Morgunblaðið - 03.11.2009, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2009
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Fréttir afuppgjörs-málum
fyrirtækjanna
Haga og 1998 eru
of óljósar til að
vera viðunandi.
Menn bera fyrir sig banka-
leynd eins og endranær. Og
vissulega geta verið full rök
fyrir henni, og ríkir hags-
munir. Þó er það ekki endilega
einhlítt. Hvern á sú leynd að
verja við þessar sérstöku að-
stæður, sem eru uppi í þessu
tilviki? Bankann, svo hann
megi ganga erinda sem þorri
þjóðarinnar teldi ögrun og
hneyksli? Skuldarann, sem er
hinn sami sem reyndist skulda
þremur íslenskum bönkum vel
á annað þúsund milljarða
króna við endalok þeirra?
Fjárhæðin var meiri en allt
eigið fé þessara stofnana með-
an það taldist enn vera fyrir
hendi. Ekki löngu áður sagði
sá aðili efnislega í viðtali við
Morgunblaðið, að hann væri
svo heppinn að skulda lítið í ís-
lenskum bönkum. Slíka firru
gat hann farið með í öruggu
skjóli bankaleyndar. Er það í
henni falið að menn geti farið
með vísvitandi ósannindi og
þau megi ekki leiðrétta? Verð-
ur ekki að útskýra betur fyrir
þjóðinni en gert hefur verið að
ekkert sé undarlegt við það að
menn sem þegar hafa hlaupið
frá skuldum upp á hundruð
milljarða séu taldir
líklegir til að sitja
einhvers staðar
með sjö milljarða
eða meira í lausu
fé. Ef slíkt fé væri
til, þykir ekki eðli-
legra að það sé notað til að
grynnka á yfirgengilegum
óráðsíuskuldum, sem ella falla
á almenning í landinu? Ekkert
af þessum mikilvægu álitaefn-
um er hægt að forðast að ræða
með vísun í bankaleynd. Og
enn vekur þetta mál spurn-
inguna um það hverjir séu að
eignast íslensku bankana og á
hvaða grundvelli og með sam-
þykki hvers. Er það virkilega
svo að þjóðþingið, sem vissu-
lega er verið að niðurlægja
með Icesave-málinu, hafi ekki
burði til þess að hefja ýtarlega
rannsókn á því hvert forræði
íslensku bankanna er að fara?
Eru hinar dularfullu skila-
nefndir ekki skyldugar til að
gera hreint fyrir sínum dyrum
gagnvart þinginu?
Mikla athygli hefur vakið
hversu ólíka meðhöndlun hag-
kaupamenn virðast fá miðað
við björgólfsfeðga. Þeir síð-
arnefndu buðust til að borga
helming tiltekinna skulda. Þá
stóð ekki á að bankastjórinn og
fjármálaráðherrann tjáðu sig.
Nú eru svörin óljósari og loðn-
ari en dæmið sýnist þó tífalt
verra. Hvernig stendur á þess-
um mun?
Göngum hægt og
göngum hljótt,
þá grunar öngvan
nokkuð ljótt}
Breytileg afstaða
til bankaafskrifta
Rekstur fjöl-miðla hefur
verið mikil bar-
átta bæði hér á
landi og erlendis
á liðnum miss-
erum. Sú barátta
hefur nær ein-
göngu verið varnarbarátta.
Við þessar erfiðu aðstæður
er sérstaklega ánægjulegt
hversu vel þau tvö nýju
verkefni sem Morgunblaðið
hefur ráðist í að undanförnu
hafa skilað sér. Annað er
samstarf við Skjáinn um út-
sendingu sjónvarpsfrétta.
Morgunblaðið útvegar frétt-
irnar, sem þýðir að á bak við
þær er öflugasta fréttastofa
landsins. Árangurinn hefur
þegar sýnt sig því að frétt-
irnar hafa mælst vel fyrir –
og mælst vel. Í könnun um
hversu margir horfa á
fréttatíma sjónvarpsstöðv-
anna þriggja kemur í ljós að
fjöldi þeirra sem horfa á
fréttatíma mbl.is
á Skjánum slagar
upp í fjöldann
sem horfir á
fréttatíma hinna
stöðvanna, þó að
þær hafi áratuga
forskot.
Hitt nýja verkefnið er
gjörbreyttur og bættur
Sunnudagsmoggi. Sú metn-
aðarfulla útgáfa er ekki
sjálfsögð á tímum sem þess-
um en hún undirstrikar að
Morgunblaðið hyggst hvergi
gefa eftir í samkeppninni.
