SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Blaðsíða 47
1. nóvember 2009 47 LÁRÉTT 1. Derringur í söðli út af fituþykkildi. (11) 6. Kraftur og ólyfjan fyrir slæman. (8) 7. Margrét Anna rétt með líkamsleifar. (9) 9. Sjá oftast nær sérhverja slétta. (9) 10. Laga 1000 grömm með minni. (8) 11. Vörulest fer með sjávardýr til baka. (5) 12. Heilagasti staður er að hamla þéttbýli. (6) 15. Fara tíu til þess sem reynist vera á ákveðnum aldri. (8) 17. Hross, varla fugl og þó. (9) 19. Æfðar, að vísu. (7) 23. Bara til líkra. (6) 24. Umturni nágrenni. (8) 27. Aldin vinsælla fugla í Japan? (8) 29. Kallinn sem ruglar um mannvonsku. (10) 31. Löpp með ullarhnoðra sýnir okkur plöntu. (7) 33. Eir, skilin, verður aftur einhvern veginn að konu. (9) 34. Sjá Kremlarbúa detta og slasa sig einhvern veginn. (10) LÓÐRÉTT 1. Lækna með hugarafli heimili í höfði? (7) 2. Er Kristur ei fyrir hæverska á sinn hátt. (9) 3. Málmur með lykt. (6) 4. Í maí setjum við frú í skóla til að læra um plöntuhluta. (10) 5. Þær sem loka sári eru fullar af ranghug- myndum. (9) 7. Sigrar spil náttúrufyrirbæri. (7) 8. Dagsljóri birtir okkur tregan. (5) 13. Á tíma og með hálfvegis yndi verður til kapp. (8) 14. Klettar úr eðalmálmi sem gott er fá. (10) 16. Sár yfir sverði. (6) 18. Möguleiki hjá því sem er ekki grand. (6) 20. Ekki flókinn drykkur. (9) 21. Plana einhvern veginn með hættulegu efni. (6) 22. Ég lerka rass minn aftur við að rekast á ílát. (10) 25. Byrjaði kona að finna blóm. (8) 26. Hefur leppurinn aukaskammtinn. (6) 28. Er ellin keipótt? (6) 30. Fæ bæ frá granna. (5) 32. Af regni er hægt að fá fréttir. (5) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn með nafni og heim- ilisfangi ásamt úrlausninni í um- slagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 31. október renn- ur út næsta föstudag. Nafn vinn- ingshafans birtist laugardaginn 7. nóvember. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinnings- hafi krossgátunnar 24. október sl. er Sigrún Sig- hvatsdóttir. Hún hlýtur í verðlaun bókina Morðið á ferjunni eftir Sjöwall & Wahlöö. Forlagið gefur út. Krossgátuverðlaun Margar frægustu viðureignir skáksög- unnar tengjast seinkaðri komu keppenda að skákborðinu. Alþjóðaskáksambandið hefur girt fyrir slíkt háttalag. Nú eiga allir að sitja við borðið þegar umferð hefst. Sértu of seinn, þá tapar þú góurinn, er hin nýja dagskipun FIDE og hefur tekið gildi á Evrópumóti landsliða í Novi Sad. And- stæðingur Dags Arngrímssonar úr 1. um- ferð, Tékkinn Viktor Laznicka, var fimm sekúndum of seinn þegar hann mætti til leiks í næstu umferð og var þegar í stað dæmt tap. Annar möguleiki til að tapa án baráttu birtist í viðureign Búlgara og Eng- lendinga í 3. umferð. Þegar allir Búg- ararnir voru sestir eins og reglur gera ráð fyrir hringdi farsími 3. borðs mannsins Delchev. Fremur vandræðaleg uppákoma og félagar hans í liðinu, Toplaov og Chep- arinov, vissu greinilega ekki hvort þeir áttu að hlæja eða gráta, ef marka má myndband af vefsíðu mótsins. En Chep- arinov var áreiðanlega ekki skemmt þegar hann mætti áðurnefndum Viktor Laz- nicka í 6. umferð: Cheparinov – Laznicka Sikileyjarvörn 1.e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 a6 6. Rxc6 bxc6 7. e5 Dc7 8. Bf4 f5 9. g4 Rh6 10. gxf5 Rxf5 11. Df3 Bb4 12. Bd3 O-O 13. Hg1 Bb7 14. O-O-O Bxc3 15. bxc3 c5 16. Dg4 Hf7 17. Bxf5 exf5 18. Dh5 Dc6 19. Hd3 Da4 20. Dh6 Dc6 21. Hd6 De4 22. e6 dxe6 23. Hxe6 Dc4 24. Be5 ( Sjá stöðumynd) ( Hvítur hefur uppi hótanir gagnvart g7. En svartur sá sér leik á borði. ) 24. ... Bg2! 25. Hxg2 er nú svarað með 25. ... Df1+ og 26. ... Dxg2 25. Bxg7 Hxg7 26. He7! Dxc3 ( Og nú er ekkert meira en jafntefli að hafa með 27. Hxg7 Dxg7 28. Dxg7 og 29. Hxg2+ o.s.frv. Cheparinov gáir ekki að sér.) 27. Hxg2?? Da1+! 28. Kd2 Hd8+ og hvítur gafst upp. Íslenska liðið liggur þegar þetta er ritað í 33. sæti með 11½ vinning og 4 stig sem er heldur lakari frammistaða en vonir stóðu til en þeir geta lagað stöðu sína í lokaumferðunum. Ekki er uppörvandi fyrir þessa pilta að sitja undir stöðugum árásum frá aðila, nýsloppnum úr eins árs straffi, sem á vinsælu umræðuhorni Skákarinnar hefur verið að „þeysa spýju“ yfir börn og unglinga í u.þ.b. tíu ár. Fátt virðist geta sefað huga þessa einstaklings nema þá helst er illa gengur og minnir hann þannig sífellt á púkann á fjósbit- anum úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Úrslitaskák í fyrstu umferð Margt bendir til þess að viðureign Lenku Ptacnikovu og Hallgerðar Helgu Þorsteinsdóttur í 1. umferð Íslandsmóts kvenna sem nú stendur og lýkur á sunnudag reynist úrslitaskák mótsins. Hallgerður sem á titil að verja mátti játa sig sigraða eftir langa og stranga við- ureign en missti niður gjörunnið tafl í tímahraki. Keppendur í efsta flokki eru sex talsins og er Lenka sú eina sem hefur unnið báðar skákir sínar en þær Hall- gerður, Harpa Ingólfsdóttir, Tinna Krist- ín Finnbogadóttir og Elsa María Krist- ínardóttir hafa allar einn vinning. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Krókur á móti bragði Skák Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.