Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1944, Blaðsíða 40

Skólablaðið - 01.04.1944, Blaðsíða 40
fara núna, þótt ég færi ekki í fyrra (var þá eitthvað lasinn). Eftir langar deilur og mikið þvarg hafði það verið afráðið á föstudagsmorguninn að hafa hátíðina inni hjá Laugarnesi. Flestir vildu fara út í Viðey. En nefnd sú, er kosin hafði verið til að undirbúa hátíðina, sagði, að því yrði eigi við komið, og taldi þar mörg vandkvæði á, ekki væri hægt að fá nógu marga báta o. s. frv. Og eftir að tvisvar hafði verið fellt að fara inn að Laugarnesi, var það samþykkt við þriðju atkvæðagreiðslu!!! Um kvöldið (föstudagskvöldið) kom ég til Thoroddsensbræðra (Bolla og Sigurðar), og voru þeir í óða önn að búa sig út. Þeir keyptu mestu ósköp í nestið. Ég fann það ráðlegast að fara að þeirra dæmi og nesta mig um kvöldið. Ég fór því og keypti ýmislegt, brjóst- sykur, kex o. fl. Mamma gaf mér 2 kr. til að eyða á hátíðinni, en ég hugsaði mér að eyða þeim ekki öllum, því að um daginn pant- aði ég bækur (frá Danmörku) og er að safna mér til að geta betalað þær, þegar þær koma. Á laugardagsmorgun fór ég á fætur kl. 7. Veðrið var yndislega gott, bliðalogn og sól- skin, eins og nú hefur verið undanfarna tvo mánuði. Var meira að segja mjög heitt. Ég klæddi mig í snatri í sparifötin, og svo fór ég niður í bæ og til Sveinbjarnar (Árna- sonar). Hann var að rísa úr rekkju. Sagði hann mér, að skemmtunin skyldi haldin í dalverpi einu skammt fyrir sunnan Fífu- hvamm, svo sem kortersgöngu fyrir sunnan þann stað, sem skemmtunin var haldin á í fyrra. Höfðu kennarar skólans ekki fallizt á að hafa skemmtunina hjá Laugarnesi, og þá varð að breyta þeirri fyrirætlun. Svo gengum við niður í bæ, og keypti Svein- björn sitthvað smávegis. Ég fór svo heim og fór að búa mig. Ég ætlaði að hafa nestið í tösku, sem Sigga systir á. Ég lét niður í hana og hljóp svo til Sveins (Gunnarssonar). Hann hafði beðið mig að lofa sér að hafa sitt dót með mínu, og lofaði ég því, þar eð taskan var nógu stór. Þegar ég svo kom að sækja nestið, var Svenni ekki nærri tilbúinn, en þegar ég var búinn að skamma hann dálítið, fór hann að flýta sér, ég tók nestið, og svo hlupum við niður í skóla. Þá voru margir komnir. Dótið átti að fara suður eftir á bifreið, og merkti ég því mína tösku. Kl. rúmlega hálftíu var svo lagt af stað. Var gengið í fylkingu. Fremst var borinn fálkafáninn (sem enn mun vera til). Svo komu stúlkurnar og svo bekkirnir hver af öðrum og fyrsti bekkur aftast. Fylkingin var nú stundum hálfbágborin og fór alveg út um þúfur, þegar komið var út úr bænum. Þá gekk hver þar, sem hann helzt vildi. Hiti var afar mikill um morguninn.Við vorum því kóf- sveittir og móðir. Ekki bar til tíðinda á leið- inni. Loks eftir rúman klukkutíma gang var komið suður í Kópavog. Dótið var þá komið þangað. Við tókum nú hver sína tösku og héldum svo af stað austur eftir. Ég gekk með þeim allra fyrstu, en aðalhópurinn var nokkuð á eftir. Eftir skamma stund var kom- ið á þann stað, er hátíðin var á í fyrra. Við héldum áfram til að leita að dal þeim, sem hátíðin átti að vera í, en reyndar vissi eng- inn, hvar hann var. En flest fólkið vildi ekki fara lengra, þó að þarna væri ekki annað en sandur og mýri. Við héldum þá hinir upp á hæðina fyrir austan Fífuhvamm, en sáum engan dal. Þá sendum við út landkönnuði, og var ég einn af þeim, og var ég svo hepp- inn að finna dalinn, og fórum við þangað. Við vorum 11 alls, úr flestum bekkjum skól- ans (og nú koma nöfn 11 miðaldra heiðurs- manna). Dalurinn var dæmalaust skemmtilegur. Við fórum nú að éta. Verst þótti mér, að ég var með matinn hans Svenna, svo að hann gat ekki fengið neitt. Þegar við höfðum lokið við að éta, fórum við í fótbolta, því að við höfðum fótboltann. Það var afar heitt, og urð- um við því brátt þyrstir. Við sendum því einn úr 1. bekk eftir öli, sem var til sölu hjá hinu fólkinu. Þegar hann var farinn, fórum við að ólátast og tókum upp á því að fara úr öllum fötunum og spila þannig fótbolta. Síð- an stukkum við upp á hæðina og veltum okk- ur þar í snjófönn og sungum þar og flug- umst á. Þá var ölið að koma, og flýttum við okkur þá niður. Við drukkum ölið og lékum 38 Skólablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.