SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Blaðsíða 30

SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Blaðsíða 30
30 1. nóvember 2009 É g hef aldrei kynnst eins mörgu óheiðarlegu fólki eins og síðan ég fór að stunda heiðarlegt líf,“ segir Guðberg Guðmundsson, 66 ára gamall öryrki, sem sneri við blaðinu fyrir um 14 árum eftir að hafa verið alkó- hólisti, eiturlyfjaneytandi og af- brotamaður í um fjóra áratugi og umgeng- ist enga nema sína líka. Hann afsakar samt ekki fyrra líferni, en hann var meira eða minna í fangelsi í fimm löndum á árunum 1960 til 1995 og má ekki koma til þriggja þessara landa meir vegna afbrota sinna sem fyrst og fremst tengdust þjófnaði, ávísanafölsunum og eiturlyfjasmygli og -sölu. ,,Ég fór til andskotans en komst til baka, þökk sé AA, Súdip-hreyfingunni, Gullu, konunni minni, sem gerði mig aftur að manni, og Rósu, núverandi sambýlis- konu minni,“ segir Guðberg eða Beggi tilli eins og hann var kallaður í undirheim- unum hérlendis. Gudmundsson hjá yf- irvöldum í útlandinu. Gerir upp ferilinn í bók Í bók sinni Þjófur, fíkill og falsari, sem Skrudda gefur út og er væntanleg eftir helgi, gerir hann upp skrautlegan ferilinn. ,,Ég komst snemma upp á kant við sam- félagið og lýsi því og þeim sem ég hef upp- lifað. Það er ekki falleg lýsing. Þetta er sjálfsævisaga síbrotamanns þar sem ekkert er dregið undan. Eflaust bregður ein- hverjum í brún en svona var þetta. Ég er harðorður en heiðarlegur.“ Hann virkar léttur á fæti og ber ekki með sér að eiga áratuga langan afbrotaferil að baki, brosir og segist vissulega hafa lif- að viðburðaríku lífi. ,,Ég fór þetta allt á brosinu og kurteisinni, notaði meira að segja brosið sem vörn í eineltinu sem krakki, stal öllu steini léttara og var sak- leysið uppmálað að loknum hverjum þjófnaði. Ég hef verið skaffari allt mitt líf, en líf þjófsins og fíkilisins er ekki til eft- irbreytni. Það er í raun svo slæmt að ég óska engum að þurfa að ganga í gegnum þetta helvíti. Ég vildi ekki upplifa þetta aftur og aðrir myndu ekki lifa það af að fara sömu leið og ég fór. En ég vildi heldur ekki hafa misst af þessu lífi.“ Einelti rótin Bókin er tileinkuð þeim sem hafa orðið Bakkusi og eiturlyfjum að bráð. Guðberg segir að aðstæður í samfélaginu hafi ýtt sér út í ruglið og vitleysuna. „Mamma var í ástandinu og ég var stríðsbarn, sem hún hafði engan tíma fyrir,“ rifjar hann upp. „Ég ólst upp hjá kjörforeldrum sem ætt- leiddu mig. Árin í Laugarnesinu voru áhyggjulaus, en þegar við fluttum í Garð- inn hófst eineltið og kynferðislega mis- notkunin. Þarna voru strákar sem svifust einskis og ég fékk fljótlega að heyra það að ég væri ástandsbarn og þurfalingur. Þessir drengir, sem voru um fjórum árum eldri en ég, sátu til dæmis fyrir mér, hræktu upp í mig stórum slummum og píndu mig til þess að renna þeim niður. Einu sinni voru þeir með alvöru riffil og skutu á mig og félaga minn, sem varð líka fyrir einelt- inu en var svo heppinn að flytja fljótlega úr plássinu. Þeir náðu mér líka einum og hótuðu að drepa mig ef ég gerði ekki eins og þeir sögðu. Þeir settu dós á höfuðið á mér og byrjuðu að skjóta af stuttu færi. Sem betur fer heyrði pabbi eins þeirra skothvellina, gekk á hljóðið og skakkaði leikinn.