúma 30 milljarða að láni Vonast einnig eftir láni Evrópska þró- unarbankans Morgunblaðið/RAX Hellisheiði Leiðir eru að opnast fyrir lán til Orkuveitu Reykjavíkur. Fix Töframassinn Hreinsar, fægir og verndar samtímis Húsasmiðjan - Byko - Fjarðarkaup - Tengi - Melabúðin - Verkfæralagerinn - Eyjatölvur Miðstöðin Vestmannaeyjum - Pottar og prik Akureyri - Rafsjá Sauðárkróki - Áfangar Keflavík Skipavík Stykkishólmi - Nesbakki Neskaupsstað - Vélaleiga Húsavíkur - Verslanir Rönning Litabúðin Ólafsvík - Tengi - Byggt og búið - SR byggingavörur Siglufirði - Núpur Ísafirði Hentar vel til þrifa á blöndunartækjum, vöskum, ryðfríu stáli, áli, kopar, messing, gleri, plasti, lökkuðum flötum, kristal, keramiki, postulíni o.fl. Svampur fylgir með - Fitu- og kýsilleysandi - Húðvænt - Náttúrulegt - Mjög drjúgt Óskaþrif Hólmavík - Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.