Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.04.1944, Page 47

Skólablaðið - 01.04.1944, Page 47
FliIÐRIK ÞÓRÐARSON, 2. bekk: Mánudagsmorgunn Það er mánudagsmorgunn, og klukkan er hálfátta. Vekjaraklukkan byrjar sinn sorg- aróð um það, að nú sé svefninum lokið og leiðinlegur skóladagur sé fram undan, dag- ur ítroðslunnar og formælinganna, hinn svartasti dagur vikunnar. Ætli það sé alveg vonlaust, að þessi mánudagur verði öðruvísi en aðrir mánu- dagar? Skyldi mér leyfast að óska eftir ein- hverri tilbreytingu? Hún þarf ekki að vera stór, bara svo mikil, að hún geti lyft sál- inni upp úr hversdagsforinni. — Sennilega verður það alveg gagnslaust að óska þess. Mánudagar hafa alltaf verið andstyggilegir dagar, hreinustu kvalavíti, og það eru engar líkur fyrir því, að út af þeirri reglu bregði. En ósköp var nú sunnudagurinn annars fljótur að líða. Hann var horfinn, áður en ég gat áttað mig á, að hann hefði nokkurn tíma runnið upp. Ég sá bara á eftir honum út í tímans djúp, þaðan sem hann kemur aldrei aftur. Ég skal svei mér fara snemma á fætur á sunnudaginn. Það vitlausasta, sem hægt er að gera á sunnudögum, er að sofa til há- degis. Fyrir hádegi eru flest tækifærin til skemmtunar. Eftir hádegi er allt ónýtt, von- laust. — Manni liður líka svo skolli illa, ef maður sefur fram eftir. Það hefur eins kon- ar timburmenn í för með sér. Og sá, sem hefur höfuðverk, getur ekki hugsað. En það verður víst til einskis að vera að lofa sér þessu. Ég sef fram eftir, þótt ég sé að því. Ég hef lofað þessu á hverj- um virkum degi í mörg ár. — Á sunnu- Friðrik Þórðarson. degi svík ég allt. — Ég get víst aldrei lært að lifa á sunnudegi. En skyldi nú engin von vera til þess, að einhver atburður losi mann við skólann? Rafmagnsbilun er alveg gagnslaus. Það er alveg nógu bjart til þess, að hægt sé að kenna. Kennararnir veikjast aldrei. Þeir eru svo skratti hraustir. — Nei, það er víst al- veg vonlaust allt saman. Ætli ég geti ekki gripið til einhverra ráða sjálfur? Hvernig væri það að vera lasinn? Ég athuga gaumgæfilega allt líkams- ástand mitt, því að ekki er nú tekið mikið tillit til sálarinnar, þótt svo heiti í orði kveðnu, að líkaminn sé hylki utan um hana. 45 Skólablaðið

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.