SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Síða 52

SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Síða 52
52 1. nóvember 2009 R ithöfundurinn Eric-Emmanuel Schmitt hefur skrifað dásam- legt, djúpt og innblásið verk um samband sitt við Mozart. Falleg bók hans, sem sönn gleði fylgir því að lesa, ber einfaldlega titilinn Líf mitt með Mozart og er þýdd á íslensku af Sig- urði Pálssyni skáldi. Af því að það er erf- itt, og fast að því ómögulegt, að lýsa tón- list Mozart ítarlega án tóndæma þá fylgir geisladiskur með bókinni. Þar er að finna tóna frá Mozart, tónlist sem skipti Eric- Emmanuel Schmitt gríðarlegu máli í erf- iðum aðstæðum og bjargaði meira að segja lífi hans. Listin getur nefnilega ver- ið lífsakkeri. Mozart bjargar unglingsdreng Eric-Emmanuel var fimmtán ára gamall þegar hann komst að þeirri niðurstöðu að lífið væri ekki þess virði að lifa því. Hann ákvað að fyrirfara sér. Þá heyrði hann tónlist Mozarts og skynjaði að lífið væri þess virði að því væri lifað. Síðan hefur Mozart fylgt honum – reyndar ekki stöð- ugt því þetta samband hins lifandi við hinn látna er eins og sambönd milli hinna lifandi, það koma stundir þar sem teng- ingin dofnar. Eric-Emmanuel Schmitt viðurkennir að samband hans við Mozart hafi ekki verið samfelld gleðiganga. Á tímabili þótti honum ekki fínt að hrífast af tónskáldi sem geðjaðist fjöldanum svo mjög. Honum fannst það lýsa of miklu hjarðeðli að dá Mozart þegar flestir aðrir virðast gera það. En svo áttaði hann sig vitanlega á því, eins og við gerum flest á endanum, þegar við látum af snobbinu, að það er í góðu lagi að hrífast með fjöld- anum. Lofgjörð til snillings Bókin um Mozart er lofgjörð til snillings sem Eric-Emmanuel Schmitt er sann- færður um að hafi gert fleira fólk ham- ingjusamt en nokkur annar maður í ver- aldarsögunni. Í verkum Mozarts skynjar hann guðdóminn og finnur um leið gleðina og bjartsýnina. Tónlist Mozarts verður honum efni í hugleiðingu um upphafningu svartsýninnar og hann spyr: „Af hverju í ósköpunum að stynja og andvarpa þegar manni er boðið upp á að njóta?“ Og það er ekki annað hægt en að svara honum: „Alveg rétt, hvaða vit er eiginlega í svartsýninni? Af hverju er hún talin svo miklu vitrænni en gleðin og vonin?“ Ekkert dauðabragð „Lífið er ennþá umsetið af dauðanum en það er ekki lengur dauðabragð af því af því við eigum tónlist Mozarts,“ segir Er- ic-Emmanuel Schmitt. Niðurstaða hans er: „Að segja „ég dái Mozart“ jafngildir því að æpa að mann langi til þess að hlæja, leika sér, hlaupa, velta sér í gras- inu, faðma að sér himininn, gæla við rós- ir.“ Já, við manneskjurnar gerum vissulega svo ótal margt vitlausara í lífinu en að hlæja, leika okkur, faðma að okkur him- ininn og gæla við rósir. Þessi einlæga bók minnir okkur rækilega á það. Mozart bjargar mannslífi Eric-Emmanuel Schmitt skrifaði bók um mann- inn sem hann er sannfærður um að hafi gert fleira fólk hamingjusamt en nokkur annar Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.isF lókin fjölskyldutengsl eru áber- andi í haustbókaflóðinu; flókin fjölskyldutengsl og einstæðar mæður. Það er kannski ekki há prósenta af þeim ca. þrjátíu bókum sem ég er búinn að lesa af haustflóðinu sem snýst um mæður og börn, en það vildi svo til að ég las þrjár bækur í röð sem meira og minna gengu út á brotin fjölskyldu- mynstur. Tengslin eru hvergi flóknari en í skemmtilegri bók Bjarna Harðarsonar, Svo skal dansa, sem segir sögu tveggja kvenna, Sigríðar Bjarnadóttur Velding og Sesselju dóttur hennar, en Sesselja var langamma Bjarna. Sigríður Velding fæddist um miðja nítjándu öldina og Sesselja skömmu fyr- ir næstsíð- ustu alda- mót. Sigríður bjó við mikla fátækt, var eiginlega allslaus og Sesselja átti lítið meira, þó hún hafi búið við heldur betri kjör en móðir henn- ar, en þær áttu báðar börn sem þær gátu ekki annast - Sigríður gaf frá sér tvö börn vegna fátæktar og Sesselja átti fimm börn með fjórum mönnum. Sagan sem Sindri