Morgunblaðið - 03.11.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.11.2009, Blaðsíða 14
14 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2009 Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is E kki veit ég hvað er list. Ef sá sem hleður torf- vegg segist vera lista- maður – þá er það list,“ segir Helgi Sig- urðsson torfhleðslumeistari hjá Fornverki ehf. á Sauðárkróki. Hann er spurður að því hvort torfhleðsla sé list eða iðn. „Hleðslan lýtur ekki föstum reglum og sá sem hleður verður að geta brugðist við mismunandi að- stæðum, þarf að geta breytt og prjónað við til að stranda ekki. Það felst því ákveðin sköpun í þessu. En fyrir mér er þetta eins og hver önnur atvinna,“ segir Helgi. „Þetta er skemmtilegt starf og fjölbreytt. Verkefnin eru um allt land og mér hefur fundist það mest spennandi að kynnast landinu,“ seg- ir Helgi. Hann hefur hlaðið hús úr torfi og grjóti í rúma tvo áratugi og vinnur mikið að viðhaldi mannvirkja í húsasafni Þjóðminjasafnsins. Helgi er frá Stóru-Ökrum í Blönduhlíð. Þar eru leifar torfbæjar Skúla Magnússonar, síðar landfóg- eta. Helgi kynntist torfhleðslu þegar hann aðstoðaði Jóhannes Arason við að hlaða upp bæinn, þá átján ára gamall. Hann hefur verið í þessum störfum meira og minna síðan. „Ég lærði þetta fyrst hjá Jóhannesi og grjóthleðslu hjá Sveini Einarssyni og var síðan í sambandi við fleiri hleðslumenn. Þetta lærist smátt og smátt og það tók mig um fimmtán ár að læra að hlaða þannig að ég treysti mér til að gera við hvaða hús sem er án þess að klúðra því á nokkurn hátt,“ segir Helgi. Breytir sem minnstu Helgi hefur unnið mikið að við- gerðum á torfhúsum sem Húsafrið- unarnefnd annast fyrir húsasafn Þjóðminjasafnsins. „Ég byrja á því að athuga hvað er að og vinn út frá því,“ segir Helgi. „Ég reyni að hlaða veggina eins og þeir voru. Breyti engu nema það sé algerlega nauð- synlegt. Hleðslumaður verður að gæta sín á því að gera ekki allt að sínu. Það er auðvelt að rífa niður og hlaða upp nýja og flotta veggi. Það á ekki við í viðgerðum gamalla húsa, hlutverk okkar er að halda þeim við eins og þau voru,“ segir Helgi. Hann getur þess að þótt torfið sé forgengi- legt efni og í raun til að hlífa timb- urverkinu sem endist í mörg hundr- uð ár séu mörg dæmi um að vel hlaðnir veggir endist lengi, 100 til 150 ár eða lengur. „Bændurnir í Flatatungu segja mér til dæmis að hlöðuveggur þar gæti verið um það bil 200 ára gamall. Svo er ábyggilega víðar þar sem maður hefur rekist á harða veggi en þeir geta því miður ekki sagt frá því sjálfir hversu aldr- aðir þeir eru.“ Vatnið er versti óvinur torfbæj- anna. Þurrara er norðanlands en sunnan og það er ástæða þess að fleiri gömul torfhús standa eftir í Skagafirði og Eyjafirði en sunnan- lands. „Veggirnir ná að þorna vel og það tekur þá töluverðan tíma að blotna aftur í gegn,“ segir Helgi. Hann vill helst ekki þurfa að gera við sama vegginn nema einu sinni á æv- inni en segir að komið hafi fyrir að hann hafi þurft að hlaða tvisvar þar sem vatn hafi komist að. Í haust vann Helgi að viðgerðum á baðstofunni í Laufási í Eyjafirði. Stærsta einstaka viðhaldsverkið á síðustu árum var þó viðgerð á sautján húsum á Núpsstað í Fljóts- hverfi fyrir Þjóðminjasafnið. Vann hann að því verki með hléum í tvö og hálft ár. „Núpsstaður er afar sér- stakur staður sem mætti fá meiri at- hygli. Þar er ekkert hús yngra en frá 1920 og bærinn er á þessum fallega stað við Lómagnúp, og í alfaraleið.