Morgunblaðið - 03.11.2009, Blaðsíða 7
7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2009
innar skuldar upp á tvo milljarða,
en Jón Ásgeir var meðal eigenda fé-
lagsins.
Bent hefur verið á að þegar lán
1998 var fært yfir í Nýja Kaupþing
úr gamla bankanum hafi afskrift átt
sér stað. Með öðrum orðum muni
hugsanleg afskrift á láni 1998 ekki
lenda að fullu á Nýja Kaupþingi,
heldur einnig erlendum kröfu-
höfum. Finnur vill ekki upplýsa á
hvaða verði lánið var fært yfir til
Nýja Kaupþings: „Það er mál milli
nýja og gamla bankans og tengist
uppgjöri milli þeirra.“
Ábyrgð eigenda á lánum 1998
Í lánabók gamla Kaupþings sem
lekið var á vefinn kemur fram að
veðið að baki láni 1998 sé 95,7%
hlutur í Högum og 35% hlutur í
Baugi, sem nú er gjaldþrota. Jafn-
framt kemur fram að eigendur fé-
laganna séu í hlutfallslegri ábyrgð
fyrir lánunum. Gaumur ehf. er eig-
andi 1998, en Jón Ásgeir Jóhann-
esson og fjölskylda eiga ríflega 82%
í því félagi, og ábyrgð Gaums á lán-
um 1998 því í samsvarandi hlut-
föllum.
Hagar um 20 milljarða virði
Sé litið til annarra félaga sem eru
í sambærilegum rekstri og Hagar
er hægt að finna út meðaltal ýmissa
margfaldara sem notaðir eru til að
ákvarða virði fyrirtækja. Slíkir
margfaldarar taka tillit til efna-
hags, stöðu, veltutalna og fram-
legðar fyrirtækja. Með því að
reikna meðaltal þeirra margfaldara
út frá reikningum erlendra félaga í
sambærilegum rekstri og Hagar er
niðurstaðan sú að Hagar séu líklega
um 20 milljarða virði, sé miðað við
ársreikning félagsins fyrir fjárhags-
árið sem endaði í febrúar 2008, en
það er nýjasti ársreikningur Haga
sem liggur fyrir.
Hvað græðir Nýja Kaupþing?
Rætt hefur verið um að Jón Ás-
geir og tengdir fjárfestar komi inn
með 5-7,5 milljarða króna til að
tryggja sér 60% eignarhald á Hög-
um, og Nýja Kaupþing myndi þá
eignast 40% á móti. Í ljósi þess að
Hagar og 1998 skulda samtals 60
milljarða eða meira er ljóst að lítið
ávinnst með að setja 5-7,5 milljarða
inn í slíkt félag án þess að til tug-
milljarða afskrifta komi. Því er vert
að spyrja þeirrar spurningar hvaða
hugsun gæti legið að baki þeirri
mögulegu ákvörðun Kaupþings að
afskrifa tugi milljarða gegn því að
fá 40% hlut í fyrirtæki sem er 20
milljarða virði. Jafnframt yrði
Kaupþing minnihlutaeigandi í fyr-
irtækinu, ef farin yrði sú leið sem
er reifuð hér að ofan.
Miðað við þær forsendur að sjö
milljarða hlutafjárframlag skili Jóni
Ásgeiri og tengdum aðilum 60%
hlut í Högum er fyrirtækið verð-
metið á 11,7 milljarða í þeim hugs-
anlegu viðskiptum, sem er talsvert
lægri fjárhæð er minnst var á í
verðmatinu að ofan sem miðaðist
við hefðbundna margfaldara.
útilokaðir frá Högum
Morgunblaðið/Golli
Tapaði „vonandi ekki neinu“ Þegar bankastjóri Nýja Kaupþings, Finnur Sveinbjörnsson, var inntur eftir því
hversu mikið hefði tapast á viðskiptum við Jón Ásgeir Jóhannesson var svarið einfalt: „Vonandi ekki neitt.“
Í GÆR óskuðu
þingmenn Sjálf-
stæðisflokks eftir
fundi í við-
skiptanefnd Al-
þingis þar sem farið
er fram á að stjórn-
endur banka svari
hvaða reglur gilda
um skuldameðferð
og fjárhagslega
endurskipulagningu. „Til að koma á
trausti á fjármálamarkaði er nauðsyn
að stjórnvöld og bankar komi með
gegnsæjar reglur. Um 60 til 70% fyr-
irtækja í landinu búa við skuldavanda
en í aðstoð má ekki ganga þannig
fram að önnur fyrirtæki betur stödd
geti ekki keppt við þau,“ segir Guð-
laugur Þór Þórðarson þingmaður
Sjálfstæðisflokks. sbs@mbl.is
Vilja gegn-
sæjar reglur
Guðlaugur Þór
Þórðarson
HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ
BERÐU SAMAN VERÐ OG ÞJÓNUSTU VIÐ BÖRN
NÆST ÞEGAR ÞÚ FLÝGUR
HVERS VEGNA VELUR ÞÚ ICELANDAIR?
• Í afþreyingarkerfinu um borð er úrval af góðu barnaefni, íslensku og erlendu.
• Öll börn fá barnabox með mat.
• Við bjóðum börnunum teppi, kodda og heyrnartól.
• Börnin geta litað og skrifað á póstkort sem við sendum fyrir þau til viðtakanda.
AFSKRIFTIR
Nýja Kaupþings á
skuldum Haga
skapa sögulegt
tækifæri til að end-
urskipuleggja smá-
sölumarkaðinn.
Þetta segir Gísli
Tryggvason um-
boðsmaður neyt-
enda. „Nú ættum við að sýna frum-
kvæði og skipta þessari keðju upp og
auka samkeppni neytendum til hags-
bóta,“ segir Gísli sem telur eðlilegt
að Hagar verði seldir hæstbjóðanda.
Sögulegt
tækifæri
Gísli Tryggvason
www.mbl.is/sjonvarp
Tækifæri til að auka