Jákvæðar breytingar sem
mæta þeirri þörf sem uppi
er hverju sinni, framúrskar-
andi efni og vönduð vinnu-
brögð eru enn sem fyrr lyk-
illinn að árangursríkri
blaðaútgáfu. Þetta er það
sem áskrifendur Morgun-
blaðsins búast við af blaðinu
sínu og einnig það sem rit-
stjórn blaðsins hefur metnað
til að veita.
Nýr sjónvarps-
fréttatími og nýr
Sunnudagsmoggi
hafa gengið framar
vonum }
Ánægjuleg nýbreytni
Þ
að er ekki lengur hægt að bjóða
þjóðinni upp á stöðuga einleiki frá
þingmönnum vinstri grænna. Sí-
felld upphlaup einstakra þing-
manna eru orðin það hvimleið að
jafnvel þolinmóðustu þegnum þessa lands ætti
að vera ljóst að nú er kominn tími til að losna
við vinstri græna úr ríkisstjórn.
Rétt er að taka fram að Steingrímur J. Sig-
fússon hefur staðið sig gríðarlega vel í erfiðu
starfi fjármálaráðherra og það ber að þakka
honum – reyndar margþakka. Hins vegar
fylgja Steingrími engar sérstakar kræsingar
þar sem þingflokkur hans á í hlut. Þjóðin þarf
hvíld frá þeim óhæfu þingmönnum vinstri
grænna sem hafa fest sig í prímadonnustælum
og spila sóló flesta daga.
Það vekur furðu hversu mikið langlund-
argeð Samfylkingin sýnir þessum mjög svo afturhalds-
sama samstarfsflokki sínum. En nú hlýtur þolinmæðin
senn að vera á enda. Samfylkingin verður að sýna vinstri
grænum rauða spjaldið. Á því hálfa ári sem þetta sér-
kennilega samkrull Samfylkingar og vinstri grænna hef-
ur staðið yfir hefur það hvað eftir annað gerst að þing-
menn vinstri grænna tala gegn stefnu ríkisstjórnarinnar
og neita að styðja mál sem hún beitir sér fyrir. Það er
ekki hægt að bjóða þjóðinni upp á þannig ríkisstjórn. Nú
er mál að linni.
Þjóðin á rétt á því að fá starfhæfa ríkisstjórn og fengi
hana með samvinnu Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.
Flokkarnir verða að ná sáttum og vinna sam-
an að bættum þjóðarhag.
Stefna Sjálfstæðisflokksins er í grunninn
heilbrigð og skynsamleg – fyrir utan hina óg-
urlegu frjálshyggju sem ákveðinn armur
flokksins tilbiður af miklum móð. Þar hafa
menn villst af leið eins og þeim hlýtur sjálfum
að vera ljóst.
Sjálfstæðismenn hafa upp til hópa mik-
ilvægan skilning á nauðsynlegri uppbyggingu
atvinnulífsins og leggjast gegn stórfelldum
skattahækkunum. Svo líta þeir ekki á peninga
sem afl illra hluta, eins og vinstri grænir gera,
heldur vita að fjármagn skapar þjóðfélagið. Í
Sjálfstæðisflokknum er síðan vaskur hópur
manna sem horfa hlýlega til Evrópusam-
bandsins. Megi sá armur Sjálfstæðisflokksins
eflast og dafna og gæfan fylgja honum alla tíð.
Harðsnúin vinstri pólitík er ekki það sem þjóðin þarf nú
á að halda. Hún þarf skynsama forystu þar sem menn eru
ekki í stöðugum einleikjum í fjölmiðlum heldur leita
lausna á vandanum. Samfylkingarmenn og sjálfstæð-
ismenn eiga nú að leggja saman og forða þjóðinni frá
þeirri glundroðapólitík sem vinstri grænir hafa skapað
með setu sinni í ríkisstjórn.
Dagar þessarar ríkisstjórnar eru vonandi senn taldir.
Þetta var vond tilraun sem var dæmd til að mistakast
vegna stöðugs upphlaups frá óróadeild vinstri grænna.
Þjóðinni allri er greiði gerður með því að það fólk setjist í
stjórnarandstöðu sem allra fyrst. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Nauðsyn á nýrri ríkisstjórn
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Þverrandi vinsældir
Bandaríkjaforseta
FRÉTTASKÝRING
Eftir Karl Blöndal
kbl@mbl.is
V
insældir Baracks Oba-
mas Bandaríkjaforseta
fara þverrandi heima
fyrir. Andstæðingar
hans gagnrýna hann af
mikilli heift og stuðningsmönnum
hans finnst hann skorta ákveðni. Í
þessari viku er ár liðið frá því að
Obama var kosinn forseti. Í kosn-
ingabaráttunni boðaði hann breyt-
ingar, en þær hafa látið á sér standa.