“ Hann hefur unnið mikið að viðgerð- um fyrir Þjóðminjasafnið í tæp tutt- ugu ár, ekki síst í Skagafirði og Eyjafirði. Nefna má hina fögru Víði- mýrarkirkju, ýmis hús í Glaumbæ, Nýjabæ á Hólum og Saurbæ og Hóla í Eyjafirði. Hann hefur einnig unnið ýmis verk fyrir einkaaðila. Þar má nefna 86 metra langan víkingaaldar- skála á Lófóten í Noregi. „Það er stöðugt verið að athuga eitthvað. Margir hætta við þegar þeir átta sig á kostnaðinum við vinnuna. Þetta eru í sjálfu sér ekki dýr hús, miðað við önnur, en vinnan er miklu meiri.“ Á eftir með viðhaldið Það eru ekki margir sem hafa at- vinnu af torfhleðslu. Það hvílir því á herðum fárra einstaklinga að halda þekkingunni við og skila henni til komandi kynslóða. Helga finnst þó of mikið gert úr því hvað fáir kunni til verka. „Það hafa margir starfað hjá mér í gegn um tíðina og gætu vel klárað sig af viðgerðum án hjálpar og hlaðið hvaða vegg sem er. Það eru bara svo fá verkefni. Ég er með einn mann með mér, stundum tvo, og pen- ingarnir sem veitt er til viðhalds húsanna duga ekki einu sinni til að þetta litla fyrirtæki hafi verkefni allt árið. Og fleiri eru í þessu.“ Í húsasafni Þjóðminjasafnsins eru hús hlaðin úr torfi og grjóti á yfir tuttugu stöðum á landinu, mörg hús á mörgum staðanna. Þau þarfnast stöð- ugs viðhalds. „Verkefnin eru næg, það vantar ekki. Við erum í stöðugri nauðvörn í þessum viðgerðum. Það eru settir allt of litlir peningar í við- hald húsanna og fjárveitingarnar hafa minnkað að verðgildi á hverju ári. Staðan er orðin sú að ég á erfitt með að segja hvað eigi að gera næst, þegar leitað er eftir áliti mínu. Það er erfitt að taka eitt hús fram yfir annað þegar eitthvað þarf að gera í öllum húsunum. Það er ekki bara torfið sem skemmist, það er forgengilegt, en timbrið sem á að endast lengi liggur undir skemmdum vegna fjársveltis,“ segir Helgi. Hann telur að Íslendingar standi frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun að fækka húsunum í húsasafni Þjóð- minjasafnsins og leggja áherslu á að gera almennilega við þau helstu. „Við höfum ekki fjármagn til að halda öllu. Það kostar tugi milljóna að gera upp einn veglegan bæ og hundruð millj- óna að gera upp þá stærstu. Það hef- ur verið metið að 200 milljónir þurfi til viðhalds þessara húsa á hverju ári en við höfum 40 til 50 milljónir til framkvæmda,“ segir Helgi. „Það getur enginn unnið við þetta í sjálfboðavinnu lengur, eins og þeir gerðu bændurnir í gamla daga. Ég hef það fyrir satt að Gunnlaugur í Hátúni sem gerði við húsin í Glaumbæ í tugi ára hafi lítið eða ekk- ert tekið fyrir það.“ Fer ekki vel með mann Hleðslan er líkamlega erfið vinna. „Það er líklega sérviska mín og þrjóska að hafa haldið mig við þetta starf í öll þessi ár,“ segir Helgi þegar hann er spurður að því hvað hafi haldið honum við efnið í tvo áratugi. „Svo er maður alltaf að búa eitthvað til og fær mikið út úr því að skila af sér góðu verki. Ég hef verið í þessum viðgerðum af því að ég hef mikinn áhuga á að húsunum sé haldið vel við. En þetta fer ekki vel með mann, það skal ég viðurkenna,“ segir Helgi Sigurðsson. Torfhleðsla er list ef hleðslumað- urinn segist vera listamaður  Helgi Sigurðsson torfhleðslumaður vinnur að viðhaldi mannvirkja í húsasafni Þjóðminjasafnsins  „Við erum í stöðugri nauðvörn í þessum viðgerðum“  „Það er líklega sérviska mín og þrjóska að hafa haldið mig við þetta starf í öll þessi