Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1944, Síða 32

Skólablaðið - 01.04.1944, Síða 32
Stúdentar útskrijaðir ipio. Efstti röð: Ólafur Jónsson, læknir, Jón Ásbjönsson, hæstarl., Steingrímur Jónsson, rafmagnsstj. — Miðröð: Guðm. Kamban, rithöf., Helgi Skúlason, augnl., Brynjólfur Árnason, lögf., Þórhallur Jóhannesson, læknir, Halldór Hansen, læknir, Sigurður Sigurðsson prestur, Sigtryggur Kaldal, læknir. — Neðsta röð: Þorsteinn Þorsteinsson, sýslumaður, Helgi Guðmundsson, bankastjóri, Laufey Valdimarsdóttir, Sighvatur Blöndal, cand. jur., S'.úli Skúlason ritstjóri. kveðja rektor, því að það var seinasti dag- ur hans sem rektors í Latínuskólanum.. Þeir fleygðu eldspýtum á gólfið, sem loguðu, þegar á þær var stigið, — og hópur af þess- um hávaðasömu unglingum eltu bekk úr bekk þetta sjaldgæfa fyrirbrigði: telpukorn- ið, sem var að taka inntökupróf. En lætin voru svo mikil, að skólanum var lokað og lögreglan sótt. En þótt ég stæðist prófið, var ekki víst, að ég fengi að sitja í skólanum. Það var fyrst ákveðið um haustið. Mér þótti frá byrjun vænt um skólann, húsið sjálft, og allar þess minningar heill- uðu mig. En þegar ég kom út í fyrstu frí- mínútum, þá fannst mér óvígur her streyma út úr ótal dyrum út á gangana. Þó var þetta ekki stærri hópur en um hundrað drengir, sem komu út úr einum sex dyrum. Ég man, að ég hljóp heim til mín í fyrstu frímínút- unum, — það var svo stutt upp í Þingholts- strætið. En svo fékk ég einkaleyfi til þess að vera inni í bekknum í frímínútum, og man ég, að drengjum þótti mikið „sport“ í því að koma inn að heimsækja mig, fóru þeir á handahlaupum yfir borð og bekki, þeg- ar kennararnir ráku þá út. Áður en ég fór í skólann, hafði ég oft 30 Skólablaðið

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.