Í úttekt í tímaritinu Newsweek var
af þessu tilefni farið ofan í 15 kosn-
ingaloforð forsetans og var nið-
urstaðan sú að tvö hefðu verið upp-
fyllt, eitt brotið og restin hefði mætt
hindrunum eða væri í vinnslu.
Fyrstu vikurnar eftir að Obama
tók við embætti naut hann velþókn-
unar um 70% kjósenda fyrir störf
sín. Í lok apríl þegar hann hafði ver-
ið 100 daga í embætti naut hann
meiri stuðnings en forverar hans
undanfarin 20 ár höfðu gert eftir
jafn langan tíma við völd.
Í júlí voru vinsældir Obamas orðn-
ar minni en vinsældir Bush voru
hálfu ári eftir að hann varð forseti.
Á sunnudag birtist mánaðarleg
könnun Rasmussen Reports sem
sýndi að 29% kjósenda líta störf
Obamas með mikilli velþóknun, en
39% með mikilli vanþóknun. Út frá
þessum tölum er reiknaður svokall-
aður velþóknunarstuðull, sem nú
stendur í -10 hjá forsetanum, en var
-8 í október.
Í mars höfðu demókratar tuttugu
prósentustiga forskot á repúblikana,
nú er forskotið komið niður í sex
prósentustig. Þá töldu 56% Banda-
ríkjamanna að Bandaríkin væru á
réttri leið, en nú er sama hlutfall
þeirra hyggju að Bandaríkin séu á
rangri leið.
Obama tók við embætti í miðju
efnahagsfári. Hann hefur þurft að
standa fyrir gríðarlegum fjár-
útlátum úr vösum skattborgara í
björgunaraðgerðir, sem eru lítt
fallnar til vinsælda.
Bandarískt stjórnkerfi er vísvit-
andi hannað þannig að allar breyt-
ingar gerast hægt. Obama er ekki
fyrsti forsetinn, sem finnur fyrir því.
Honum er hins vegar legið á hálsi
fyrir að vera maður fagurra orða og
fyrirheita, en áhrifalaus. Til marks
um þetta er bent á að hvort sem um
er að ræða heilbrigðismál heima fyr-
ir, landtökubyggðir Ísraela, kjarn-
orkuklerka í Íran eða alþjóðlegu ól-
ympíunefndina, valdamesti maður
heims fái engu framgengt.
Dálkahöfundurinn Charles Kraut-
hammer, sem kenndur er við ný-
íhaldssemi, telur að stefna Obamas
leiði til falls Bandaríkjanna. Stöðug
sjálfsgagnrýni forsetans og afsök-
unarbeiðnir vegna hroka, pyntinga,
Hiroshima, Guantanamo, einhliða
utanríkisstefnu og skorts á virðingu
fyrir veröld múslíma grafi undan
landinu. Fjölmiðlamaðurinn áhrifa-
ríki Rush Limbaugh sakar Obama
um að gelda Bandaríkin. Það kunni
Evrópuaðallinn að meta og þess
vegna hafi hann fengið Nóbels-
verðlaunin: „Þeir vilja veikja, gelda
Ameríku og þetta er leið þeirra til að
koma hugmyndinni í umferð,“ sagði
hann.
En hefði heimurinn frekar látið að
stjórn hefðu John McCain eða
Hillary Clinton verið forsetar? Eða
hafa væntingarnar enn einu sinni
strandað á veruleikanum?
Reuters
Forsetinn Barack Obama Bandaríkjaforseti fer sér hægt og vinsældir hans
minnka. Eru kjósendur orðnir óþolinmóðir?
Miklar væntingar voru gerðar til
Baracks Obamas þegar hann
varð forseti. Nú er valdamesti
maður heims sagður án áhrifa og
gagnrýndur fyrir að fá engu
framgengt.
Þótt vinsældir Baracks Obamas
Bandaríkjaforseta kunni að hafa
dalað, er ekkert lát á áhuganum á
einkalífi hans. Í tímariti bandaríska
dagblaðsins The New York Times á
sunnudag birtist löng grein um
hjónaband forsetans. Þar kvartar
forsetinn undan því að hann geti
ekki boðið konunni sinni út án þess
að það verði pólitískt stórmál. Vísar
hann þar til þess að í vor flaug hann
með konu sinni, Michelle, til New
York og fór með henni út að borða
og á leiksýningu. Repúblikanar
gagnrýndu Obama fyrir að bruðla
með opinbert fé. Obama segir að
væri hann ekki forseti þyrftu þau
hjón ekki að hafa áhyggjur af látum
og ljósmyndurum. Hann getur
gagnrýnt athyglina, en þau hjón
hafa á hinn bóginn lítið gert til að
forðast hana og forsetaembættið
hefur opinberlega birt margar
myndir af þeim hjónum saman.
EKKERT
EINKALÍF››