Morgunblaðið - 03.11.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.11.2009, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2009 Leiksigrar vinnast sjaldan íkippum. Því er gaman aðverða vitni að því þegarslíkt gerist. Eins og fyrirsögn þessa leikdóms ætti að gefa til kynna er leikritið Fjöl- skyldan tragíkómískt verk. Þetta er fjölskyldudrama um fíkn og fláræði, mannvonsku, ást og hatur. Ógeðsleg leyndarmál og grimmar afhjúpanir. Við erum stödd á heimili Weston- hjónanna Beverly og Violet. Fljótlega hverfur heimilisfaðirinn, hið mislukk- aða ljóðskáld og ómögulegi drykk- feldi háskólakennari Beverly, úr leiknum – og þó ekki. Og þegar hann er farinn safnast fjölskyldan saman og þá byrjar nú ballið: Klassískt upp- gjör að hætti góðra leikbókmennta, amerískt uppgjör að hætti Tennessee Williams en þangað sækir Letts að mínu viti grimmdina – þó að hann kannski vilji ekki kannast við það sjálfur því það vilja allir hafa upp- diktað sína eigin grimmd. Fólk talar hér saman á þeim nótum sem best er lýst með því að vitna í hið ódauðlega leikverk Karíus og Bak- tus: „Ég ætla að höggva þar sem ég veit að það er sárt.“ Verkið er saga, svipmynd, leiftur. Flæði tungumáls, tal í kross. Ekki djúp stúdía, ekki boðun. Þetta leikrit reynir ekki að vera nema akkúrat það sem það er. Það er gott. Margrét Helga Jóhannsdóttir leik- ur hina grimmu, lyfjasjúku Violet. Leikur Margrétar er magnaður – hún sogar til sín athygli manns með öllum töfrabrögðum Thalíu, án þess að slá eina einustu feilnótu ofleiksins. Allt er svo satt og rétt í þessari túlk- un. Takk, Margrét Helga! Pétur Einarsson er Beverly, það er ekki stærsta hlutverkið í leiknum en ákaflega mikilvægt og leggur grunn- inn sem allt byggist á – hann útskýrir svo margt í byrjun verksins og gefur okkur einnig innsýn í hvernig hlut- irnir hefðu getað orðið ef … Pétur er dásamlegur í þessu hlutverki. Elsta dóttir hjónanna heitir Bar- bara, hún er svikin kona, meidd en líka grimm. Sigrún Edda Björns- dóttir hefur oft tekið hamskiptum á leiksviðinu – en þetta er eitt af henn- ar flottustu hlutverkum. Hún fer alla leið. Mann hennar leikur Ellert Ingi- mundarson – hann er viðfeldinn kar- akter sem nær sér á strik og gýs að lokum. Ellert gerir þetta allt mjög vel. Guðrún Bjarnadóttir leikur dótt- ur þeirra hjóna, ég hef ekki séð hana á sviði áður en hún lofar virkilega góðu og skapar eftirminnilega gelgju sem lifir milli tveggja elda. Einn af mörgum leiksigrum í þess- ari sýningu vinnur Jóhanna Vigdís Arnardóttir. Þarna birtist ný Hansa – oft hefur hún verið góð en hún er frábær sem miðdóttirin, Ivy Weston. Maður hugsar þegar hún birtist: Hvurn andskotann er hún að burðast Sprenghlægilegur harmur blandaður.. Borgarleikhúsið, Stóra sviðið Fjölskyldan (ágúst í Osage-sýslu), Tracy Letts bbbbm Leikfélag Reykjavíkur, frumsýning 30. október 2009. Þýðing: Sigurður Hróars- son. Leikstjóri: Hilmir Snær Guðnason. Leikmynd: Börkur Jónsson. Búningar: Margrét Einarsdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tón- list: KK. Gervi: Sigríður Rósa Bjarna- dóttir. Hljóð: Jakob Tryggvason. GUÐMUNDUR S. BRYNJÓLFSSON LEIKLIST Fjölskyldan „Margrét Helga Jóhannsdóttir leikur hina grimmu, lyfjasjúku Violet. Leikur Margrétar er magnaður – hún sogar til sín athygli manns með öll- um töfrabrögðum Thalíu, án þess að slá eina einustu feilnótu ofleiksins. Allt er svo satt og rétt í þessari túlkun. Takk, Margrét Helga!“ Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Jóhannes kl. 5:40 - 8 - 10 LEYFÐ Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 5:40 B.i. 16 ára Zombieland kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Wanted and Desired kl.5:45 - 8 - 10:15 B.i.12 ára Zombieland kl. 6 - 8 -10 B.i.16 ára Broken Embraces kl. 9 B.i.12 ára Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 6 - 9 B.i.16 ára This it It kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Capitalism kl. 6 - 9 B.i. 7 ára Zombieland kl. 8 - 10 B.i.16 ára Jóhannes kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ Guð blessi Ísland kl. 5:45 Ath. síðustu sýningar LEYFÐ Auðmenn elska peninga, en þó sérstaklega peningana þína! HHH „Ef þú sást fyrstu myndina og fílaðir hana, þá máttu alls ekki sleppa þessari!“ T.V. – Kvikmyndir.is Mikil grimmd og logandi frásögn. Lisbeth Salander er orðin klassísk og ein eftirminnilegasta persóna glæpabókmenntana. F.E. Rás 2 „Frábær eins og sú fyrsta! Heldur athygli manns allan tímann! Maður getur eiginlega ekki beðið um meiri gæði!“ –H.K., Bylgjan HHHH „Stúlkan sem lék sér að eldinum er ekki síðri en forveri hennar ... afar spennandi, takturinn betri... Michael Nykvist og Noomi Rapace eru frábær í hlutverkum sínum“ – VJV, FBL SÝND Í REGNBOGANUMSÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI HHHH ÓHT, Rás 2 HHHH – H.S., MBL SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI EINGÖNGU SÝND Í 2 VIKUR ÁÐUR ÓSÉÐ MYNDEFNI SEM HEIMURINN HEFUR BEÐIÐ EFTIR UPPLIFÐU LISTAMANNINN EINS OG ÞÚ HEFUR ALDREI SÉÐ HANN ÁÐUR. SÝND Í REGNBOGANUM www.facebook.com/graenaljosid Nýju ljósi varpað á eitt umdeildasta sakamál síðar tíma í grípandi og gríðarlega vandaðri heimildarmynd. Perla sem enginn kvikmyndaunnandi lætur fram hjá sér fara. „Mynd sem þú verður að sjá í bíó til að fá tónlistina og upplifunina beint í æð.” H.A., FM 957 „Í alla staði stórskemmtileg og áhugaverð, enda söguleg. Mynd sem ALLIR ættu að hafa gaman af.” H. K., Bylgjan „Loksins sá maður tónlistarmanninn á bak við grímuna. Gaman að skoða á bak við tjöldin og hljómurinn er einstaklega góður.” R. R., Bylgjan „Grípandi og vel unnin heimildarmynd um einhvern áhugaverðasta leikstjóra kvikmyndasögunnar. Saga mannsins er vægast sagt merkileg.“ T.V. – Kvikmyndir.is „Frábær!“ - Roger Ebert „Hárbeitt rökræða! Vönduð og snjöll.“ - The New York Times „Svo töfrandi og kraftmikil að eins hefur varla sést áður!“ - Entertainment Weekly „Gríðarlega grípandi og vel gerð!“ - The Hollywood Reporter 600 k r. Gildir ekki í lúxus 600 k r. 600 kr . 600 kr . 600 kr . Þú færð 5% endurgreitt í Háskólabíó Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og HáATH. ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIÐ GILDIR EKKI Í BORGARBÍÓI, LÚXUS, 3-D MYNDIR OG ÍSLENSKAR MYNDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.