SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Blaðsíða 39
1. nóvember 2009 39 Mysudrykkur Mysu má að sjálfsögðu drekka ein- tóma og er góð þannig. En á fernunni frá MS er gefin þessi uppskrift 1 lítri mysa 2½-3½ dl ávaxtaþykkni ferskt eða frosið, t.d. úr appelsínum, greipald- inum, apríkósum, eplum eða ananas, 2½ dl sódavatn, tilbúið eða úr gosvél. Ísmolar. ýsuflök eða annar hvítur fiskur spínat (ca 2⁄3 úr pokanum notað) 1 gráðostur 1 rauðlaukur slatti af furuhnetum döðlur (ég notaði 45 stykki) 5-6 msk. balsamik-síróp Spínatið er skolað og sett í skál (og ef ég er í stuði hreinsa ég stilkana af). Rauðlaukurinn skorinn smátt og settur út í ásamt döðlunum sem ég sker í u.þ.b. 3 bita hverja. Furuhneturnar eru ristaðar og settar út í. Gráðosturinn er mulinn út í skálina og loks er bal- samik-sírópið sett út í og öllu blandað vel saman. Þetta er svo sett í eldfast mót og fiskflökin krydduð með salti og pipar og sett ofan á. Bakað í ofni í 15-20 mínútur við u.þ.b. 180 gráður. Ekki er verra að eiga kælda flösku af Trimbach Pinot Gris eða Clay Station Viognier í kæli til að drekka með. Ýsa á spínatbeði Gott er að setja uppþvottab- urstann í vélina. Lokið ávallt sápu- hólfinu áður en vélin er sett af stað og notið uppþvottavélagljáa. Þá þornar uppþvotturinn án þess að taumar eða vatnsdropar séu á glösum eða leirtaui. Uppþvottavél- ina þarf að þrífa að innan og einnig þarf að þvo fölsin vel. Athugið að þvo vask að innan með stálull eða grófum svampi, allt of algengt er að vaskar séu með drulluskán að innan. Hellið ekki úr skúringarfötu í eldhúsvask eða skúrið upp úr honum. Gott er að hafa upp- þvottavél í þeirri hæð að ekki þurfi að beygja sig niður til að setja í hana. Margrét Dórothea Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskólans Áfram með uppþvotta- vélina Húsráð Margrétar seta lýðveldisins. Hann kunni fram í fingurgóma að halda veislur. Hann sagði mér að þumalputtareglan væri að vera með þriggja rétta matseðil í há- deginu og fjögurra rétta á kvöldin og ég hef haldið mig við það. Svo hef ég jafnvel smakkrétti inni á milli.“ Nánast yfirdrifinn í seremóníunum Og Páll heldur áfram. „Ég hef mjög gaman af því að gera þetta eftir bókinni – nánast svolítið yfirdrifið,“ en því fylgja allar seremóníur, eins og að leggja diska, hnífapör og glös kórrétt á borð. Það þarf þó ekki veislur til að Páll dragi fram potta og sleifar. „Mér finnst mjög róandi eftir langan vinnudag að fara heim og elda. Ég myndi því aldrei kaupa tilbúna rétti og henda þeim í ofn, jafnvel þótt tíminn væri naumur, því það má alveg eins gera mínútusteik á sama tíma og hafa gott salat með. Eins tekur ekki langan tíma að skella fiski í ofn eða steikja kjúklingabringur. Ég geri það mjög oft.“ Tilraunamennska er líka hluti af matseld Páls en uppskriftin sem hér birt- ist kom einmitt til á þann hátt. „Ég bý oft til spínatsalat með gráðosti, döðl- um, furuhnetum og rauðlauk. Einn daginn átti ég mikinn afgang af slíku salati frá kvöldinu áður og datt þá í hug að þetta gæti bragðast vel með fiski. Síðan hef ég aldrei notað þetta sem salat heldur miklu frekar sem fiskrétt.“ Spínatsalat með furuhnetum, döðlum og gráðosti breyttist einn góðan veðurdag í fljótlegan fiskrétt sem bakaður er í ofni. Gott hvítvín með skemmir ekki fyrir. Mysa var helsti svaladrykkur Íslendinga fyrr á öldum og einhverjir leggja sér hana reglulega til munns enn í dag frekar en gosdrykki, þó að þeim fari vísast fækk- andi. Aðallega er þessi séríslenska mjólkuraf- urð þó notuð til þess að súrsa matvæli, sérstaklega fyrir þorrann. Á mysufernunum frá Mjólkursamsölunni er greint frá því hvað gerist við súrsun; m.a. er nefnt að hið lækkaða sýrustig komi í veg fyrir vöxt óæskilegra gerla og auki geymsluþol, fæðan verði auðmeltari og næringargildið aukist. Þá segir að þar sem bætiefni mysunnar síist inn í matvæli sé súrmeti góð uppspretta bætiefna, eink- um kalks og B1- og B2-vítamíns. „Mysa verður til við skyrgerð. Gerlaflóra mysu, bragð og gæði samsvara skyrinu sem hún er síuð frá. Auk þess einkenna gersveppir þessa seríslensku mjólkurafurð og gefa henni sérstakt bragð og áferð. Mjólkursýrugerlar í mysunni kljúfa mjólk- ursykur og mynda mjólkursýru og getur mysan því orðið mjög súr.“ Drykkur vikunnar Mysa Helsti svala- drykkurinn fyrr á öldum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.