Skólablaðið - 01.04.1944, Blaðsíða 60
FJÖLNIR Minningar
frá skólaárunum
Fjölnir, málfundafélag 1., 2., og 3. bekkjar,
hefur haldið 12 fundi í vetur. Rædd hafa
verið ýmis mál til gagns og skemmtunar.
Sjálfstæðismálið hefur mikið verið rætt, en
ekki hafa Fjölnismenn — frekar en aðrir
— komizt að nokkurri niðurstöðu þar. Þá
hefur verið talað um atvinnumál, kjöt- og
mjólkurmálin og fleira. Þó hefur mest verið
rætt um skólamál og hið eilífa deilumál:
ástandið í félaginu, en þar eru skoðanir máls-
metandi manna félagsins mjög breytilegar
eftir því, úr hvaða bekk sú stjórn er, sem
situr við völd, þegar umræðurnar fara fram.
Félagar Fjölnis eru á annað hundrað, en
áhugi flestra félagsmanna er fremur lítill,
einkum þó stúlknanna, sem sjaldnast sjást
á fundum, en „sitja heima og skrifa glósur
fyrir strákana", enda munu þær þar hafa
fundið rétt starf fyrir sig.
Á flestum fundum félagsins hefur „Sváfn-
ir“, blað þess, verið lesið upp. Framan af vetr-
inum var það fremur þunnt, nokkrar skrítl-
ur, sem hafa verið á hvers manns vörum
síðustu 4—5 árin, en nú upp á síðkastið
hefur mikið fjör færzt yfir blaðið. í haust
var heitið verðlaunum fyrir 3 beztu greinar,
sem í blaðinu birtust fram til jóla, en þátt-
taka varð svo lítil, að aðeins ein verðlaun
voru veitt, og fékk þau Friðrik Þórðarson
úr 2. bekk.
Stjórn félagsins skipa nú sex menn, þrír
úr 3. bekk og þrír úr 1. bekk. Var stjórn
þessi kosin skömmu eftir nýár, en í fyrrver-
andi stjórn sátu 2. bekkingar. Núverandi
stjórn skipa:
formaður: Guðmundur Magnússon,
vara-formaður: Ólafur Haukur Ólafsson,
ritari: Einar Jóhannesson,
gjaldkeri: Pétur Guðmundsson,
meðstjórnendur: Sigríður Jóhannsdóttir,
Þór Vilhjálmsson.
Þór Vilhjálmsson
1. bekk.
l'ramhald af bls. 32.
Nú fer víst að verða búið það rúm, sem
mér var ætlað í blaðinu ykkar. Mér þykir
verst að geta ekki sagt ykkur frá því, sem
gerðist, þegar átti að reka mig úr Framtíð-
inni, þegar ég var í 5. bekk, því að endirinn
varð sögulegur. Þegar fullar sættir voru
komnar á, stakk ég upp á því, að reynt skyldi
að fá hátíðasal skólans fyrir árshátíð félags-
ins, og skyldi ég sjá um veitingarnar, kaffi
0. s. frv. Vissi ég, að við áttum hauk í horni,
þar sem var frú Cathinka, kona Jóhannesar
Sigfússonar yfirkennara, sem bjó í skólan-
um og var ákaflega góð öllum nemendum
skólans, sem hún náði til, enda hjálþaði hún
í þetta sinn sem oftar.
Hátíðir skólans höfðu verið haldnar úti í
bæ undanfarin ár, því að salurinn fékkst
ekki lánaður. En nú fékkst þetta leyfi, og
veit ég ekki betur en að ýmsar hátíðir skól-
ans hafi verið haldnar þar árlega síðan. Svo
að þarna gat þó stúlka komið einhverju góðu
til leiðar fyrir skólalífið!
Það hefði verið gaman að ræða við ykkur
um þetta mál: þátttöku stúlknanna í skóla-
lífinu og hvers vegna hún hefur ekki orðið
svo mikil sem æskilegt væri.
Það tekur langan tíma að vinna á gömlum
hleypidómum. Það er ekki að sjá, að þeir,
sem skólanum stjórna, hafi áhuga á því, að
hann sé samskóli, fyrst farið er í kringum
reglugerð samskóla með því að búa til sér-
staka bekki fyrir pilta og stúlkur.
Ég hef fasta trú á því, að það sé nauð-
synlegt til þess að heimurinn batni, að karl-
ar og konur læri að starfa saman á öllum
sviðum lífsins. Samskólarnir eru bezti und-
irbúningurinn til þess. Sjálf er ég þakklát
fyrir að hafa fengið að alast upp með drengj-
um og veit, að ég hef haft af því ómetan-
legt gagn. Minningarnar um skólaár mín
eru eitt hið bezta, sem ég á í eigu minni.
Fölskvalausari kunningsskap hef ég ekki
þekkt síðan.
58
Skólablaðið