SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Blaðsíða 21

SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Blaðsíða 21
1. nóvember 2009 21 1 nótt 2-50 nætur 50-100 nætur 100-566 nætur 27 49 49 14x Konur sem leitað hafa í Konukot Samtals frá upphafi:139konur GRÆNN TILBÚINN TIL NOTKUNAR . RAUÐU RTILBÚ INN TIL NOTKU NAR hálsi 3 - 110 R. HVÍTUR TILBÚINN TIL NOTKUNAR . GULUR TILBÚINN TIL NOTK UNAR lsi 3 - 11 0 R. sumar,“ segir Elín. Af þeim 121 sem skilgreindur var utangarðs og/eða heim- ilislaus voru 24% konur, eða samtals 29, sem samræmist niðurstöðum svipaðra rann- sókna sem gerðar hafa verið á Norðurlöndum en þar er pró- senta kvenna meðal heim- ilislausra milli 20 og 27%. Konur viðurkenna vanda sinn þegar þær stíga inn í Konukot „Það er samt svo erfitt að tala um ákveðinn fjölda því hann er svo breytilegur. Að vera heim- ilislaus er ekki eitthvað eitt óbreytanlegt ástand,“ segir El- ín. Elín segir Konukot vera gríð- arlega mikilvægt fyrir þennan hóp heimilislausra kvenna en segir jafnframt að það sé ákveð- in neyð í samfélaginu þar sem vantar sértækt búsetuúrræði fyrir ákveðinn hóp af konum. Þegar konurnar stíga inn í Konukot eru þær um leið að viðurkenna vandamál sitt. „Það eru margir sem myndu aldrei segja, ég er heimilislaus, því það fylgir þeirri staðhæfingu svo mikil skömm. Og ákveðinn hópur kvenna sem leita í Konu- kot hefur ákveðna fordóma gagnvart eigin aðstæðum,“ seg- ir Elín. Hún telur að margar ungar konur í vanda átti sig ekki á því að þetta úrræði standi þeim til boða og vill koma því á framfæri að ungar konur eru velkomnar í Konukot og mættu jafnvel nýta sér Konukot betur. mikla frið. Síðan þá hef ég verið dugleg að vinna stöðugt í mér og ég er búin að syngja og dansa í 19 ár.“ Seldi bílinn og fór til Flórída í biblíuskóla Stuttu eftir atvikið í bakaríinu seldi Jóhanna bílinn sinn og fór í fimm mánuði í biblíuskóla í Flórída. Hún tók tvo yngstu syni sína með sér, þá 10 ára gamla. Fólkið í kringum hana hélt að hún væri að ganga af göflunum og var mest hneykslað yfir því að hún skyldi selja bílinn sinn. Hún segir þessa reynslu hafa verið ómetanlega, bæði fyrir sig og strákana sína. Jóhanna segir að hún hafi á þessum tíma vanið sig á að vera alltaf jákvæð og tala út frá jákvæðni. Hún segir það hafa hjálpað sér mikið og eflaust átt þátt í því að smám saman náði hún markmiðum sínum og var komin með eigin íbúð og nýjan bíl. Jóhanna hefur sett sér það markmið í lífinu að halda áfram að láta gott af sér leiða og stefnir á að fara í sjálfboðastarf á barnaheimili í Kenía næsta sumar. Jóhanna á fjóra uppkomna stráka og fimm barnabörn og hún brosir allan tímann sem hún ræðir um fjölskyldu sína. „Ég er rosalega heppin með strákana mína. Þeir hafa allir komið sér vel fyrir í lífinu og ég á frábærar tengdadætur líka. Ég er svo blessuð og þakka guði á hverjum einasta degi fyrir börnin mín og barnabörn. Elstu strákarnir mínir eru aldir upp í mjög miklum alkóhólisma og fengu í raun mjög erfitt upp- eldi. Þeir hafa samt náð sjálfir að vinna vel úr þeim málum. Þegar ég svo leystist út úr viðj- um alkóhólismans var eins og þeir færu á svipuðum tíma að vinna sig út úr sínum málum líka. Yngri strákarnir mínir fóru með mér í kirkjuna þegar ég frelsaðist og þeir hafa alist upp í frjálsu söfnuðunum og eignast lifandi trú og kunna að meta lífið. Þeir vita samt hvað alkóhólismi er þar sem pabbi þeirra er virkur alkóhólisti í dag, svo auðvitað hefur þetta alla þeirra tíð verið nálægt þeim. Við höfum sem sagt öll náð að vinna okkur úr þeim vanda sem við vorum í og það er náttúrlega bara kraftaverk en segir okkur líka að það er alltaf von.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.