Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.04.1944, Qupperneq 7

Skólablaðið - 01.04.1944, Qupperneq 7
í ysi daganna, alls kostar óvísindalegum minningum um óbrotna gleði æskuáranna, um samvistir við systkini, um mjúka móður- hönd, um sjálfskaparsigra, sem aðrir vissu ekki af? Fjarri er það mér að vantreysta vísind- unum, en ég oftreysti þeim ekki. Þau hafa gefið mikið og munu gefa meira. Langlífi, farsæld og frið geta þau gefið, ef rétt er á haldið. — En okkar allra bíður sú stund nær eða fjær, er við sjáum veröldina sigla burt með öllum sínum lystisemdum og við svelgjumst í hið mikla djúp tortímingaring- arinnar. Hvað gagnar okkur þá þessi 300 ára þekking nútímans, vald hans og hraði ? Hvað stoðar þá i hinni hinztu angist? — Suma sefar trú, aðra eldmóður, hinum þriðju duga deyfandi lyf. En fyrir alla þá, sem ekki eiga þessa kosti, veit ég aðeins eitt hjálparráð. Það er sú innfjálga ró, sem grær upp af góðu hugarfari og hreinu líferni. Fáir hafa hlotið hana í vöggugjöf, en flestir geta áunnið sér hana með því að rækta sjálfa sig, efla góð- vild sína og vitsmuni, stilla ástríðum og ósk- um í hóf, læra að meta þá fjölbreyttu fegurð, sem vex líkt og villiblóm með vegum sér- hvers manns. — En það er oftar en í hinu hinzta stríði, sem þessi ró reynist vel. Hve- nær aem kreppir að, hvenær sem sorgir mæta, sjúkdómar eða annað torleiði, þá er hún hinn bezti förunautur allra vor. Þjóðunum er líkt farið og einstaklingun- um að þessu leyti, að þekking og völd eru þeim hvergi nærri einhlít, þegar fastast reyn- ir á, og geta jafn vel orðið að voða, ef illa er á haldið. Þannig virðist mér vera ástatt í heiminum nú, eða eru ekki hinir vitru jafnráðþrota, hinir voldugu jafn getu- lausir gagnvart kreppunni sem við? Hvar- vetna eru að verki ótamdar ástríður og ill- fýsi, sem drottnar fjöldans nota kænlega til þess að afla sér auðs og valda. Hvarvetna á strætum og gatnamótum getur að líta predik- ara og prangara, sem bjóða fram ódýr undra- lyf, er bætt geti úr öllu böli. Sumir trúa á þau sjálfir, aðrir ekki, en flestir fá áheyrn og efla sér flokka, þar sem illgirni og get- sakir í annarra garð eru lagðar í sameigin- legan sjóð og ávaxtast ótrúlega. Allt er þetta gert í nafni almennings, hins nafnlausa múgs, hins mikla þolanda allra alda, sem er litlu bættari að eða engu. Ecce homo. Þetta er mannssonurinn, sem er svikinn með kossi enn í dag. Vor vestræna menning er sjúk, bæði and- lega og efnalega, á líkama og sál. Sumir halda, að meinið sé banvænt, aðrir vænta bata, og ég er einn í þeirra hópi. Ég trúi því ekki, að menn muni til langframa sætta sig við það, að hið góða verði til ills, að þeir þurfi að gjalda þess, sem áunnizt hefir. Ég trúi því, að augu manna muni opnast fyrir fegurð og hamingju hins óbrotna, óspillta lífs. Ég trúi því, að mönnum hljóti að lærast það, að þekkingin ein og það vald, er hún veitir, séu ekki einhlít til góðs farnaðar, heldur þurfi þar annars við og þá fyrst og fremst rósemi, góðvildar og vitsmuna. Fyrir þessu, hygg ég, að sjálft valdið verði að lúta í lægra haldi. — Carl Ólafsson Ijósmyndari hefur tekið forsiðumyndina. En Guðtnundur Þórarinsson mynd þá af Menntaskólaselinu, sem hirtist á hls. /7. Siðast en ekki sizt skal svo minnst á þátt JÓNS SEN, sem hefur tekið allar myndirnar úr skólalífinu og auk þess margar mannamyndanna. Hefur Jón sýnt Skólablað- inu það örlœti og þá velvild að taka ekkert endurgjald fyrir þetta starf sitt. Skólablaðið 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.