“ Guðberg segist snemma hafa byrjað að stunda íþróttir. „Mér þótti gaman í íþrótt- um, var mest í frjálsum, fljótur að hlaupa og góður í stangarstökki. Leit upp til Torfa Bryngeirssonar í því efni. Það var líka skemmtilegt í fótboltanum og ég var markmaður í liði okkar sem varð Suð- urnesjameistari 1957. Helgi Daníelsson, markvörður Skagamanna, var fyrir- myndin og seinna lágu leiðir okkar saman – ekki á fótboltavellinum eins og sumir töldu að ætti eftir að verða mitt hlutskipti, að halda áfram í íþróttunum, heldur í yf- irheyrslum hjá rannsóknarlögreglunni, þar sem hann var í hlutverki yfirvaldsins. En eineltið teygði anga sína víða og fram- koma skólastjórans í minn garð varð til þess að ég gekk út í 2. bekk og lauk aldrei skólaskyldunni. Ég ræddi við hann í síma 50 árum síðar og sagði að við þyrftum að tala saman, en af því hefur ekki orðið.“ Unglingur í óreglu Þegar Guðberg fermdist sagði kjörfaðir hans honum að fósturforeldrarnir væru ekki raunverulegir foreldrar hans. Orð- rómurinn var staðfestur. „Ég ól mig upp sjálfur, fékk enga vernd og eineltið fór illa með mig. Ég leitaði mér huggunar í drykkju, skemmtunum og stelpum og þetta óábyrga líferni vatt upp á sig. Ég byrjaði að stela, smáþjófnaður varð að bankaráni og lyfjaneysla að stórfelldri eit- urlyfjaneyslu, smygli og sölu.“ Guðberg segir að sem barn hafi hann verið einmana og oft grátið sig í svefn. Hann hafi átt myndir af frægum leikurum og ímyndað sér að faðir sinn væri ríkur, bandarískur leikari. Þegar afbrotin hafi byrjað hafi hann líkt sér við hetjurnar á hvíta tjaldinu. Eftir að Guðberg hætti í skóla fór hann að vinna á Vellinum og þegar hann var 16 ára, sumarið 1960, varð fyrsta alvarlega afbrotið að veruleika. Hann og félagi hans voru drukknir uppi á Velli, stálu þar bíl bandarísks yfirmanns og á leiðinni til Reykjavíkur stoppuðu þeir við sjoppu í Hafnarfirði þar sem þeir stálu tugum síg- arettukartona og peningum. Reynt var að selja kunnum leigubílstjóra þýfið en ekki samdist um verð og svo fór að lögreglan hafði uppi á því þar sem piltarnir höfðu falið það. Hann var dæmdur í viku gæslu- varðhald í Hegningarhúsinu við Skóla- vörðustíg og þar lærði hann hvernig losna mátti úr varðhaldi á auðveldan hátt. „Ég gerði mér upp botnlangabólgu,“ segir hann um fyrstu reynslu sína í varðhaldi. Um sumarið fór Guðberg á sjóinn og í nokkur ár hafði hann einkum viðurværi af sjómennsku og þjófnaði þess á milli. Á sjónum kynntist hann mönnum af sama sauðahúsi og þeir hittust líka á Litla- Hrauni, sem Guðberg kynntist fyrst 17 ára. Var dæmdur í 18 mánaða fangelsi og flutt- ur inn skömmu fyrir jól. Sumir þessara manna voru drykkju-, dóp- og ráns- félagar þess á milli. „Ég var snemma út- skúfaður úr þjóðfélaginu. Ég var ekki neitt neitt, var brotinn niður sem krakki, leitaði til þeirra sem ekki dæmdu mig og svona þróaðist þetta. Ég var í mesta úrhraks- gengi nýliðinnar aldar og þetta líferni var mín fótfesta.