Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1944, Blaðsíða 16

Skólablaðið - 01.04.1944, Blaðsíða 16
ar ýmsar erfðavenjur, sem aðrar íslenzkar menntastofnanir eiga ekki. Hverri kynslóð nemenda hefur verið það metnaðarmál að hafa þessar venjur í heiðri og halda þeim við. Þessar erfðavenjur koma að sumu leyti fram í hefðbundnum athöfnum og fram- kvæmdum, en að öðru leyti í hefðbundnum hugsunarhætti, sem einkennir nemendur skólans meira eða minna. Verður nú farið nokkrum orðum um hin- ar helztu erfðavenjur, sem lýsa sér í athöfn eða framkvæmd. — Um þær flestar er það að segja, að þær eru ýmist lofsverðar og gagnlegar eða þá meinlausar, en skemmti- legar. Það er gamall og góður siður nemenda að gangast fyrir sýningu eins leikrits á hverj- um vetri. Þessi siður er ævaforn í skólanum, og mun fyrsti vísirinn að leikstarfsemi hér á landi vera runninn frá leikstarfsemi latínu- skólapilta. Meðan bærinn var fámennur og skemmtanalíf fábreytt, þótti leiksýning skóla- pilta meginviðburður í Reykjavík. Og enn í dag eru leiksýningar menntaskólanema vin- sælar og vel sóttar. Þá skal minnzt á tvö málfundafélög, sem starfa innan vébanda skólans, Fjölni, mál- fundafélag gagnfræðadeildarnemenda, og Framtíðina, málfundafélag lærdómsdeildar- nemenda. Hið síðarnefnda hefur starfað langa tíð og haft að ýmsu leyti forgöngu um félagslíf nemenda. Á fundum félagsins koma nemendur saman til að ræða hugðarefni sín, auka orðfimi sína og vegast vopnum andans í bróðerni. Þá hafa nemendur um langt skeið gefið út fjölritað blað, Skólablaðið, og rita þeir í það og annast það að öllu leyti sjálfir. Slík starfsemi er nemendum að sjálfsögðu til þroska og menningarauka. En starfið við blaðið hvílir um of á fáum nemendum, og er mikið mein, að ýmsir efnilegir og ritfærir menn meðal nemenda grafa pund sitt í jörðu í stað þess að ávaxta það í Skólablaðinu. Blaðið er nemendum hentugur vettvangur til að koma skoðunum sínum á framfæri — og deila, ef því er að skipta. Ekki ætti nem- endur að skorta efni til að rita um, því að á þeirra aldri hafa menn vit á öllu milli himins og jarðar, — ef ég man rétt mína skólatíð. Ýmislegt bendir til þess, að núverandi nemendur skólans vilji ekki vera eftirbátar fyrri kynslóða um varðveizlu gamalla og góðra erfðavenja. Glöggt dæmi þess er það, að morgunsöngur hefur nú verið tekinn upp fyrir atbeina nemenda í stað morgunbænar- innar, sem haldin var á hverj um morgni fyrr á tímum, en hefur nú legið niðri langa hríð. — Nú safnast nemendur og kennarar saman í hátíðasalnum, áður en fyrsta kennslustund hefst, og syngja 2—3 lög undir forystu söng- kennarans. Að vísu fer athöfn þessi ekki fram nema tvo daga viku hverja enn sem komið er. En margt bendir til, að innan stundar verði horfið að því ráði að hafa hana á hverjum degi, því að þess er ekki að dyljast, að hún hefur hlotið miklar og al- mennar vinsældir. Að söngnum loknum ganga menn til starfa sýnu hressari og starfhæf- ari en áður. Þá skal þess getið, að ýmsar minni háttar venjur, svo sem tolleringar, eru enn í heiðri hafðar og þykja sjálfsagðar. Sá er í raun og veru ekki löglegur þegn skólans, er hefur ekki verið tolleraður. Þá ætla ég að fara fáeinum orðum um þá tegund erfðavenja, er ég nefndi hefðbund- inn hugsunarhátt. Að sjálfsögðu stafar sá hugsunarháttur, sem einkennir nemendur skólans, að nokkru leyti af sama uppeldi, sömu menntun, en að nokkru mun hann samt vera arfgengt félagsfyrirbrigði í stofnuninni. Þessi hugsunarháttur, finnst mér, að komi fram í nokkurri bróðurhugð og samheldni innbyrðis, — þótt þeir eiginleikar séu Islend- ingum annars heldur ótamir — jafnvel meðal manna, sem aldur og aðstæður mynda breið- an bekk á milli. Þá hefur og frjálslyndi og umburðarlyndi lengi legið í loftinu innan veggja skólans og fylgt þaðan mörgum manni lífsleiðina á enda. Loks ætla ég að minnast lítillega á eina sérstaka tegund hefðbundins hugsunarhátt- ar, sem hefur ríkt langa tíð innan veggja skólans og virðist dafna þar ágætlega enn 14 Skólablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.