Skólablaðið - 01.04.1944, Side 58
ir þessum rollingum!" Systirin gerði enn heppni, að það var frí í skólanum í dag! Hún
heiftarlegri atrennu, unz Sigríður varð leið
á nöldrinu, og sagði með bæði eyrun í sím-
anum: „Æ, jæja, þeir eru uppi í einhverri
skúffunni minni, rífðu ekki til þar, skessan
þín.“ Systirin æddi þá loks burt, og Sigríður
gat í friði haldið áfram einu af hinum „óend-
anlegu símtölum“ sínum. Að vísu lofaði hún
bót og betrun í hvert skipti, er faðir hennar
flaggaði með símareikningnum og talaði um
að „láta svona skrafskjóður borga sinn hluta
af útgjöldunum." — En er það nú ekki óbil-
girni að krefjast þess af ungri stúlku, að
hún neiti sér um nokkur símtöl á dag við vin-
konur sínar, þegar alltaf er eitthvað skemmti-
legt, annaðhvort framundan eða nýskeð.
Um kvöldið kom henni bréfið í hug. Gam-
an væri nú að lesa það aftur svona til að sjá
hvernig ástin liti út á pappírnum. Hún opn-
aði skúffuna — en bréfið var farið. — Þetta
var hiklaust það óhugnanlegasta áfall, sem
hún hafði orðið fyrir lengi. Henni datt fyrst
í hug, að bróðir hennar hefði stolið því. Jú,
það væri ekki leiðinlegt! Hann væri alveg
vís til að lesa það upp við miðdegisborðið
næsta dag. — Mitt í ósköpunum kom systir
hennar í gættina. Hún opnaði munninn til að
segja eitthvað — en það varð ekki sagt, því
að í sama augnabliki mundi Sigga eftir
sokkaláninu. Hún beinlínis flaug á systir
sína. Og upp úr kafinu kom, að sú litla hafði
ætlað að gera góðverk einu sinni á ævinni,
þegar hún sá bréfið — og tekið það með sér
niður á pósthús. „Guð minn almáttugur,“
veinaði Sigga. „Veistu, hvað þú hefur gert
manneskja? Ég er eyðilögð, ég er — nei,
þetta lifi ég ekki af.“ En þar eð lífsmarkið
minnkaði ekki frekar, tók hún að hugsa mál-
ið, og ákvað að lokum að fara niður á póst-
hús morguninn eftir, þótt það væri veik von,
og ná bréfinu, áður en það væri sent út. „Og
hafðu þig nú í bælið,“ hvæsti hún á hinn laf-
hrædda sökudólg, „þú hefur gert nóg af
þér.“ —
„Innanbæjarbréfin eru farin fyrir hálf-
tíma síðan —“ Sigríður vissi varla, hvernig
hún komst heim. Það var ekki hátt á henni
risið, það sem eftir var dagsins. En sú
vissi ekki, hvernig hún hefði farið að líta
framan í Einar. Raunar var það aðeins
gálgafrestur. Hann myndi fá bréfið í dag. í
dag, drottinn minn, og allt í einu fann hún,
að það var hreint ekki svo víst, að hann væri
nokkuð hrifinn af henni, og nú sá hún augu
hans hvíla á sér full fyrirlitningar og heyrði
rödd hans: „Fyrr má nú vera skjátan."
Henni vöknaði um augu. Aldrei, aldrei
skyldi hún líta á karlmann framar. Þeir voru
allir eins, allir. — Hún var sannfærð um, að
óhamingjusamari kvenmaður en hún væri
ekki til. Hún gat ekki einu sinni grátið! Það
hefði þó verið öllu betra. Hún vissi ekki,
hvernig hún átti að geta farið í skólann á
morgun. Hún vissi yfirleitt ekki, hvað hún
átti að gera framar. Öllu var lokið. Hann
myndi fyrirlíta hana — vafalaust segði hann
strákunum alla söguna, og svo myndi allur
skólinn hlæja að henni. Hún gat vel trúað
honum til þess. Karlmenn voru samvizku-
lausir þorparar.
— Auðvitað þorði hún að mæta honum
á ganginum í fyrstu frímínútunum næsta
dag! En hún ætlaði ekki að láta neinn bil-
bug á sér finna. Hann mátti segja öllum
skólanum frá þessu, ef hann vildi. Hún elskaði
hann! — En Einar sýndi ekki nein merki
þess,að hann hefði fengið eldheita ástarjátn-
ingu frá henni. Hann heilsaði henni á alveg
sama hátt og vanalega og varð bersýnilega
alveg undrandi, þegar hún gekk fram hjá
honum með kertan hnakka án þess að virða
hann viðlits. Hann bara brosti í laumi. Aum-
ingja stúlkan, hún hafði verið óheppnari
en hún átti skilið. Bersýnilega hafði hún
uppgötvað, að bréfið hafði verið sent til hans.
Líklega hafði hún ekki meint helminginn af
þessu. Að minnsta kosti hlaut einhver annar
en hún að hafa sent bréfið til hans. Ungar
stúlkur skrifa venjulega ekki ástarbréf sín
aftan á símareikninga, — ef þær ætla að
senda þau.
Dóra Haraldsdóttir.
6. A.
56
Skólablaðið