Freysson segir í Dótt- ir mæðra minna segir einnig frá börnum sem verða viðskila við mæður sínar, eða réttara sagt mæður sem verða að segja skilið við börn sín sökum fátæktar og að- stöðuleysis, því þó okkur hafi heldur miðað áfram í tíma, komnir vel inn í tutt- ugustu öldina, var fátæktin litlu minni og síst dró úr því að ungar stúlkur létu fall- erast - feðurnir lítið annað en sæðisgjafar sem eru úr sögunni að getnaði loknum. Sagan hans Sindra segir frá stúlku sem á tvær mæður, aðra líffræðilega og hina sem elur hana upp. Sagan er þó ekki eins einföld og virðist við fyrstu sýn, því líf- fræðileg móðir stúlkunnar átti sér annað líf; hófst úr fátækt fyrir vestan í að verða eiginkona stöndugs Englendings áður en hún hrökklaðist til Íslands að nýju, varð að skilja barn eftir þar ytra og síðan að láta frá sér annað. Bók Sindra er mun flóknari smíð en hér er gefið til kynna, en hluti hennar rímaði svo vel við bókina hans Bjarna að mér fannst þær renna saman á kafla. Þriðja bókin sem ég las í lotunni var einnig um konu sem varð að gefa frá sér barn, eða réttara sagt var svipt barni sínu, því bókin hans Bergsveins Birg- issonar um hugarfar kúa hefst þar sem foreldrar ungrar stúlku nánast hrekja hana að heiman og svipta hana barninu. Í henni er mesta klisjusmíðin, bæði hvað varðar örlög móðurinnar og svo barnsins, en sagan er líka allt annars eðlis. Flóknar fjöl- skyldur Orðanna hljóðan Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ungar stúlkur láta fallerast og feðurnir eru lítið annað en sæð- isgjafar sem eru úr sögunni að getnaði loknum. Ég er iðulega með nokkrar bækur í takinu í einu. Það helgast ekki síst af því að ég er svo heppin að rannsóknir mínar byggja á lestri. En ég les mér líka til eintómrar ánægju – og þá bækur af ýmsu tagi. Stundum verða bækur ekki á vegi manns um leið og þær koma út en góð bók verður vitaskuld ekki verri þó að einhver tími líði frá útgáfu hennar. Sumar af mínum uppáhaldsbókum eru orðnar meira en sjö hundruð ára gamlar! Í september lagðist ég í lestur og upprifjun á kveðskap Sigurðar Pálssonar í tengslum við málþing um verk hans sem ég tók þátt í að skipuleggja. Þá dreif ég mig loksins í að lesa Minningabók Sigurðar sem er einstaklega sjarm- erandi og heillandi bók. Og fyrir nokkrum vikum hvarf ég ofan í bókina Konur eftir Steinar Braga sem greip mig föstum tökum og kom mér algjörlega á óvart. Ég verð að viðurkenna að ég er dálítið manísk þegar ég les; mér finnst skemmtilegast að gleyma mér við lesturinn og hef tilhneigingu til að leggja frá mér bækur sem heilla mig ekki. Ég nýt þess að lesa bækur í fáum lotum eða jafnvel í einni ef þær eru stuttar. Í rauninni er skemmtilegast að hafa tíma til að lesa í marga klukkutíma í senn; og lesa þá hægt eða hratt eftir atvikum. En sumar bækur eru betri í smærri skömmtum. Ég hef eins og margir aðrir týnt mér í sögum Stig Larssons og þær varð ég að lesa hratt. Af því að ég hef verið dálítið á ferðalögum upp á síðkastið tókst mér að lesa sögurnar þrjár í flugvélum eða lestum á síðustu vikum. Sögurnar eru mjög spennandi og vel skrifaðar, en ég verð þó að viðurkenna að nú er skammturinn orðinn það stór að ég get eiginlega ekki hugsað mér að lesa fleiri spennusögur í bili. Nú langar mig mest að leggjast í ljóðabækur eða rólegar og seiðandi stílaðar bækur eins og nýjustu bók Ishiguros sem ég las nýlega eða bók Toni Morrison, Mercy, sem ég var að byrja á. Nú er skemmtilegur tími að renna upp þegar nýju bækurnar koma í bókabúðirnar. Ég hlakka til að lesa bók Jóns Kalmans, en ekki síður bók Jóns Karls Helgasonar um Ragnar í Smára og Árna Heimis um Jón Leifs. Ég verð þó að viðurkenna að ég er sérlega spennt að sjá hvaða tökum Óskar Guðmundsson tekur Snorra Sturluson í nýju bókinni sem var að koma út. Lesarinn Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar Finnst skemmtilegast að gleyma mér Konur eftir Steinar Braga komu Guðrúnu á óvart. Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.