SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Blaðsíða 34
34 1. nóvember 2009 F jölmarga dreymir um að ferðast víða um heim- inn, til framandi staða, en láta aldrei af því verða. Sólveig er ekki ein af þeim. Undanfarin ár hefur hún ferðast víða og alltaf tekið með sér brimbretti, snjóbretti eða „longboard“-ið sitt (langt hjólabretti), hvað sem hentar aðstæðum á hverjum stað. Hún segist hafa fengið ferðabakteríuna ung að árum og eftir nokkur ferðalög með foreldrum sínum um Evrópu skellti hún sér 17 ára í skiptinám til Bandaríkjanna í eitt skólaár – með snjóbrettið í farangrinum. Eftir að hún kom heim var byrjað að skipuleggja næsta ferðalag en Sólveig viðurkennir að vera alltaf með hug- ann við næstu ferð. Árin á eftir lá leiðin til Frakklands, Rússlands, Portúgals, Filippseyja, Englands, Austurríkis og Kanada, svo aðeins nokkur lönd séu nefnd. Í fyrra fór hún ásamt öðru starfsfólki ferðaþjónustufyrirtækisins Ultima Thule á skútu til Grænlands og því næst ásamt vinkonu sinni, Bryndísi Sævarsdóttur, til Taílands, Taív- ans, Malasíu og Ástralíu. „Ég les greinar í blöðum og á netinu og svo ferðast vinir mínir mjög mikið,“ segir Sól- veig, spurð hvaðan hún fái hugmyndir að næstu áfanga- stöðum. „Á ferðalögum hitti ég líka fólk með sömu áhugamál og við spjöllum um staði sem við höfum ferðast til,“ bætir hún við. Eftir jól ætlar hún aftur til Fil- ippseyja og því næst til Nýja-Sjálands. Sannkallað Kodak móment Sólveig og Bryndís eyddu síðustu jólum og áramótum í bænum Byron Bay í Ástralíu en óvænt atvik setti sitt mark á ferðina. „Annan í jólum var ég að renna mér á „longboard“-inu úti á götu og það var aðeins byrjað að dimma. Ég var að koma inn á hringtorg þegar bíll á fleygiferð kom úr annarri átt og bílstjórinn sá mig ekki og ég sá hann ekki fyrr en of seint. Ég reyndi að stöðva „longboard“-ið, beygja til hliðar og skransa en löppin rann af og fór undir bílinn. Ökumaðurinn hægði aðeins á sér, hann sá hvað gerðist þar sem ég lá í götunni en hann brunaði svo áfram af stað,“ segir Sólveig en hún hlaut opið beinbrot á sköflungnum. Ökumaðurinn gaf sig fram á lögreglustöð nokkrum klukkutímum síðar og lék grunur á ölvun við akstur. „Það fyrsta sem ég hugsaði um þegar ég starði niður á beinið og blóðið voru myndbönd af fótboltaslysum á YouTube. Ég beið eftir að sársaukinn kæmi en ótrúlegt en satt fann ég bara fyrir þrýstingi. Það er skrýtið hvernig líkaminn fer í sjokk og vinnur á móti óbærileg- um sársauka. Ég lá þarna í 20 mínútur að bíða eftir sjúkrabíl svo það var ekkert annað í stöðunni en að biðja vinkonu mína um að taka myndir, enda sannkallað Ko- dak móment! Daginn eftir rankaði ég við mér og þá var ég búin að fara í tvær aðgerðir og var uppdópuð af mor- fíni,“ segir Sólveig en upphaflega óttuðust sjúkraflutn- ingamennirnir að taka þyrfti fótinn af Sólveigu þar sem brotið var svo slæmt að hún gat ekki hreyft tærnar. Hún segir það því hafa verið afar dramatíska stund stuttu síð- ar á spítalanum þegar í ljós kom að hún gat hreyft tærn- ar. Nú er hún með tein og fjórar skrúfur í hægri fætinum. Sólveig segir að það hafi ekki runnið upp fyrir sér hversu alvarleg meiðslin voru fyrr en daginn eftir en þá var hún þakklát fyrir að ekki var keyrt yfir hnéð eða ökklann. Ljóst var að Sólveig kæmist ekki á snjóbretti í Austurríki mánuði síðar, eins og til stóð. „Ég var á sjúkrahúsi í viku og eyddi þar áramótunum ein og upp- dópuð af morfíni. Ég reyndi að líta á björtu hliðarnar og hugsa að það væri kannski fínt að byrja árið á botninum, það gæti þá bara orðið betra.“ Hafist var handa við að skipuleggja ferðina heim til Ís- lands og var hún talsvert frábrugðin því sem Sólveig hafði átt að venjast til þessa. „Um leið og ég kom á flug- völlinn fékk ég hjólastól og ég þurfti aldrei að bíða í neinum röðum. Ég og Bryndís flugum á fyrsta farrými með Singapore Airlines sem þýddi að það var allt í silki og við gátum lagt sætin alveg niður. Hinsvegar þurfti ég að sprauta mig með blóðþynnandi lyfjum og var með morfíntöflur en þar sem við vorum nú á fyrsta farrými og komnar með kokteilalista áður en við fórum í loftið ákvað ég að fá mér einn kokteil, þá sjaldan að maður lyftir sér upp. Kokteill ofan í morfín og blóðþynnandi lyf þýddi svo að ég var „game over“ áður en flugvélin fór í loftið. Svo vaknaði ég bara í annarri heimsálfu. En ég gat auðvitað ekkert beygt hnéð svo að þegar ég þurfti að pissa í miðju flugi þá þurfti Bryndís að koma með mér því það var ekki hægt að loka dyrunum inn á klósett.“ Sólveig sigldi með hópi fólks á skútu til austurhluta Grænlands í fyrrahaust. Þar fór hún m.a. í göngur, æfði skotfimina, fór á sjóbretti og sigldi á kajak milli ísjaka. Er alltaf með hug- ann við næstu ferð Sólveig Pétursdóttir hefur und- anfarin ár sameinað áhuga sinn á ferðalögum og jaðaríþróttum. Hún hefur m.a. kafað í Filipps- eyjum, verið á brimbretti í Ástralíu og á snjóbretti í Kan- ada en eftir að hún klárar ferðamálafræði í Háskólanum næsta vor langar hana í þyrlu- flugmannsnám en hún er þegar með atvinnuflugmannsréttindi. Ylfa Kristín K. Árnadóttir ylfa@mbl.is Rennir sér í púðursnjó í Avoriaz í Frakklandi. Ferðalög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.