SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Side 26

SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Side 26
26 1. nóvember 2009 L itlar fréttir er að hafa um með hvað hætti bankarnir, sem reistir eru á grunni þeirra gömlu, munu á endanum líta út. Með sama hætti er lítið að frétta af því undir hvaða formerkjum svonefndar skilanefndir starfa og hvað fyrir þeim vakir. Skilanefndir voru skipaðar af Fjármálaeftirlitinu í upphafi og undr- uðust margir að ýmsir gamlir handlangarar helstu skuldara landsins skyldu settir þar í hæst launuðu trúnaðarstöður sem fundust eftir hrun. Fjármálaeftirlit átti að hafa eftirlit með starfsemi nefndanna og var því fráleitt að láta það jafnframt skipa mannskapinn, sem í þær fór. Tímahrak og yfirþyrmandi verkefni má þó nota til að afsaka þann framgang. Nú er sagt að skilanefndirnar starfi á ábyrgð kröfuhafa en ekki Fjármálaeftirlits og þær hafa breyst í leynifélög, sem enginn veit við hvað eru að fást og fréttir frá þeim og til- kynningar eru þokukenndar og virðast fremur settar fram í þágu feluleiksins en til upplýsingar. Reiðir rukkarar Fjármálaráðherra, sem á að vera fulltrúi almenn- ings, sat á milli skilanefndarmanna þegar sagt var að Íslandsbanki (áður Nýi Glitnir, áður Gamli Glitnir, áður Íslandsbanki, áður Fjárfesting- arbanki atvinnulífsins og áður Iðnaðarbanki, Verslunarbanki og Útvegsbanki og ef til vill eitt- hvað fleira) væri að fara í hendur kröfuhafa Gamla Glitnis, eins og þeim hafði verið gefinn kostur á. Hver gaf þeim kost á því? Hvar fór fram umræða um þá niðurstöðu? Eitt er víst að þjóðin var ekki spurð. Engin ákvörðun var tekin um þetta á þjóðþinginu, og bréfritari minnist þess ekki að þar hafi farið fram umræða, jafnvel mála- myndaumræða, um þessa þýðingarmiklu at- burðarás. Fjármálaráðherra, sem á að vera fulltrúi almennings, fagnaði „þessari niðurstöðu“ mjög. Svo át hann eftir spjallandi spekingum af hinum og þessum rásum að það hefði í för með sér gríðarlegan ávinning að stórir erlendir bankar með þekkt vörumerki kæmu að þessu eignar- haldi. Hinn ókosni yfirmaður efnahagsmála tók í sama streng. Hvaða upplýsingar hefur sá maður sem almenningur hefur ekki? Þessi aðkoma myndi tryggja tengsl við góða lánveitendur og viðskiptaaðila í framtíðinni, sögðu báðir. Þetta hljómar svo sem ekki illa og jafnvel skynsamlega, ef aðstæðum er réttilega lýst. Kröfuhafar bank- anna eru sjálfsagt ekki verri en aðrir, en hinu má ekki gleyma að þeir eru hér í hlutverki reiðra rukkara en ekki fjárfesta og munu horfa til þess hlutverks á undan öllum öðrum. En þar að auki má spyrja sig hvernig kröfuhafahópurinn lítur út. Ekkert hefur verið upplýst um það fremur en annað. Almenningi er ætlað í upplýsingaleysinu að ímynda sér að hér séu öflugir og grónir er- lendir bankar á ferðinni komnir hingað með langtímafjárfestingu í huga, sem myndu því standa við bakið á viðkomandi banka, sem þeir ættu þó aðeins einhvern minnihluta í, ef róður bankans tæki að þyngjast. En þótt svo væri að eignarhaldinu yrði þannig varið þegar upp yrði staðið, er slík viðskiptaleg tryggð harla ólíkleg, svo ekki sé meira sagt. Miklu líklegra er að þegar harðnaði á dalnum myndu þessir eigendur flýja eins og fætur toguðu, í ljósi þess hver aðkoma þeirra að bankanum var. Hún kom ekki til af góðu. Þeir neyddust til að taka þar stöðu, af því að það var næstversti kosturinn sem þeir höfðu. Hvaða upplýsingar hafði fjármálaráðherrann? Fréttablaðið var með athyglisverða frétt á forsíðu sinni sl. miðvikudag. Þar segir meðal annars: „Sjóðir sem högnuðust á falli íslenska efnahags- lífsins eru meðal helstu kröfuhafa bankanna.“ Og í upphafi fréttarinnar segir ennfremur: „Vís- bendingar eru um að bandarísku vogunarsjóð- irnir sem veðjuðu gegn íslensku bönkunum í fyrravor eignist Íslandsbanka og Nýja Kaupþing að mestu leyti.“ Blaðið heldur því jafnframt fram að þetta séu sömu aðilar og keyptu skuldatrygg- ingar á íslenska banka í fyrravor með þeim af- leiðingum að vaxtakjör þeirra fóru upp í hæstu hæðir og afleiðingarnar urðu þær að vantraust á viðkomandi bönkum varð algert og fjármögnun, sem var erfið fyrir varð ómöguleg. Þetta hafi með öðrum orðum flýtt fyrir falli bankanna. Nú hefur þessi forsíðufrétt Fréttablaðsins ekki fengist stað- fest fremur en svo margt annað varðandi skila- nefndir og samskipti þeirra við kröfuhafa. En þegar þetta er ritað hefur fréttin heldur ekki ver- ið rengd eða hún sögð villandi. Spurningin hlýtur því að vera sú hvaða upplýsingar fjármálaráð- herrann hafði þegar hann var með vangaveltur um ágæti þess að fá öfluga og trausta erlenda banka að íslenska bankakerfinu. Hafi hann vitað eins og við hin lítið sem ekkert hefði hann vænt- anlega látið vera að fimbulfamba þetta. En hafi verið handfastar upplýsingar á bak við orð ráð- herrans, af hverju kemur hann þeim ekki á fram- færi við umbjóðendur sína? Ekki hefur þetta neitt með hina heilögu bankaleynd að gera, sem virðist byggjast á heilagasta lagabókstaf sem Lagasafnið geymir. Hins vegar hefur þetta örugglega með upplýsingaskyldu stjórnvalda að gera og þá kröfu sem almenningur hefur um gegnsætt stjórnkerfi og pukurlausa umræðu. Óvissa um væntanlega eigendur bankanna Mjög er reynt að gera einkavæðingu bankanna á sínum tíma tortryggilega. Er það fremur auð- veldur leikur og mjög spilað á að menn eru fljótir að gleyma. Fyrst bankarnir fóru á hausinn hlýtur einkavæðing þeirra að hafa verið röng, ef ekki hluti af gegndarlausri spillingu, gott ef ekki glæp- samlegri spillingu. Í síðustu viku urðu þau tíma- mót í Bandaríkjunum að eitthundraðasti bankinn fór á hausinn síðan á miðju ári 2007 er kreppan hófst. Lætur nærri að þar hafi einn banki farið á höfuðið í viku hverri síðan þá. Ekki eiga menn þar í landi kost á að kenna einkavæðingu um. Í rauninni eru málefnalegar forsendur til að ræða Óljóst söluferli Reykjavíkurbréf 30.10.09

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.