Skólablaðið - 01.04.1944, Side 31
LA UFEY VALDIMARSDÓ TTIR:
Minningar frá skólaárununi
Tímarnir breytast. Arið 1910 útskrifaðist fyrsti kven-
stúdentinn, sem hafði verið reglulegur nemandi í
skúla.
Nú í vor, 34 árum síðar, útskrifast 23 stúlkur sem
stúdentar frá þessum skóla.
Nemendur menntaskólans hafa beðið mig
að skrifa einhverjar endurminningar frá
skólaárum mínum í blaðið þeirra.
Mér er ánægja að verða við bón þeirra,
þótt ég hefði aldrei hugsað, að mér
mundi sjálfri finnast ég nógu gömul til að
skrifa endurminningar, fyrr en ég væri orðin
sjötug. Þá gæti verið nógu gaman að staldra
við og líta til baka og sjá lífið í gegnum
öfugan kíki, — allt smátt og fjarlægt, en
skirt.
En þó að ég sé ekki komin á þennan
heiðríkjunnar tind, þá skal ég láta það eftir
ykkur, börnin góð, að skrifa mínar fyrstu
endurminningar.
Ég hef haft menntaskólahúsið fyrir aug-
um daglega, frá því að ég man eftir mér, því
að það blasir við úr glugganum heima hjá
mér, og lengra hef ég ekki komizt í lífinu
en að ég uni enn á þessum fornu slóðum.
Þegar ég fór að stálpast, fór mér að detta
í hug, að gaman væri að fara í Latínuskól-
ann, sem skólinn hét þá. Stúlkur höfðu þá
ekki leyfi til að vera þar reglulegir nem-
endur, en árið 1887 var þeim leyft að ganga
þar undir próf. Ein stúlka, Elinborg Jacob-
sen, Færeyingur, hafði þó fengið að sitja í
6. bekk og tók stúdentspróf árið 1897.
Árið 1904 urðu miklar breytingar hér á
landi, — þá kom hér fyrst innlend stjórn.
— Það ár voru svo miklar óeirðir í Latínu-
skólanum, að rektor skólans fór frá. Þá var
mikið rætt um umbætur á skólanum, 0g ný
reglugerð gekk í gildi um haustið. Samkvæmt
henni skyldi skólinn vera samskóli, þegar
því yrði við komið, og náminu breytt,
grískunám afnumið, en latína fyrst kennd
í 4. bekk.
Ég gekk inn í skólann vorið 1904 eftir
gamla fyrirkomulaginu, en minn bekkur var
fyrsti bekkurinn, þar sem náminu var hag-
að eftir nýju reglugerðinni.
Latínu hafði ég lært um veturinn hjá Þórði
Sveinssyni, núverandi prófessor, en þá
stúdent, en ekki var krafizt við inntöku-
prófið, að gerður væri stíll. Að öðru leyti
átti kunnátta mín úr barnaskólanum árið
áður að duga.
Ég var þó ekki sérlega sannfærð um, að
þekking mín á námsgreinunum væri djúp, og
mér er minnisstætt, að hrædd var ég daginn,
sem ég gekk inn í skólann. Mér hafði ekki
komið dúr á auga nóttina áður, og í skól-
anum var þá róstusamt. Piltar voru þá að
Skólablaðið
29