Morgunblaðið - 03.11.2009, Blaðsíða 28
28 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2009
Fyrsta eintakið af nýjustu
spennusögu Arnaldar Indr-
iðasonar, Svörtuloftum, mun hafa
verið selt í Iðu eina mínútu yfir
miðnætti þann 1. nóvember. Það
var Arndís Sigurgeirsdóttir sem
afhenti Sindra Snæ Alfreðssyni
fyrsta selda eintakið af bókinni en
Sindri Snær mætti um miðnætti til
að kaupa fyrsta eintakið handa
mömmu sinni.
Þá segir einnig af starfs-
mönnum Eymundsson sem tóku í
liðinni viku, frá þriðjudegi, við
pöntunum á bókinni í forsölu og
keyrðu hana heim til viðskiptavina
í fyrradag. Á annað hundrað við-
skiptavina fékk bókina senda heim
og glóðvolgar, nýbakaðar kleinur
með í kaupbæti. Kleinur og
krimmi, sum sé.
Svörtuloft handa
mömmu og kleinur
Fólk
FYRRI þáttaröðin af Heilsubælinu er komin út á
mynddiski með aukaefni. Þættirnir voru fram-
leiddir af Gríniðjunni og Íslenska sjónvarps-
félaginu árið 1987 og urðu samtals átta. Í þeim
segir frá furðulegu starfsfólki og sjúklingum
Heilsubælisins í Gervahverfi.
Edda Björgvinsdóttir skrifaði þættina ásamt
Ladda og Gísla Rúnari. Hún bjóst ekki við að
þeir yrðu svona langlífir. „Það er alltaf svo mikil
ráðgáta þegar maður kemur nálægt hlutum
hversu vinsælt efnið verður. Ég bjóst ekki við að
Heilsubælið, Stella í orlofi og Áramótaskaupið
1984 yrði það sem lítil börn 2009 hrópa á mann
út á götu út af,“ segir Edda. „Það er ómögulegt
að segja með grín hvort það verður költ og
trend, Heilsubælið virðist hafa orðið það, það lif-
ir sem er æðislega skemmtilegt enda lögðum við
sál okkar í þetta,“ segir Edda.
Spurð að því af hverju hún haldi að það sé enn
svona vinsælt segir Edda að það sé líklega einum
manni mikið að þakka. „Óneitanlega horfir mað-
ur á einn mann sem heitir Þórhallur Sigurðsson,
Laddi, sem er búinn að vera snillingur í áratugi
og einn af þeim sem að þjóðin hefur elskað út af
lífinu alla tíð. Þarna sýnir hann ótrúlega snilld
en auðvitað eru allir leikararnir með takta sem
ég vildi flokka undir snilldartakta,“ segir Edda
og blaðamaður bætir við að hún sé þar með talin.
„Þakka þér fyrir, gott að þú sagðir það,“ segir
hún og hlær.
Laddi fer með hlutverk Dr. Saxa í Heilsubæl-
inu en aðrir leikarar í þáttunum eru, ásamt hon-
um og Eddu, Gísli Rúnar, Pálmi Gestsson og Júl-
íus Brjánsson. ingveldur@mbl.is
Heilsubælið í Gervahverfi orðið að költ-fyrirbæri
Heilsubælið Í endurnýjun lífdaga.
Allt lítur út fyrir að tónlist-
armaðurinn Páll Óskar Hjálmtýs-
son verði næsti forseti lýðveldisins
Íslands a.m.k ef Facebook fær að
ráða. Þar hefur verið stofnuð síða
fyrir þá sem vilja sjá Pál Óskar
sem næsta forseta. Allt lítur út
fyrir að hann njóti þess stuðning
sem þarf til forsetaframboðs en nú
hafa yfir tvö þúsund manns lýst yf-
ir stuðningi við framboð hans.
Á síðunni segir að ekki þurfi að
tíunda kosti Páls Óskars fyrir
neinum. Hann sé nú þegar sú
manneskja sem fyrst sé hringt í
þegar eitthvað mikilvægt gerist og
kalla þarf til hátíðarhalda með
stuttum fyrirvara. Þar að auki
kann hann að syngja, klæða sig og
spara.
Páll Óskar hefur nægan tíma til
að undirbúa framboð sitt en næstu
forsetakosningar verða árið 2012.
Ætli Palla sé ætlað stærra hlut-
verk en að vera skemmtanakóngur
Íslands?
Margir vilja fá herra
Pál Óskar á Bessastaði
Þeir sem eru með áskrift að Rík-
issjónvarpinu ættu að stilla á það
klukkan níu í kvöld. Þá verður sýnd
heimildamyndin Konur á rauðum
sokkum. Myndin er eftir Höllu
Kristínu Einarsdóttur og hlaut
áhorfendaverðlaunin á heim-
ildamyndahátíðinni Skjaldborg sem
fór fram fyrr á þessu ári.
