Morgunblaðið - 03.11.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2009
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
ÞROTABÚ Íslenskrar afþreyingar,
áður 365 hf., hefur stefnt Rauðsól
ehf., félagi í eigu Jóns Ásgeirs Jó-
hannessonar. Krefst þrotabúið þess
að rift verði þeirri ráðstöfun Ís-
lenskrar afþreyingar að veita Rauð-
sól 155 milljóna króna afslátt af
kaupverði 365 miðla ehf. og að veita
Rauðsól frest til að greiða fimm
milljónir af kaupverðinu.
Friðjón Örn Friðjónsson, skipta-
stjóri Íslenskrar afþreyingar, segir í
samtali við Morgunblaðið að salan á
365 miðlum sé enn til skoðunar. Bú-
ið sé að taka ákvörðun um að krefj-
ast riftunar á þessum einstaka hluta
málsins, en þessi stefna útiloki ekki
þann möguleika að síðar verði gerð
krafa um að kaupunum í heild verði
rift.
Þann þriðja nóvember 2008
keypti Rauðsól alla hluti í 365 miðl-
um af 365 hf. Þann 20. nóvember
sama ár var ákveðið að breyta nafni
365 hf. í Íslenska afþreyingu hf.
Kaupverð var ákveðið 5,9 milljarðar
króna og átti Rauðsól að greiða 1,5
milljarða í reiðufé og taka yfir 4,4
milljarða skuld 365 hf. við Lands-
bankann.
Höfðu allar upplýsingar
Hefur Rauðsól greitt 1.340 millj-
ónir króna á grundvelli samningsins,
en þann 25. maí í ár gerðu Íslensk
afþreying og Rauðsól með sér samn-
ing um að síðarnefnda fyrirtækið
skyldi fá 155 milljóna króna afslátt
af kaupverðinu. Segir í samkomu-
laginu að efnahagur 365 miðla hafi
ekki sýnt rétta stöðu þegar kaup-
samningurinn var gerður. Hafi kom-
ið í ljós að 365 miðlar eigi 775 millj-
óna króna kröfu á hendur Íslenskri
afþreyingu og að þessi krafa rýri
eigið fé 365 miðla. Í stefnu skipta-
stjóra segir að í kaupsamningnum
sé engin ákvæði að finna um að eigið
fé skuli vera að tiltekinni fjárhæð,
né að 365 miðlar eigi enga kröfu á
Íslenska afþreyingu. Því hafi hinn
155 milljóna króna afsláttur falið í
sér gjöf til Rauðsólar.
Þá hafi Rauðsól mátt hafa allar
upplýsingar um fjárhag 365 hf er
kauptilboðið var lagt fram. Skuld
365 hf. við 365 miðla hafi legið fyrir í
bókhaldi hvors félags um sig. Einnig
hafi Jón Ásgeir Jóhannesson setið í
stjórn bæði 365 hf. og 365 miðla þeg-
ar kauptilboð var gert. Því hafi eng-
in rök verið fyrir því að veita um-
ræddan afslátt.
Segist Friðjón búast við því að
efnislegur dómur héraðsdóms liggi
fyrir á fyrri hluta næsta árs.
Krefst riftunar á afslætti
Rauðsól ehf. fékk 155 milljóna króna afslátt af kaupverði á 365 miðlum
Skiptastjóri ÍA krefst riftunar á afslætti Útilokar ekki frekari málshöfðanir
Morgunblaðið/Kristinn
● ÓVENJULÍTIL velta var á skulda-
bréfamarkaði í gær og nam hún að-
eins tæpum 4,9 milljörðum króna.
Hækkaði skuldabréfavísitala GAMMA
um 0,04 prósent. Verðtryggður hluti
vísitölunnar hækkaði um 0,05 pró-
sent, en óverðtryggði hlutinn lækkaði
hins vegar um tæpt 0,01 prósent.
Skuldabréfavísitalan er reiknuð
og birt af GAM Management hf, sem
er ráðgjafar- og sjóðastýringarfyr-
irtæki sem sérhæfir sig í skulda-
bréfaviðskiptum.
Sýna skuldabréfavísitölurnar hlut-
fallsvigtaða heildarávöxtun helstu
skuldabréfa á markaði, en í vísitöl-
unni eru íbúðabréf, ríkisskuldabréf
og spariskírteini. Skilyrði fyrir því að
bréf séu tekin í vísitöluna er að á
þeim sé viðskiptavakt og að lengra
en sex mánuðir séu í lokadag bréfs-
ins.
Heildarávöxtun þýðir að vaxta-
greiðslur og afborganir eru endur-
fjárfestar í vísitölunni og vigtun ein-
stakra flokka miðast við
markaðsverðmæti hvers bréfs í hlut-
falli af heildarverðmæti skuldabréfa í
vísitölunni. bjarni@mbl.is
Lítil velta á skulda-
bréfamarkaði í gær
FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur
sektað nokkur sveitarfélög og fyr-
irtæki vegna brota á lögum um
verðbréfaviðskipti. Undirgangast
þessir aðilar sektargreiðslur eftir
sáttagjörð við FME og nema sekt-
irnar frá 350 til 650 þúsund króna.
Felast flest brotin í því að hafa
skilað of seint til FME listum yfir
fruminnherja og fjárhagslega
tengda aðila, eða allt að 18 mán-
uðum of seint. Sveitarfélögin sem
um ræðir eru Ísafjarðarbær, Norð-
urþing, Mosfellsbær, Fljótsdals-
hérað og Fjarðabyggð. Félögin eru
tölvuleikjafyrirtækið CCP og Hekla
Fasteignir, sem tengist ekki bíla-
og vélaumboðinu Heklu.
