Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1944, Side 27

Skólablaðið - 01.04.1944, Side 27
að hún sá mig, en þau lokuðu þá hurð- inni rétt undir eins. Og nú var bænum lokið upp. Hrepp- stjórinn sjálfur bauð mig velkominn. Vel var tekið á móti mér og mér veittur beini hinn bezti. Undir eins og ég hafði lokið mat mínum, spurði ég: ,,Hvar er Aðalbjörg?“ — „Ætli hún sé ekki úti í fjósi að venju. Hún vill þar helzt vera um þetta leyti,“ sagði hrepp- stjórinn og brosti við. — Mig langaði að spyrja, en þess gerðist ekki þörf. Eitt- hvað hafði breytzt. Stuttu síðar kom Aðalbjörg inn, kát, en hvítleit í andliti. Sjáanlegt var þó, að roði hafði færzt í kinnar hennar. Hún tók mér vel, og það var varla mögu- legt að sjá, hve hún var óróleg í skapi. Ég svaf í gestaherberginu um nóttina. Aðalbjörg fylgdi mér til hvílu, en slíkt var siður á stórbýlum fyrrum, að heimasætur fylgdu gestum til hvílu, og tíðkast það sums staðar enn. Þegar við vorum orðin ein, liðkaðist um málbein mitt. Spurningum rigndi yfir Aðal- björgu eins og skæðadrífu á vetrardegi. Hún vék sér undan að svara flestum, og kom það illa við mig. Og hún fór út án þess,að ég gæti nokkuð rætt um loftkastala okkar eða minnt hana á ilmandi engjarósir liðins sumars. Hún gaf mér ekki einu sinni koss að skilnaði.-----Og ég get svarið, að mér heyrðist þau vera tvö, sem gengu frá her- bergisdyrunum. Ef til vill var það misheyrn? En næsta morgun, þegar ég vaknaði, var mér sagt, að Aðalbjörg og Einar hefðu farið í bítið um morguninn á ungmennafélags- skemmtun inni í sveit og væru ekki væntan- leg fyrr en daginn eftir. Og vetrarmaðurinn trúði mér auk þess fyrir því, að það væri al- mælt í sveitinni, að þau væru verðandi hjón, og hann brosti í laumi. Ég sá nú, að spilaborgir lífs míns höfðu hrunið, lotfkastalar og fíflafestar sumars- ins höfðu brostið. Ég stóð einn. Það var annar, sem hafði höndlað hamingjuna. Og nú beið ég ekki boðanna. Ég fór strax þenna sama dag frá Hóli, og síðan hef ég ekki þangað komið. Bréfin frá Aðalbjörgu hættu að berast. -----Hin hreina og sanna ástartilfinning, sem vaknað hafði með vorinu, dvínaði. Ég sætti mig furðu fljótt við úrslitin, þótt erfitt væri í fyrstu. Síðan heyrði ég fátt af Aðalbjörgu nema það, að hún eignaðist barn með Einari, þeg- ar hún var á 18. ári, og hafði hún látizt af barnsförum. — Áður hafði Einar þó stokkið frá henni í annan landshluta og algerlega snúið við henni bakinu. Mig tók þetta sárt í fyrstu, en svo leið það frá í gleymsku tímans.----------- Og nú sagði litli drengurinn mér, að Einar Pálsson væri dáinn, — í húsinu þarna væri dáinn maður. „Betra, að hann hefði aldrei fæðzt,“ hugs- aði ég, um leið og ég hélt áfram. Þá hefði ég séð hamingju lífs míns, sveip- aða tinnusvörtu hári leikandi um festar úr fagurgrænum fíflaleggjum. Skólablaðið 25

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.