SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Blaðsíða 6
6 1. nóvember 2009
H
efði Hemmi Gunn borið
fram þá spurningu í þætti
sínum á Bylgjunni síðasta
sunnudag hvað Agrupación
Deportiva Alcorcón væri hefðu alhörð-
ustu íþróttaspekingar varla haft rétt
svar á takteinum. Jafnvel þótt lífið lægi
við. Leggi hann sömu spurningu fyrir
næstu 88 gesti svara þeir væntanlega
allir sem einn, án þess að hugsa sig
um.
Áhugamenn um samfélög á Íber-
íuskaga kannast ef til vill við Alcorcón,
þó er það ekki víst, en knattspyrnulið
þessarar litlu borgar, sem tilheyrir
strangt til tekið Madríd, var á vörum
allra Spánverja í vikunni. Raunar á
vörum áhugamanna um þá fögru list,
knattspyrnuna, um gjörvalla heims-
byggðina, eftir að það burstaði stjörn-
um prýtt lið Real Madrid 4:0 í Kon-
ungsbikarkeppninni.
Allt getur gerst
Rétt er að geta þess strax að viðureign-
irnar verða tvær, leikið er heima og að
heiman og allt eins líklegt að Golíat
kremji Davíð á Santiago Bernabéu, þar
sem pláss er fyrir þá 3.000 sem sáu
fyrri leikinn og 77.354 að auki, en það
skiptir í sjálfu sér ekki máli. Leikmenn
Alcorcón hafa þegar skráð nöfn sín á
spjöld spænskrar sögu.
Stórlaxarnir höfðu augljóslega ekki
miklar áhyggjur af mótherjanum en
berlega kom í ljós þetta kvöld – eins
og oft hefur verið staglast á – að allt
getur gerst í íþróttum. Það er einmitt
eitt þeirra atriða sem gera íþróttir jafn
vinsælar og raun ber vitni; möguleik-
inn á hinu óvænta.
Eflaust hafa ýmsir velt því fyrir sér á
hvaða augnabliki íþróttamaður eða lið
hafi komið mest á óvart en vitaskuld
er ógjörningur að skera úr um það.
Mælikvarðarnir eru margir og mis-
jafnir.
Árið 1964 urðu óvæntustu úrslit
hnefaleikasögunnar þegar Cassius Clay,
22 ára Kentucky-strákur með munn-
inn fyrir neðan nefið, gerði sér lítið
fyrir og sigraði heimsmeistarann í
þungavigt, Sonny Liston. Meistarinn
gafst upp! Clay, sem hafði orðið ól-
ympíumeistari 1960, var ekki talinn
hafa roð við Liston en raunin varð
önnur. Í kjölfarið tilkynnti að Clay að
hann hefði tekið upp múhameðstrú og
hlýddi eftir það nafninu Muhammad
Ali. Þeir mættust á ný árið eftir, þá
kom sigur Ali ekki á óvart en þó það
að hann rotaði Liston í fyrstu lotu!
Tennisáhugamenn gætu nefnt sigur
Svíans Robins Söderlings á Rafael Na-
dal hinum spænska í 4. umferð opna
franska meistaramótsins fyrr á árinu.
Nadal hafði aldrei beðið lægri hlut á
þeim vettvangi og aldrei verið nálægt
því. Hann stefndi að sigri 5. árið í röð,
sem enginn hafði afrekað.
Áhugamenn um íshokkí gleyma ekki
sigri landsliðs Bandaríkjanna, sem
skipað var áhugamönnum og háskóla-
stúdentum, á sovésku maskínuninni,
yfirburðaliði í heiminum, á Ólympíu-
leikunum 1980. Þetta var áður en at-
vinnumönnum var heimiluð þátttaka á
ÓL. Engir slíkir kepptu fyrir hönd
Sovétríkjanna, í mesta lagi hermenn
sem höfðu þær skyldur í starfi að æfa
íþróttina!
Hvað er það óvæntasta sem gerst
hefur í íslenskri íþróttasögu? Silfrið í
Melbourne, bronsið í Los Angeles og
Sydney? Eða sum afrek kempnanna
okkar á íslenska frjálsíþróttavorinu?
Hver er staðan í dag; gæti Kormákur
sigrað FH í knattspyrnuleik? Svarið er
augljóslega já, vegna þess að allt er
hægt. Hvenær það yrði er annað mál.
Það gæti þurft þúsund kappleiki til.
Er það eitthvað
ofan á brauð?
Fótboltalið Alcorcón
minnti á að Davíð
getur sigrað Golíat
Skítalykt af málinu? Pellegrini þjálfari Real á ekki sjö dagana sæla. Blásið hefur í mót og
fárviðri geysar eftir niðurlægingu gegn smáliði Alcorcón.
Reuters
Hafðu það! Muhammad Ali stendur yfir
Sonny Liston 1965 þegar hann rotaði kemp-
una strax í fyrstu lotu.
Vikuspegill
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Pak Doo Ik!
Sigur Norður-
Kóreubúa, 1:0, á
Ítölum 16-liða úr-
slitum heims-
meistarakeppn-
innar á Englandi
1966 er oft
nefndur sem
óvæntustu úrslit
knattspyrnusög-
unnar. Stórveldið var þar með úr leik.
Man einhver eftir Pak Doo Ik? Hann
skoraði í leiknum. Þá er ólíklegt að
Bandaríkjamenn gleymi 1:0 sigri á Eng-
lendingum á HM 1950 og Englend-
ingar varla heldur. Þetta var nefnilega
HM í knattspyrnu ...
Dæmi um óvænt úrslit í íslenskum íþrótt-
um er gott gengi b-liðs KR í bikarkeppn-
inni í knattspyrnu 1968. Þá sigruðu b-
liðsmennirnir aðallið KR í átta liða úrslit-
um og aðallið Vals í undanúrslitum. Valur
gerði markalaust jafntefli við Benfica á
Laugardalsvelli í Evrópukeppni, í einum
eftirminnilegasta leik íslenskrar íþrótta-
sögu, en tapaði næsta leik, fyrir b-liði
KR, á Melavellinum!
Þjálfari KR 1968 var Austurríkismað-
urinn Walter Pfeiffer. Varnarjaxlinn Bjarni
Felixson var ekki með vegna meiðsla en
stjórnaði b-liðinu. Í væntanlegri bók
„Pfeiffer sat lengi og horfði í gaupnir sér“
Ólafur Sigurvinsson ÍBV og Einar Ísfeld KR í úrslitaleiknum, sem ÍBV vann 2:1. Lengst til
vinstri er Hilmar Björnsson, handboltamaðurinn kunni.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Bjarnleifur Bjarnleifsson
greinarhöfundar um bikarkeppnina segir
frá því þegar Pfeiffer kom yfir í klefa b-
liðsins í hálfleik og vildi ræða málin.
„Við vísuðum honum á dyr. Honum
fannst gassagangur b-liðsins of mikill;
að strákarnir spiluðu of fast en hann
fékk skýr skilaboð: Þetta kemur þér
ekki við; farðu bara og stjórnaðu þínu
liði!“ er haft eftir Bjarna Fel. „Ég man að
eftir leikinn sat Pfeiffer lengi og horfði í
gaupnir sér. Hann botnaði ekkert í því
hvernig þetta gæti gerst; að b-lið félags-
ins gæti slegið aðalliðið út. Hann taldi
það fráleitt.“