ár“ Í HNOTSKURN »Íslendingar byggðu hús sínúr torfi og grjóti frá land- námi og fram á 20. öld. Það helgaðist af því að landið er skóglítið og ekki mikið til af steini sem auðvelt er að höggva til. Nóg er til af torfi og mold. »Torf var notað til byggingaí fleiri löndum við Atlants- haf en byggingatæknin hefur ekki varðveist annars staðar. »Torfið heitir ýmsum nöfn-um eftir því hvernig það er tekið úr mýrinni og hvernig það lítur út. Nöfnin eru mis- munandi eftir landshlutum. »Hnausar eða kekkir eins ogklömbruhnaus, hornhnaus, kvíahnaus, Glaumbæjarhnaus og snidda eru stungnir með skóflu. »Klambra er stungin eins ogþríhyrningur og eru hnaus- arnir lagðir á víxl í veggina þannig að þær mynda skám- unstur. »Snidda er fjórstungin eðasex- til sjöstungin og mis- munandi að lögun eftir fyr- irhugaðri notkun. »Torfur og strengir eru ristmeð torfljá. Þau eru lögð langsum og þversum á milli laga til að binda saman hleðslur úr hnausum. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Núpsstaður Helgi Sigurðsson vann við endurnýjun nærri tveggja tuga útihúsa á Núpsstað. Þar er merk bæjarheild frá 18. og 19. öld. Núpsstaður er einstakur staður í alfaraleið og þar hefur fjöldi ferðafólks viðdvöl. Stinga klömbru Helgi sker undir hnaus hjá Eymundi Sigurðssyni. Guðmundur Sigurðsson ber frá. Snyrting Helgi Sigurðsson snyrtir klömbruhleðsluna í stafnvegg bæjarins á Tyrfingsstöðum. Torfhleðsla er tímafrek og líkamlega erfið vinna. HELGI Sigurðsson leiðbeinir um torfhleðslu á nám- skeiðum sem Fornverkaskólinn í Skagafirði heldur. Námskeiðin hafa verið haldin á Tyrfingsstöðum á Kjálka þar sem viðfangsefnið er að byggja upp gamlan bæ. „Það hefur lengi verið áhugi á að gera upp húsin á Tyrfingsstöðum. Allir sem þangað hafa komið hafa áttað sig á því hversu mikilvægt það væri. Þar eru enn öll úti- húsin á túninu eins og verið hefur í hundruð ára og sér- stakt að geta byggt upp heila jörð. Ég vil líkja þessu við Núpsstað. Útihúsin vantar yfirleitt við söfnin, eins og í Glaumbæ og Laufási,“ segir Helgi. Byggðasafn Skagfirðinga, Háskólinn á Hólum og Fjöl- brautaskólinn á Sauðárkróki standa að Fornverkaskól- anum. Tyrfingsstaðir eru í eigu Kristínar Jóhannsdóttur og segir Helgi að hún og Sigurður Marz Björnsson, sam- býlismaður hennar, séu einstaklega jákvæð fyrir þessu starfi. Í sumar var unnið við að hlaða frambæinn og tókst að ganga vel frá honum fyrir veturinn. Búið er að hlaða fjárhús, hestarétt og fleiri mannvirki en talsvert er eftir. „Það eru ýmsar aðrar hugmyndir í gangi en við þurfum að ljúka uppbyggingunni þarna áður en farið verður að huga að öðru. Við eigum ekki langt í land með það, það þarf nokkur námskeið í viðbót.“ Helgi er nokkuð ánægður með útkomuna en getur þess að hafa verði í huga að óvant fólk sé að störfum. Það geti verið sárt að rífa niður það sem fólk hafi verið að gera og byggja upp aftur en það þurfi stundum að gera. Tilgangur Fornverkaskólans er að viðhalda þekkingu á þessum fornu vinnubrögðum. „Ég hef aldrei haft áhyggjur af því. Ef ég tapa atvinnu vegna þessarar fræðslu þá er ég ekki nógu góður sjálfur,“ segir Helgi Sigurðsson. Þarf nokkur námskeið til að ljúka verkinu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Tyrfingsstaðir Nemendur Fornverkaskólans vinna að uppbyggingu gömlu bæjarhúsanna á Tyrfingsstöðum. Að mestu var lokið við frambæinn fyrir haustið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.