SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Blaðsíða 6
6 1. nóvember 2009 H efði Hemmi Gunn borið fram þá spurningu í þætti sínum á Bylgjunni síðasta sunnudag hvað Agrupación Deportiva Alcorcón væri hefðu alhörð- ustu íþróttaspekingar varla haft rétt svar á takteinum. Jafnvel þótt lífið lægi við. Leggi hann sömu spurningu fyrir næstu 88 gesti svara þeir væntanlega allir sem einn, án þess að hugsa sig um. Áhugamenn um samfélög á Íber- íuskaga kannast ef til vill við Alcorcón, þó er það ekki víst, en knattspyrnulið þessarar litlu borgar, sem tilheyrir strangt til tekið Madríd, var á vörum allra Spánverja í vikunni. Raunar á vörum áhugamanna um þá fögru list, knattspyrnuna, um gjörvalla heims- byggðina, eftir að það burstaði stjörn- um prýtt lið Real Madrid 4:0 í Kon- ungsbikarkeppninni. Allt getur gerst Rétt er að geta þess strax að viðureign- irnar verða tvær, leikið er heima og að heiman og allt eins líklegt að Golíat kremji Davíð á Santiago Bernabéu, þar sem pláss er fyrir þá 3.000 sem sáu fyrri leikinn og 77.354 að auki, en það skiptir í sjálfu sér ekki máli. Leikmenn Alcorcón hafa þegar skráð nöfn sín á spjöld spænskrar sögu. Stórlaxarnir höfðu augljóslega ekki miklar áhyggjur af mótherjanum en berlega kom í ljós þetta kvöld – eins og oft hefur verið staglast á – að allt getur gerst í íþróttum. Það er einmitt eitt þeirra atriða sem gera íþróttir jafn vinsælar og raun ber vitni; möguleik- inn á hinu óvænta. Eflaust hafa ýmsir velt því fyrir sér á hvaða augnabliki íþróttamaður eða lið hafi komið mest á óvart en vitaskuld er ógjörningur að skera úr um það. Mælikvarðarnir eru margir og mis- jafnir. Árið 1964 urðu óvæntustu úrslit hnefaleikasögunnar þegar Cassius Clay, 22 ára Kentucky-strákur með munn- inn fyrir neðan nefið, gerði sér lítið fyrir og sigraði heimsmeistarann í þungavigt, Sonny Liston. Meistarinn gafst upp! Clay, sem hafði orðið ól- ympíumeistari 1960, var ekki talinn hafa roð við Liston en raunin varð önnur. Í kjölfarið tilkynnti að Clay að hann hefði tekið upp múhameðstrú og hlýddi eftir það nafninu Muhammad Ali. Þeir mættust á ný árið eftir, þá kom sigur Ali ekki á óvart en þó það að hann rotaði Liston í fyrstu lotu! Tennisáhugamenn gætu nefnt sigur Svíans Robins Söderlings á Rafael Na- dal hinum spænska í 4. umferð opna franska meistaramótsins fyrr á árinu. Nadal hafði aldrei beðið lægri hlut á þeim vettvangi og aldrei verið nálægt því. Hann stefndi að sigri 5. árið í röð, sem enginn hafði afrekað. Áhugamenn um íshokkí gleyma ekki sigri landsliðs Bandaríkjanna, sem skipað var áhugamönnum og háskóla- stúdentum, á sovésku maskínuninni, yfirburðaliði í heiminum, á Ólympíu- leikunum 1980. Þetta var áður en at- vinnumönnum var heimiluð þátttaka á ÓL. Engir slíkir kepptu fyrir hönd Sovétríkjanna, í mesta lagi hermenn sem höfðu þær skyldur í starfi að æfa íþróttina! Hvað er það óvæntasta sem gerst hefur í íslenskri íþróttasögu? Silfrið í Melbourne, bronsið í Los Angeles og Sydney? Eða sum afrek kempnanna okkar á íslenska frjálsíþróttavorinu? Hver er staðan í dag; gæti Kormákur sigrað FH í knattspyrnuleik? Svarið er augljóslega já, vegna þess að allt er hægt. Hvenær það yrði er annað mál. Það gæti þurft þúsund kappleiki til. Er það eitthvað ofan á brauð? Fótboltalið Alcorcón minnti á að Davíð getur sigrað Golíat Skítalykt af málinu? Pellegrini þjálfari Real á ekki sjö dagana sæla. Blásið hefur í mót og fárviðri geysar eftir niðurlægingu gegn smáliði Alcorcón. Reuters Hafðu það! Muhammad Ali stendur yfir Sonny Liston 1965 þegar hann rotaði kemp- una strax í fyrstu lotu. Vikuspegill Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Pak Doo Ik! Sigur Norður- Kóreubúa, 1:0, á Ítölum 16-liða úr- slitum heims- meistarakeppn- innar á Englandi 1966 er oft nefndur sem óvæntustu úrslit knattspyrnusög- unnar. Stórveldið var þar með úr leik. Man einhver eftir Pak Doo Ik? Hann skoraði í leiknum. Þá er ólíklegt að Bandaríkjamenn gleymi 1:0 sigri á Eng- lendingum á HM 1950 og Englend- ingar varla heldur. Þetta var nefnilega HM í knattspyrnu ... Dæmi um óvænt úrslit í íslenskum íþrótt- um er gott gengi b-liðs KR í bikarkeppn- inni í knattspyrnu 1968. Þá sigruðu b- liðsmennirnir aðallið KR í átta liða úrslit- um og aðallið Vals í undanúrslitum. Valur gerði markalaust jafntefli við Benfica á Laugardalsvelli í Evrópukeppni, í einum eftirminnilegasta leik íslenskrar íþrótta- sögu, en tapaði næsta leik, fyrir b-liði KR, á Melavellinum! Þjálfari KR 1968 var Austurríkismað- urinn Walter Pfeiffer. Varnarjaxlinn Bjarni Felixson var ekki með vegna meiðsla en stjórnaði b-liðinu. Í væntanlegri bók „Pfeiffer sat lengi og horfði í gaupnir sér“ Ólafur Sigurvinsson ÍBV og Einar Ísfeld KR í úrslitaleiknum, sem ÍBV vann 2:1. Lengst til vinstri er Hilmar Björnsson, handboltamaðurinn kunni. Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Bjarnleifur Bjarnleifsson greinarhöfundar um bikarkeppnina segir frá því þegar Pfeiffer kom yfir í klefa b- liðsins í hálfleik og vildi ræða málin. „Við vísuðum honum á dyr. Honum fannst gassagangur b-liðsins of mikill; að strákarnir spiluðu of fast en hann fékk skýr skilaboð: Þetta kemur þér ekki við; farðu bara og stjórnaðu þínu liði!“ er haft eftir Bjarna Fel. „Ég man að eftir leikinn sat Pfeiffer lengi og horfði í gaupnir sér. Hann botnaði ekkert í því hvernig þetta gæti gerst; að b-lið félags- ins gæti slegið aðalliðið út. Hann taldi það fráleitt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.