Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1944, Side 11

Skólablaðið - 01.04.1944, Side 11
H.O SMÁSAGA EFTIli SIGRÍÐI INGIMARSDÓTTUR Geislar morgunsólarinnar smugu inn um gluggana á gamla Menntó í Lækjargötu og dönsuðu á ljósum og dökkum kollum, sem grúfðu sig yfir vélrituð blöð með 20 spurn- ingum í efnafræði. Við kennaraborðið hafði „yfirsetumaðurinn“ bækistöð sína og gegndi sama starfi og Heimdallur með hinum fornu ásum: Hann var útvörður réttvísinnar og hafði gát á allri „hjálparstarfsemi". Jón langi sat í miðröðinni, baðaður örvænt- ingarsvita. Þarna var hann nú búinn að svara 9 spurningum með dyggilegri aðstoð marg- víslegra minnisblaða, er hann hafði útbúið þá um morguninn af sinni alkunnu hugvits- semi. En svo kom röðin að tíundu spurning- unni, sem fór þess á leit við Jón ræfilinn, að hann skrifaði upp álnarlanga formúlu fyrir tiltekinni efnablöndu. Hvernig sem Jón leitaði í ruslakistu heila síns og hinu dýr- mæta skjalasafni, er hann hafði fólgið í jakkaerminni sinni, gat hann ekki fundið nefnda efnablöndu. Hann leit í kringum sig í von um að geta sent út neyðarmerki, en allir virtust niðursokknir í að leysa úr spurn- ingunum að undanskildum Lalla feita, sem glápti út í loftið með sýnilegu tómlæti hins veraldarvana ,,gatista“. „Ekki fæ ég neitt af viti hjá svona hafragrautarhaus,“ hugsaði Jón og bölvaði hraustlega í hálfum hljóðum. En nú var kennarinn farinn að gefa honum tortryggið auga, svo að Jón grúfði sig í skyndi yfir blaðið og skrifaði í ákafa heila runu af spakmælum, til þess að kennarinn héldi, að hann væri ekki blásnauður innvortis og hefði nóg að gera að festa spekina á pappírinn. „Ber er hver að baki, nema sér bróðir eigi,“ skrifaði Jón, og um leið datt honum ráð í hug. Fyrir aftan hann sat gáfnaljós og andleg- ur leiðtogi bekkjarins, Palli dúx, og var að gefa úrlausn sinni síðustu blessun, áður en hann fengi „Heimdalli“ hana í hendur. Jón gaf Palla vel úti látið spark framan í sköfl- unginn undir borðinu, pikkaði svo á blaðið sitt og glennti út alla fingurna fyrir aftan höfuð sér. Allt þetta gerðist á örskömmum tíma, en Palli skildi þegar, að Jón skorti efni- við til þess að leysa úr tíundu spurningunni. Romsaði hann því upp formúluna inn í bak- ið á Jóni, sem lá fram á borðið og lézt vera Skólablaðið 9

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.