SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Blaðsíða 49
1. nóvember 2009 49
listamanna eða í viðskiptum á mark-
aðinum.
Ástríða fyrir myndlist fær útrás á
margvíslegan máta. Ekki bara í starfi
skapandi listamanna heldur felst líka
sköpun í því að vera sýningarstjóri, for-
stöðumaður listasafns, safnari – jafnvel í
því að vera falsari!“
Linkind eða heigulsháttur
Talið berst einhvern veginn aftur að
málverkafölsunarmálinu, þessum
skandal sem dómskerfið reyndist svo
óhæft til að takast á við fyrir nokkrum
árum, að það endaði með því að verk
sem hæstiréttur hafði dæmt að væru
ótvírætt fölsuð voru sökum formgalla
aftur sett í hendur eigenda sinna og ef-
laust hafa einhver þeirra ratað út á
markaðinn að nýju.
„Auðvitað er málverkafölsunarmálið
stór þáttur í bakgrunni sögunnar. Ég hef
þó ekki áhuga á því að fjalla beinlínis um
málið sjálft í smátriðum og þeir sem þar
áttu hlut að máli eru ekki persónur í
sögunni. Sögusviðið og atburðarásin lit-
ast hins vegar óhjákvæmilega af því.“
– Eins og kemur fram í sögunni er eftir
miklu að slægjast fyrir falsarana, og að
auki eru persónur hikandi við að afhjúpa
fölsuð verk sem eru komin inn í söfnin.
„Ég er ekki að deila á listasöfn í
Reykjavík; það er vitað mál að söfnin hér
hafa ekki vísvitandi verið að hylma yfir
falsanir. Enda voru listasöfnin ákær-
endur í stóra falsanamálinu á sínum
tíma. Allt eins má líta á málverkaföls-
unarmálið sem líkingu fyrir ákveðna lin-
kind eða heigulshátt á þessum meinta
góðæristíma, þegar það var auðveldara
að horfast ekki í augu við hlutina því allt
gekk svo vel. Verkið er frekar hugsað
sem innlegg í þessar almennu spurningar
en að ég vilji gera myndlistarstofnanir
tortryggilegar, því þær eru það alls ekki.
Listasafnið í bókinni er ímyndað; það
er samnefnari allra lítill safna í litlum
löndum sem búa við vanefni og vanþró-
aðan listmarkað, og litla þekkingu al-
mennings á listum.
Hvernig stóð á því að þetta umfangs-
mikla málverkafölsunarmál kom upp á
Íslandi? Hvernig stóð á því að það var
hægt að selja svona viðvaningslegar fals-
anir?“ spyr Ragna. Hún er viss um svar-
ið, að hluta að minnsta kosti. „Það liggur
í þekkingarleysi almennings, sem á sér
meðal annars orsök í skólakerfinu.
Hvernig eiga saklausir kaupendur að
geta skorið úr um það hvort málverk er
falsað eða ekki ef listaverk eftir þá sem
eru falsaðir eru hvergi aðgengileg? Það er
að jafnaði hvergi hægt að skoða málverk
eftir Jón Stefánsson, Svavar Guðnason
eða Þórarin B. Þorláksson. Verkin eru
ekki aðgengileg almenningi allan ársins
hring og það er algjört hneyksli. Það ekki
síst verður til þess að það er eins og ís-
lenska myndlistarsagan sé ekki til. Það
vantar listasafn sem hefur fasta sýningu
þar sem hægt er að fara með skólahópa á
hverju einasta ári og skoða arfinn okkar,
þannig að hann verði mikilvægur þáttur
í þekkingu okkar á sögunni og okkur
sjálfum, í myndlistinni birtist til að
mynda ímynd íslensku þjóðarinnar
greinilega.“
– Þú lýsir þessum nýliðnu velmeg-
unartímum.
„Já, þá gerist sagan. Hún var komin
vel á veg áður en kreppan skall á, og
frekar en að vera vísvitandi skrifuð um
aðdraganda kreppunnar skrifar kreppan
sig inn í söguna eftir á. Sagan gerist fyrir
hrun, en lesandinn veit að hrunið er yf-
irvofandi þótt það komi ekki fram í bók-
inni og persónur gruni ekkert slíkt.“
Nöfn karla fá meiri athygli
Þrátt fyrir að saga Rögnu gerist í sam-
tímanum segist hún vonast til þess að
hægt sé að lesa hana í stærra samhengi.