“ Starfaði fyrir mafíuna Eftir að hafa unnið hér og þar, á sjónum, síldarplani og víðar, segir Guðberg að hugurinn hafi leitað til útlanda. „Það vildi enginn hafa mig og ég vildi ekki búa í landi þar sem enginn vildi hafa mig. Ég leit á Ís- lendinga sem þorskhausa,“ segir hann. Afbrotaferillinn erlendis hófst í Noregi 1968 og síðan hélt hann uppteknum hætti í Svíþjóð og Danmörku áður en hann lét að sér kveða í Bandaríkjunum fyrir tæplega 30 árum. Þar byrjaði hann á því að taka að sér verkefni fyrir mafíuna, stóð vörð við hús í 10 mínútur og fékk 1.000 dollara fyr- ir, og lýsing hans á ráni á leið til Las Vegas minnir helst á Bonnie og Clyde. Hann sat inni í Santa Rita-fangelsinu í Los Angeles og þegar honum var sleppt var honum vísað úr landi þar sem hann var ólöglegur í landinu. „Ég hef aldrei upplifað aðra eins niðurlægingu og í þessu fangelsi enda er það alræmt,“ segir hann. Hann sat líka inni í Vestre-fangelsinu í Kaupmannahöfn og Reinbach-fangelsinu í Þýskalandi og vegna brota sinna í þessum löndum á hann þangað ekki afturkvæmt, en auk þess var hann í fangelsi í Hollandi, þar sem hann rak meðal annars hóruhús. Hann hefur búið með konum alls staðar þar sem hann hefur verið og kvænst meðal annars í Las Vegas og Vestre-fangelsinu. „Vikulegu stungurnar í Reinbach voru hryllilegar og á hverjum mánudegi gekk maður yfir blóðpolla framan við læknastofuna,“ rifjar hann upp. „En ég sakna þess að fá ekki að fara aftur til Danmerkur. Ég elska landið og allt sem danskt er.“ Það er ógjörningur fyrir venjulegt fólk að setja sig inn í líf afbrotamanna eins og Guðbergs. „Ef ég á að segja þér nákvæm- lega eins og er þá var ég bara í allt annarri veröld en fólk lifir yfirleitt í,“ segir hann. „Ég var á eilífum flótta undan einhverju sem ég vissi ekki hvað var fyrr en ég kynntist Súdip-samtökunum, sem snúa að hugleiðslu og betra lífi, og fann það að ég var einhvers virði.“ Guðberg náði að hitta föður sinn í Bandaríkjunum áður en hann dó. Hann kynntist líka móður sinni en hefur ekkert samneyti haft við hálfsystkini sín í móð- urætt, sex að tölu. Sjálfur á hann þrjú börn með þremur konum, barnabörn og barna- barnabörn, en sambandið er ekkert. „Fjölskyldan útskúfaði mér og kerfið gat ekki fóstrað mig frekar en móður mína, sem var meðal annars börnuð af fanga- verði í fangelsi. Það þarf að taka til í þess- um fangelsismálum og aðgreina fanga eftir brotum þeirra.“ Bjartsýnn á framtíðina Guðberg tók upp eðlilegt líferni 1996, kvæntist enn einu sinni og fór í fasta vinnu. Féll í stuttan tíma en náði sér aftir á strik. Byrjaði í bókasölu og fór síðan út í að selja tryggingar. Gekk mjög vel, en fyrir um fimm árum var hann skorinn upp eftir að hafa fengið fyrir hjartað og hefur verið öryrki síðan. Hann skildi við konu sína og tók upp sambúð með annarri konu. Þau hafa búið á Kanarí undanfarin tvö ár, en hafa sett stefnuna á að flytja til Íslands á næsta ári. „Við getum ekki lifað þarna á bótum en annars líður okkur vel og ég vona að ég geti notið elliáranna,“ segir hann. Guðberg Guðmundsson horfir bjartur til fram- tíðar eftir að hafa farið til andskotans og kom- ist aftur til baka. ,,Ég fór þetta allt á brosinu og kurteisinni, notaði meira að segja brosið sem vörn í eineltinu sem krakki, stal öllu steini léttara og var sakleysið uppmálað“ Í drykkju, dópi og afbrotum í fjóra áratugi Morgunblaðið/Ómar Guðberg Guðmundsson segir að hann hafi orðið fyrir einelti sem barn í Garðinum og það ásamt aðstæðum í samfélaginu hafi leitt sig út í rugl og vitleysu. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.