Í Konur á rauðum sokkum er
fjallað um tíu ára starfsferil hinnar
íslensku Rauðsokkahreyfingar.
Hreyfingin var stofnuð fyrir þrjátíu
árum og barðist fyrir réttindum
kvenna. Í myndinni segja nokkrar
þeirra sem tóku þátt sjálfar sögu
einnar umdeildustu og litríkustu
hreyfingar Íslandssögunnar.
Rauðsokkahreyfingin
í Ríkissjónvarpinu
Eftir Ingveldi Geirsdóttur og Helga Snæ Sigurðsson
N
ýjasta breiðskífa Ragnheiðar Grön-
dal, sú sjötta sem hún sendir frá
sér, ber hið furðulega nafn Trega-
gás. Á henni má finna 12 þjóðlög
úr þjóðlagabók séra Bjarna Þor-
steinssonar og er platan sjálfstætt framhald af
plötunni Þjóðlög sem Ragnheiður sendi frá sér
fyrir þremur árum. Ragnheiður virðist vera heill-
uð af íslenskum þjóðlögum og því er fyrsta
spurningin þessi: Hvað er það sem heillar hana
við þau? „Treginn sem endurspeglar veruleika
forfeðranna og tengingin við það hvaðan maður
kemur,“ svarar Ragnheiður.
Hvers vegna ákvaðstu að gera framhald af
Þjóðlögum?
„Þjóðlögin eru svo mörg að þau eru efni í
miklu meira en eina plötu. Auk þess eru þau
þjóðlög sem venjulega eru flutt og fólk þekkir,
bara lítið brot af þeim lögum sem liggja fyrir.“
Hvað réð lagavalinu fyrir þessa plötu?
„Ég fylgi innsæinu þegar ég vel eða sem nýtt
efni og annað hvort vel ég texta sem ég tengi við,
eða fletti bara upp á einhverju lagi, því ég trúi
því að það sé ekki til neitt sem heitir tilviljun.
Svo fór ég bara með lögin á hljómsveitaræfingu
og við útsettum þau í sameiningu.“ Ragnheiður
segir hægt að fara í endalausar áttir með ís-
lensku þjóðlögin. „Ég gæti alveg hugsað mér að
taka þetta konsept eins og langt og ég get farið
með það. Þetta er alveg yndislega opið efni og
gefur möguleika á því að farið sé í ólíkar áttir,“
segir hún.
Áttu þér uppáhaldsþjóðlag?
„Já, ég held að það sé „Blástjarnan“ sem var á
hinni plötunni. Einnig finnst mér alveg yndislegt
að finna svona fallegt lag við „Verndi þig englar“
sem er mjög þekkt vögguvísa. Ég hugsa alltaf
um litla frænda minn, hann Hauk Guðjón.“
Eins og sjálfsagður hlutur
Hvað var haft í huga við útsetningu laganna?
„Hugmynd okkar var að spila þessa tónlist eins
og hún væri sjálfsagður hlutur af götunni. Iðkun
og flutningur íslenskrar þjóðlagatónlistar á sér
enga lifandi hefð eins og hjá öðrum þjóðum, sbr.
Íra ef við lítum okkur nær. Hún hefur frekar ver-
ið á könnu klassískra útsetjara eða hjá áhuga-
fólki sem nálgast efniviðinn á sögulegum for-
sendum með „períóðu“-hljóðfærum eins og
langspili o.s.fv. Við vildum nálgast efniviðinn sem
hverja aðra heimstónlist og keltnesk, márísk og
balkönsk áhrif voru til grundvallar í hryn og
hljómfalli. Markmiðið var að tónlistin yrði lifandi
form og hilla í skápi heimstónlistarinnar.“
Lögin eru mjög þjóðlega flutt, ef svo er hægt
að komast að orði. Þú sækir augljóslega í hefðina.
„Já, það er rétt að við flytjum þetta eins og
þjóðlagatónlist en ef við lítum til þess hvað er
þjóðlegt á Íslandi þá dettur mér nú frekar í hug
karlakór eða harmónikka á síldarplani.“
Hvað er Tregagás?
„Tregagás er eftirnafn norskrar nornar sem
hét Ragnhild Tregagás og var líflátin árið 1325
fyrir svartagaldur gegn manni sem vildi ekki
giftast henni. Ég eyddi miklum tíma í að leita að
nafni sem passaði við plötuna og hefði tengingu
við tónlistina og datt niður á Tregagás og fannst
það passa svo vel. Við erum nefnilega að reyna að
leggja álög á fólk með músíkinni.“
Á að reyna að kynna öðrum þjóðum íslensku
þjóðlögin, kannski gefa þau út í Þýskalandi?
