SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Blaðsíða 23
1. nóvember 2009 23
þetta var aðferð mín til að takast á við þetta allt
saman.“
Óttaðistu einhvern tíma að missa manninn
þinn?
„Já, en ég sagði honum að hann hefði ekkert leyfi
til að fara frá mér.“
Hefur það breytt lífi ykkar að hann vann bug á
veikindum sínum?
„Allir sem verða fyrir áföllum hljóta að endur-
skoða líf sitt og íhuga hvað skiptir þá raunverulegu
máli. Það gerðum við hjónin svo sannarlega. Það
hafði aldrei hvarflað að mér að maðurinn minn yrði
ekki alltaf hjá mér. Þannig að þessi reynsla breytti
hugsunarhætti mínum; það sem ég hafði talið sjálf-
sagt var það ekki lengur. Við fórum að gera ýmis-
legt sem við höfðum lengi talað um að við þyrftum
að gera en aldrei látið verða af. Fyrsta sumarið eftir
að hann veiktist fórum við til Írlands og gengum í
viku á fjöll með kort, kompás og bakpoka. Eftir það
ferðalag fórum við markvisst að ganga bæði hér-
lendis og erlendis sem er algjör lífsfylling. Við eig-
um dásamlega félaga sem ganga með okkur, sem
eru gömlu vinnufélagarnir mínir á skrifstofu sveit-
arfélagsins Ölfuss. Það er dásamleg upplifun að
ganga á fjöll og sjá fugla og gróður og kynnast alls
kyns veðri.“
Megum ekki vanmeta mannauð
Þú býrð í Þorlákshöfn en ert í vinnu í Reykjavík.
Af hverju viltu ekki flytja til höfuðborgarinnar?
„Á Suðurlandi býr fjölskylda mín, foreldrar,
bræður, mágkonur og systkinabörnin. Þarna er stór
hópur af vinum og félögum. Svo er dásamlegt að búa
á litlum stað þar sem maður hefur húsið sitt og garð-
inn sinn. Þegar ég kem frá Reykjavík, keyri austur
og fer niður Skógarhlíðabrekkuna og sé yfir þorpið
mitt þá verð ég samstundis úthvíld. Ég kem heim og
það er eins og ég sé að fara í sumarbústað. Þarna eru
lífsgæði sem ég tími ekki að láta frá mér.“
Nú ertu komin í nýtt og krefjandi starf. Held-
urðu að konur séu öðruvísi stjórnendur en karl-
menn?
„Auðvitað er ekki hægt að alhæfa. Ég held samt
að konur séu yfirleitt meira fyrir að ræða málin en
karlar og leggi mikið upp úr því að fá fólk með sér.
Konur eru oft lengur að taka ákvarðanir en karlar
en þegar ákvörðun liggur fyrir standa þær við hana.
Þetta er allavega minn háttur við að stjórna. Ég þarf
mjög gjarnan að ræða við aðra áður en ég tek
ákvörðun. Mér finnst reyndar að þannig eigi maður
að vinna, í samráði við aðra.“
Hver eru að þínu mati helstu verkefnin sem
bíða þín í nýju starfi?
„Launamisrétti er mál sem þarf að taka á og þolir
ekki langa bið. Það er rætt um að launamunur milli
kynja á íslenskum launamarkaði sé 18 prósent og ég
hef enga ástæðu til að halda að það sé öðruvísi hjá
BSRB. Innan bandalagsins ætlum við að fara í mark-
vissa launakönnun. Við höfum vísbendingar um að
launamismunurinn geti verið enn meiri úti á landi
en á höfuðborgarsvæðinu. Þannig geta hlutirnir ekki
gengið. Við höfum ekki efni á að vanmeta þann
mannauð sem helmingur þjóðarinnar er, sem eru
konur. Við verðum að tryggja jafnræði kynjanna.
Annars verður aldrei sátt í þessu samfélagi.
Stærsta verkefni okkar er að verja velferðar-
kerfið og þá ekki síst að verja störf þeirra sem starfa
þar. Að langstærstum hluta eru það konur sem
sinna þessum störfum. Ef starfsfólkið er ekki til
staðar þá er ekkert velferðarkerfi. Við horfumst í
augu við að það er niðurskurður alls staðar. Það
eykur enn nauðsyn þess að tryggt sé að allir fái
nauðsynlega umönnun innan heilbrigðiskerfisins.
Ef velferðarkerfið hrynur þá er þjóðin miklu verr
stödd en ef hægir á framkvæmdum. Það þarf að
vinna að því að viðhalda velferðarkerfinu í sátt við
stjórnvöld því það er eina leiðin til að ná verulegum
árangri. En ef það þarf harða baráttu til að skapa
öryggisnet fyrir alla þá tökum við þann slag hversu
erfður sem hann verður.“
Morgunblaðið/Ómar
„Ég man ekki eftir mér
öðruvísi en sem póli-
tískri manneskju. Ég
hef alltaf haft mikinn
áhuga á afkomu og
kjörum fólks.“
Blöndunar-
tæki!
Vnr. 15400030
Sturtutæki
ARMATURA classic hitastýrt sturtutæki.
Vnr. 15400045
Handlaugartæki
ARMATURA Ferryt handlaugartæki.
5.890
Vnr. 15400050
Eldhústæki
ARMATURA Ferryt eldhústæki.
5.490
Vnr. 15400025
Baðtæki
ARMATURA classic hitastýrt baðtæki.
15.990
13.990
viðhaldið
Allt fyrir
ÓDÝRT