Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.04.1944, Qupperneq 53

Skólablaðið - 01.04.1944, Qupperneq 53
Hann var rægður ákaflega, varð óvinsæll og deildi við ýmsa héraðsbúa. Um það leyti kvisaðist mikill orðrómur um kvennamál hans, svo að amtmaður, sem bar til hans þungan hug frá fyrri skiptum þeirra, ritaði stiftamtmanni skýrslu um málið og bar Skúla illa söguna. Tvær konur kenndu hon- um barn um líkt leyti og voru frá sama bæn- um. Við faðerni annars gekkst hann og kvæntist móðurinni, Steinunni Björnsdóttur, og var ekki annað sýnilegt en að þeirra hjóna- band væri gott og vel félli á með þeim, enda var hún vel að sér um flest og góð kona. Fyr- ir hitt barnið sór Skúli, eða lét fulltrúa sinn sverja fyrir sína hönd, en eiðurinn var ve- fengdur af ýmsum. Andúð héraðsbúa á Skúla hvarf, er þeir kynntust honum. Sáu þeir, að hann var rögg- samur og skörulegur í öllum embættisrekstri sínum, fús að leggja þeim lið, er leituðu til hans. Því eignaðist hann þar marga vini, er báru til hans óskorað traust. f héraðsstjórn var Skúli strangur og nokk- uð refsisamur. Nú á dögum mundu hans dóm- ar sennilega vera taldir harðneskjulegir við fyrstu sýn. En ef borið er saman við það, er almennt gerðist á þessari öld, sýnast þeir ekki grimmdarlegir, þótt harðlega tæki hann á ýmsum afbrotum, svo sem óleyfilegri verzl- un, þjófnaði o. fl. Á þeim tímum úði og grúði af alls konar flökkufólki, sem margt lagði eignarhald á þá muni, er það komst yfir, og voru stranglegar refsiaðgerðir taldar eina leiðin til að halda þeim ófögnuði í skefjum. Ekki hafði Skúli mikil afskipti af lands- málum á þeim tíma, en ýmislegt varð þó til að vekja eftirtekt manna á honum og sýna, að hann bjó yfir óvenjulegri framtakssemi og var vel til foringja fallinn. Framganga hans í duggumálinu var mjög rómuð og varð honum til álitsaukningar, enda þótt söku- dólgarnir slyppu úr varðhaldinu, ef til vill með vitorði Jóns, bróður hans. Þá hófust á þeim árum afskipti hans og deilur við Hör- mangarafélagið. Honum tókst að fá dæmdan kaupmann félagsins á Hofsósi, Ovesen að nafni, fyrir vörusvik og brot á ríkjandi taxta. Til þess tíma hafði engum íslenzkum manni tekizt að fá lögum komið yfir danskan ein- okunarkaupmann. Árið 1741 var hann skipaður til að hafa alla búsumsjón með Hólastóli. Þrem árum áður hafði biskupinn, Steinn Jónsson, dáið, en hann var sá sami, sem neitað hafði Skúla um skólavistina. Fyrst gengdi Þorleifur Skaptason, stjúpi Skúla, biskupsstörfunum, en árið 1740 tók Ludwig Harboe við embætt- inu til bráðabirgða, en Skúla var falin um- sjón með öllum rekstri búsins. Það var talið ærið nóg starf einum manni, en Skúli gegndi því af mestu prýði í sex ár ásamt sýslumanns- stöðunni. Hann jók búreksturinn, bætti hús staðarins, endurbætti prentsmiðjunna og lét prenta fjölda bóka. Þetta ásamt ýmsu öðru varð til þess að vekja á Skúla traust og tiltrú manna, svo að árið 1750 var hann skipaður landfógeti, sér og flestum öðrum hérlendum til mikillar furðu, því að til þess tíma hafði enginn íslendingur skipað þann sess. Með þeim við- burði sást hilla undir lyktir langs ferils danskra embættismanna, sem oftast voru fremur skipaðir eftir áhrifastöðu erlendis en hæfni og verðleikum og voru sjaldan til heilla. Nú loks var skipaður íslenzkur maður brenn- andi af áhuga og starfslöngun, maður, sem unni þjóð sinni og vildi hefja hana úr því djúpi niðurlægingar, sem hún hafði sokkið í á aldalöngu skeiði undirokunar og ófrelsis. III. Flestum er kunnur síðari hluti ævi Skúla, starfjians sem landfógeti, baráttan við kaup- mannaveldið og ráðagerðir hans og hugsjón- ir um viðreisn lands og þjóðar. Því verður sá þátturinn ekki rakinn hér, en aðeins drep- ið á starf hans í sambandi við Innréttinga- félagið, sem hann gekkst fyrir, að stofnað var. Þegar Skúli hafði tekið við landfógeta- embættinu, kom bráðlega í ljós áhugi hans á allsherjar framförum hér á landi. Vetur- inn 1750—1751 dvaldist samtíma Skúla á Bessastöðum Niels Horrebow, mikill fram- faramaður, sem hér var á vegum stjórnarinn- ar til að kynna sér hagi þjóðarinnar. Þeir Skólablaðið 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.