„Það væri náttúrulega draumastaða, ég er með
augastað á tveimur fyrirtækjum og er að vinna í
að ná samstarfsgrundvelli við annað hvort þeirra.
Hins vegar er markaðurinn frekar breyttur með
öllu internetflæminu og það gæti líka bara verið
kúl að hafa þetta exklúsíft og selja þetta sjálfur í
gegnum alnetið og Senu. Ég bjartsýn á að finna
útgefanda en það snýst um að vera á réttum stað
á réttum tíma.“
Pikköpp-lína sem var mikið notuð
Sumir myndu segja að það væri ekki töff fyrir
unga tónlistarkonu eins og þig að eyða svona
miklum tíma í íslensku þjóðlögin. Ertu svona
gömul sál eða eru þjóðlögin bara svöl?
„Það að segja einhverjum að hann væri gömul
sál er pikköpp-lína sem einn úr bandinu mínu
notaði mikið og það virkaði vegna þess að kon-
urnar þóttust hafa hitt þann er áttaði sig á því
hversu djúpan skilning þær hefðu á tilverunni.
Þjóðlagatónlist hefur aldrei verið jafnmikið
stunduð eins og núna og á síðustu áratugum af
ungu fólki. Hún komst fyrst á dagskrá hjá meg-
instraumnum á 7. áratugnum og hefur aldrei ver-
ið litið jafnmikið til hennar og einmitt nú. Ég er
örugglega gamaldags eins og flestir listamenn
eru í hjarta sínu, annars er engin leið að henda
reiður á því hvað er að vera nýmóðins í dag.“
Hvernig er lífið í Berlín? Ertu búin að vera að
vinna mikið í tónlist þar?
„Berlín er alveg yndisleg borg, það sem gerir
hana sérstaka er hvað það er afslappað andrúms-
loft hérna þótt það sé hrærigrautur af ólíkum
hlutum að gerast. Ekki sama stressið og í
Reykjavík og ekki eins mikil geðveiki og í New
York. Ég er nú mest bara að bóhemast, drekka
hveitibjór og kynnast nýju áhugaverðu fólki og
semja ný lög þegar andinn kemur yfir mig.“
Tónlist með erindi
Hvað er næst á dagskrá hjá þér? Plata með
frumsaminni tónlist kannski?
„Já, það kemur alltaf plata með frumsömdu
efni fyrr eða síðar en hins vegar upplifi ég alltaf
togstreitu á milli þess hvort ég á að syngja á ís-
lensku eða ensku. Ég elska mest af öllu að syngja
á íslensku því hún er fallegasta og ljóðrænasta
tungumál í heimi en ég elska líka þegar fólk skil-
ur mig.“
Verða haldnir útgáfutónleikar hér heima?
„Við ætlum að reyna að spila eins oft og við
getum þegar við komum heim í desember, m.a. á
Akureyri og í Vík í Mýrdal en þangað á ég ættir
að rekja. Hinir opinberu útgáfutónleikar verða
svo haldnir á Nordica 10. desember og Danni vin-
ur okkar sem flutti inn Jethro Tull ætlar að sjá
um að skipuleggja þá fyrir okkur.
Ég hefði getað valið mér hefðbundnari tón-
leikastað eins og Fríkirkjuna en mig langar til að
fólk geti farið á barinn og drukkið bjór meðan
það hlustar á íslenska þjóðlagatónlist,“ segir
Ragnheiður. „Mér finnst þessi tónlist eiga mikið
erindi til fólks akkúrat núna á þessum tímum og
það er hægt að setja marga textana í samhengi
við það sem er að gerast,“ segir hún að lokum.
Vill leggja álög á fólk
Sjötta breiðskífa Ragnheiðar Gröndal, Tregagás, kemur út í dag
Platan er sjálfstætt framhald plötunnar Þjóðlög frá árinu 2006
Ragnheiður Gröndal hefur nú gefið út sex
sólóplötur. Þær eru Ragnheiður Gröndal
(2003) en hún innihélt djassstandarda; Vetr-
arljóð (2004) sem innihélt íslensk þjóð- og
jólalög; After the Rain (2005) með frumsam-
inni tónlist; Þjóðlög (2006) þar sem innihald-
ið var, jú, þjóðlög og svo Bella and Her Black
Coffee (2008) sem geymir frumsamin lög.
Nú bætist við sú sjötta, Tregagás. Ragnheið-
ur hefur verið tilnefnd til Íslensku tónlist-
arverðlaunanna þrisvar: árið 2003 sem besti
nýi tónlistarmaðurinn, söngvari ársins ári
síðar og sama ár fyrir plötu ársins.
Sex sólóplötur
Tregagás
Ljósmyndin
sem prýðir
plötuna var
tekin af Gunn-
ari Sandberg.