„Listfræðingurinn Hanna er til dæmis
sérfræðingur í sögu landslagsmálverks-
ins í Evrópu; við erum hluti af Evrópu og
listasagan okkar líka. Ég vitna til raun-
verulegra listamanna og raunverulegra
verka, Svavar Guðnason og Kristín Jóns-
dóttir eru við hlið ímyndaðra listamanna
í bókinni, en þessir ímynduðu listamenn
eru samnefnarar listamanna sem komu
fram á fyrri hluta 20. aldar. Guðrún Jó-
hannsdóttir er samnefnari fyrir Kristínu,
Júlíönu Sveinsdóttur, Gerði Helgadóttur
og fleiri … fyrir allar þessar frábæru og
duglegu konur sem sköruðu fram úr en
einvern veginn finnst manni stundum að
nöfn karlanna hafi fengið meiri athygli.“
– Það fer ekki á milli mála að mynd-
listin er þér ástríða.
„Algjörlega. Þarna er frjór jarðvegur
sem er mjög gaman að vinna úr.
Mér finnst ákveðin gjá í samtímanum
hvað bókmenntirnar virðast oft ná betur
til almennings en myndlistin. Án efa
hefur það eitthvað með skólakerfið, sem
ég talaði um áðan, að gera. En við skul-
um samt ekki gleyma því að það er mikill
áhugi fyrir myndlist í landinu, bæði fyrir
samtímalist og hjá stórum hópi almenn-
ings fyrir frumkvöðlunum og þeim sem
þegar eru orðnir viðurkenndir. Áhuginn
er mikill þrátt fyrir þetta skeytingarleysi
sem er ríkjandi í menntakerfinu.“
Skáldsagan bara einn möguleiki
Þegar Ragna lagði stund á myndlistar-
nám lenti hún í því að í myndlistar-
verkunum var hún alltaf að skrifa eitt-
hvað. Hún segir það eiginlega hafa verið
vandamál hvað hún átti að gera við þessi
skrif.
„Átti ég að skrifa á vegginn? Skrifa á
gólfið? Gera vídeó? Gera bókverk? Þessi
efnislegu og formrænu vandamál urðu til
þess að ég fann að mig langaði einfald-
lega til að skrifa. Ég tók því meðvitaða
ákvörðun um að beina skrifunum í far-
veg sem rithöfundur. Síðar gerðist það
eiginlega óvart að ég byrjaði að skrifa
gagnrýni um myndlist. Þá áttaði ég mig á
því að þar var kominn annar farvegur –
miklu áhugaverðari en mér fannst að
vera sjálf myndlistarmaður. Það er
spennandi að takast á við þessa fjöl-
breyttu samtímalist sem við eigum.
Sem menntaður myndlistarmaður er
ég þó alltaf meðvituð um formið sem ég
vinn með á hverjum tíma. Það er ekkert
sjálfsagt að skrifa bók sem er skáldsaga.
Skáldsaga er bara einn möguleikinn. En
það er form sem mér finnst mjög spenn-
andi að vinna inn í. Síðan getur líka falist
ögrun í því að koma óhefðbundnum
hugmyndum í hefðbundið form.
Þegar ég skrifaði þessa bók áttaði ég
mig ekki síst á því hvað myndlistin og
margvíslegar hliðar hennar er frjór jarð-
vegur fyrir skáldskapinn. Hér er ríkulegt
söguefni.“
„Ég er ekki að deila á listasöfn í Reykjavík; það er vitað mál að söfnin hér hafa ekki vísvitandi verið að hylma yfir falsanir. Enda voru listasöfnin ákærendur,“ segir Ragna Sigurðardóttir
Morgunblaðið/Einar Falur
Það er að jafnaði hvergi
hægt að skoða málverk eftir
Jón Stefánsson, Svavar
Guðnason eða Þórarin B.
Þorláksson. Verkin eru
ekki aðgengileg almenningi
allan ársins hring og það er
algjört hneyksli.