Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.04.1944, Qupperneq 43

Skólablaðið - 01.04.1944, Qupperneq 43
BJARNI BRAGI JÓNSSON, 3. B: ALÞÝÐUMENNTUN Nokkuð hefur verið gert að því af íslenzk- um stjórnarvöldum að viðurkenna þörf og rétt allrar alþýðu á almennri menntun sem undirstöðu þess, að menn geti verið færir um að gegna þeirri ábyrgð, sem felst í því að vera fullgildur þjóðfélagsborgari, taka af- stöðu til almennra málefna, reista á þekk- ingu og rökrænum hugsunarhætti, og lifa sjálfum sér og samfélagi sínu til sóma. Slík viðurkenning eru lög um barnafræðslu, sem gera ráð fyrir, að hvert barn á landinu hljóti kennslu í lestri, skrift, reikningi og íslenzku og undirstöðuatriðum algengustu fræði- greina, svo og lög um gagnfræðaskóla, þar sem svo er fyrir mælt, að gagnfræðaskóli skuli vera starfandi í fimm helztu kaup- stöðum landsins. Nauðsjm og gagnsemi almennrar menntun- ar ætti að vera hverjum manni augljós. Þó ber það ósjaldan við, að maður heyrir talað um það, hvað allur þessi fjöldi sé eiginlega að gera í gagnfræðaskólum og hvað verði af þessum fjölda, þegar út úr skólunum er kom- ið. rétt eins og menn þurfi að „verða“ eitt- hvað sérstakt, þótt þeir séu gagnfræðamennt- aðir. Gagnfræðanemar koma úr öllum stétt- um þjóðfélagsins og hverfa eftir gagnfræða- prófið aftur út í allar stéttir þjóðfélagsins og til ýmiss konar náms, bóklegs og verk- legs. I sjálfu orðinu gagnfræðanám, sem er algengasta tegund almennrar menntunar og undirstaða allrar æðri menntunar, felst það, að náminu er ætlað að vera mönnum til gagns í daglegu lífi, veganesti hverjum manni til gagns og þroska. Með gagnfræðamenntuninni er leitazt við Skólabuaðið Bjarni Bragi Jónsson. að veita nemendum undirstöðuþekkingu í skyldum tungumálum, hagnýtum reiknings- aðferðum, íslenzku og algengustu fræðigrein- um. Auk þess er æfð leikfimi og sund eftir því, sem skilyrði leyfa. Tungumálakennslan er að vísu ekki tæmandi, en hún er nokkurn veginn nægileg til daglegrar notkunar og til þess að bjarga sér áfram á ferðalögum. Einnig er hún nægileg til lestrar bóka á ekki mjög torskildu máli og til þess, sem ef til vill er það mikilvægasta, að vera nauðsyn- legur grundvöllur undir frekara sjálfsnám. Hingað berst árlega mikill fjöldi erlendra bóka. Margar þessara bóka eru hinar merki- legustu, verk frægra rithöfunda, ýmiss kon- ar bækur fræðilegs efnis, blöð og tímarit 0. 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.