Skólablaðið - 01.04.1944, Qupperneq 54
Skúli töluðu mikið saman um veturinn og
ræddu um, hvað gera mætti til að bæta úr
því ófremdar ástandi, sem hér ríkti á flest-
um sviðum. Árangurinn af þeim viðræðum
var sá, að á alþingi 1751 var haldinn fundur
með helztu ráðamönnum landsins innlend-
um, og flutti Skúli þar mjög stórhuga tillög-
ur, er miðuðu að stökkbreytingum í lífi þjóð-
arinnar. Þar ráðgerði hann að koma hér á
fót iðnaði, einkum ullariðnaði, taka aftur upp
akuryrkju, koma á fót nýjum skipaflota með
nýjum veiðiaðferðum, hefja skógrækt o. fl.
Fundur féllst á þessar tillögur, og var stofn-
að hlutafélag til að hrinda þessu í fram-
kvæmd, Innréttingafélagið. Það hófst handa
um framkvæmdir í þessu skyni, fékk styrk
úr konungsgarði, tók við rekstri nýstofnaðr-
ar vefstofu að Leirá, heimili Magnúsar lög-
manns Gíslasonar, sem var einn af helstu
forvígismönnum félagsins. Það hóf brenni-
steinsnám í Krísuvík og ullariðnað í Reykja-
vík og nágrenni. En brátt birtust margvís-
legir erfiðleikar, sem ekki reyndist unnt að
vinna bug á. Auk þess óttuðust kaupmenn-
irnir samkeppnina við þetta félag og beindu
skeytum sínum að því og reyndu allar leiðir
til að koma því fyrir kattarnef. Meðan það
átti við Hörmangarafélagið að etja, tókst
því að halda hlut sínum, enda naut það á
þeim árum styrks ýmissa danskra fyrir-
manna, er vildu efla iðnað í ríki Danakon-
ungs. En þegar Almenna verzlunarfélagið tók
við verzluninni hér á landi, neyddist félagið
til að selja því í hendur rekstur stofnananna.
Undir handleiðslu verzlunarfélagsins eydd-
ust þær og voru níddar niður. Þrátt fyrir
ötula og ósérplægna baráttu Skúla, sem allt-
af hafði verið lífið og sálin í rekstrinum og
aldrei hlíft sjálfum sér, tókst kaupmönnun-
um að koma þessum hættulega keppinaut fyr-
ir kattarnef. Óbeint nutu þeir tilstyrks lands-
manna sjálfra, sem gerðu Skúla á margan
hátt erfitt fyrir, að vísu ekki með hreinni
andstöðu, en með margvíslegum rógi og mis-
skilningi. Þeir skildu hann ekki, hugðu hann
starfa með eigin ágóða fyrir augum og brigzl-
uðu honum um að draga til sín af fé stofn-
ananna. En sannleikurinn var sá, að Skúli
beið sjálfur mikið fjárhagslegt tjón af stofn-
ununum, því að ekki ósjaldan varð hann að
leggja þeim fé úr eigin vasa.
Þótt stofnanirnar væru drepnar, blés hann
með starfi sínu að glóðum framfara- og frels-
ishugar þjóðarinnar og kveikti bál í sálu
hennar, bál, sem smám saman brenndi fjötra
einokunarverzlunar og Danaveldis af lim-
um hennar og lýsti henni leiðina til sjálf-
stæðis. Með starfi sínu endurvakti hann
sjálfstraust þjóðarinnar og örvaði hana til
baráttu fyrir endurheimt forns frelsis. Hann
sýndi, að þrátt fyrir stundlega niðurlæging
ætti hún enn menn, sem færir væru að taka
stjórnvölinn í sínar hendur og stýra þjóðar-
skútunni í höfn sjálfstæðis og fullveldis,
stjórnarfarlegs og efnahagslegs.
Árið 1794 dó Skúli fógeti. I hugum þjóð-
arinnar lifir hann enn sem einn hennar beztu
sona, ímynd þess vorhugar, sem fylgdi vakn-
andi þjóðerniskennd þjóðar, sem átti glæsi-
lega sögu langt að baki, ömurlega nútíð, en
lagði orku sína fram í baráttu fyrir betri
framtíð.
52
Skólablaðið