Hafa Ísafjarðarbær og Hekla
Fasteignir aldrei skilað lista yfir
fjárhagslega tengda aðila síðan raf-
rænt skýrslukerfi FME var tekið í
notkun í desember árið 2006.
Hæstu sektina greiða Ísfirðingar.
Frá áramótum hefur FME af-
greitt alls 82 viðurlagamál, þar af
hefur 45 lokið með sátt og sekt-
argreiðslum. Til samanburðar lauk
aðeins einu máli með sátt á síðasta
ári. Stjórnvaldssektir eru orðnar
fimm, jafnmörgum málum hefur
verið vísað til ríkissaksóknara,
tveimur verið vísað til efnahags-
brotadeildar ríkislögreglustjóra og
alls hefur 25 málum verið vísað til
sérstaks saksóknara. bjb@mbl.is
Innherjalistum skilað
seint og illa til FME
● GREINING Íslandsbanka spáir því að
peningastefnunefnd Seðlabankans
lækki stýrivexti bankans á fimmtudag
um 0,5 til 1,0 prósentustig, eða fari úr
12% í 11-11,5%. Eru meiri líkur taldar á
lækkun um 0,5 prósentustig. Vitnað er
til yfirlýsingar Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins, AGS, um framþróun í uppbyggingu
fjármálakerfisins og fjármálum hins op-
inbera. Það hafi styrkt tiltrú og aukið
svigrúm fyrir hóflega lækkun vaxta.
Þá segir í Morgunkorninu að innláns-
vextir Seðlabankans verði lækkaðir um
0,25 prósentustig, niður í 9,25%. Þá
reikna sérfræðingar bankans með að
tilkynnt verði um aukavaxtaákvörð-
unardag í desember. Góðar líkur séu á
frekari vaxtalækkun í því skrefi.
Líkleg vaxtalækkun um
hálft prósentustig
● GENGI krón-
unnar styrktist um
1% í gær í þó
nokkrum við-
skiptum og endaði
gengisvísitalan í
235,25 stigum.
Gengi Bandaríkja-
dals endaði í
123,95 krónum,
evru í 183,70 krónum og pundið í
203,20 krónum, samkvæmt upplýs-
ingum frá gjaldeyrisborði Íslandsbanka.
Beat Siegenthaler, gjaldeyrissér-
fræðingur hjá TD Securities, segir í við-
tali við Forbes tímaritið, að lítil viðskipti
hafi verið með krónur á erlendum
mörkuðum eftir að gjaldeyrishöftum
var aflétt að hluta. Segir hann að þetta
sé aðeins fyrsta skrefið í átt að frjáls-
um gjaldeyrisviðskiptum. Eins og stað-
an sé nú séu enn of miklar hindranir í
veginum fyrir raunverulegum við-
skiptum með íslenskar krónur. bjar-
ni@mbl.is
Krónan styrktist í gær
ÞETTA HELST ...
● VIÐSKIPTI í
kauphöllum Nas-
daq OMX Nordic
jukust í október,
miðað við mán-
uðina á undan.
Meðalvirði við-
skipta á dag með
hlutabréf var 465
milljarðar króna,
borið saman við 391 milljarð síðustu 12
mánuði. Meðalfjöldi viðskipta á dag var
yfir 223 þúsund, miðað við um 213 þús-
und síðustu mánuði. Í október voru að
meðaltali gerðir 586 þúsund afleiðu-
samningar á dag, þar með 104 þúsund
skuldabréfasamningar. Samningar með
hlutabréfaafleiður voru um 274 þúsund.
Aukin kauphallavelta
INDLAND BÝÐUR ÍSLAND VELKOMIÐ
Rahul Chongtham viðskiptafulltrúi og Deepika Sachdev,
viðskiptafulltrúi ferðamála við sendiráðið í Delí, hitta fulltrúa
íslenskra fyrirtækja sem vilja leita markaðsráðgjafar á
umdæmissvæðum sendiráðsins. Fundirnir verða haldnir á
skrifstofu Útflutningsráðs, Borgartúni 35.
Auk Indlands eru umdæmislönd sendiráðsins: Bangladess,
Indónesía, Malasía, Maldíveyjar, Máritíus, Nepal,
Seychelles-eyjar, Singapúr og Srí Lanka.
Viðskiptatækifæri í ferðaþjónustu, orkumálum,
upplýsinga- og símatækni
Morgunverðarfundur 4. nóvember kl. 08.45–10.00 á Grand
Hótel; viðskiptatækifæri í ferðaþjónustu á Indlandi.
Morgunverðarfundur 5. nóvember kl. 08.45–10.00 á 6. hæð
í Borgartúni 35; viðskiptatækifæri í orkumálum, upp-
lýsingatækni og símaþjónustu.
Bókun viðtala og skráning á morgunverðarfundi fer fram
í síma 511 4000 eða með tölvupósti,
utflutningsrad@utflutningsrad.is. Nánari upplýsingar
veita Andri Marteinsson, andri@utflutningsrad.is
Hermann Ottósson, hermann@utflutningsrad.is
Viðskiptafulltrúar Íslands í Delí
í heimsókn 5. og 6. nóvember
www.utflutningsrad.iswww.utn.stjr.is