SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Blaðsíða 50

SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Blaðsíða 50
50 1. nóvember 2009 H var sem myndir Svavars Guðnasonar hanga, taka menn eftir tærum ljósvakablæ skæru litatónanna; þetta birtist í skýrum andstæðum þegar myndir hans hanga á sýningu ásamt list frá öðrum löndum: þetta er Ísland, segir fólk. Sá sem væri enn hótfyndnari smásmygill mundi segja: list sem á upptök sín í birtuveröld Vatna- jökuls. Þannig skrifaði Halldór Laxness um list Svavars Guðna- sonar, vinar síns, árið 1968. Þeir sem heimsækja safn Halldórs á Gljúfrasteini heim sjá strax hvað Halldór og Auður mátu list hans mikils; mikilfengleg málverk Horn- firðingsins, sem ólst upp við birtuspil Vatnajökuls, skipa heiðurssess þar á veggjum. Æviverk Svavars Guðnasonar myndlistarmanns er einn hæsti tindur íslenskrar myndlistarsögu. Hann var risi á sviði íslenskrar abstraktlistar og hróður hans hefur borist langt út fyrir íslensku landhelgina. Reyndar gat Svavar sér fyrst nafn erlendis, þegar hann þróaði list sína í samfélagi við erlenda félaga í Danmörku á árunum fyrir fyrri heimsstyrjöld og meðan á henni stóð. Svavar hafði haldið til Kaupmannahafnar árið 1935 til að hefja listnám en stoppaði stutt við í skóla; Svavar var sjálfmenntaður að mestu. Sýning Svavars í Listamannaskálanum í Reykjavík árið 1945, þar sem hann sýndi 36 málverk auk 50 til 100 vatnslita- og litkrítarmynda, markaði tímamót. Var það fyrsta heildstæða sýning á abstraktverkum hér á landi og var gríðarlega mikilvæg fyrir marga verðandi listamenn. Þarna opnuðust dyr inn í heima hins óhlutbundna mál- verks og Svavar var ætíð síðan kollegum sínum hér fyr- irmynd; úthrópaður kannski af þeim skilningsvana, en í dag er ekki spurt að því hver hafði betur. Skilningsleysið og þröngsýnin lét í minni pokann fyrir hinni skapandi list eins og svo oft áður. „Ég hreinlega ruglaðist þegar ég sá þá sýningu!“ sagði Guðmunda Andrésdóttir myndlistarmaður við mig árið 1996 þegar ég spurði hana um sýningu Svavars. „Þegar ég kom heim spurði móðir mín hvort ég væri orðin veik! Hún heillaði mig svo, alveg hreint. Og þá fór ég að hugsa um að byrja að mála. Það var eins og rothögg. Já, þetta var geysilega fín sýning og ég fór aftur og aftur.“ Varpar ljósi á þróun myndsköpunarinnar Í dag verður opnuð í Listasafni Íslands yfirlitssýning á verkum Svavars, sú fyrsta í 19 ár, en 18. nóvember verður öld frá fæðingu hans á Höfn í Hornafirði. Svavar lést árið 1988. Á sýningunni verður fjöldi verka úr fórum Listasafns- ins, verk úr öðrum stofnunum, þar á meðal Veðrið frá 1962, stærsta málverk Svavars, fjögurra metra breitt, en það er í eigu Háskólans í Árósum, og þá eru mörg verk- anna á sýningunni í einkaeigu. Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á þróun myndsköp- unar Svavars frá miðjum fjórða áratugnum, er hann kom sér fyrir í Danmörku, alveg fram á níunda áratuginn. Nú gefst kostur á að sjá veglegt úrtak myndverka hans en óhætt er að segja að sérstakur og persónulegur mynd- heimur Svavars haldi áfram að hrífa listunnendur sem aldrei fyrr, þótt það sem áður voru frumlegir og umdeild- ir flugeldar séu nú virðulegir hornsteinar íslenskrar lista- sögu. Sýning sem skipti sköpum í myndlist Íslendinga Björn Th. Björnsson listfræðingur segir í bók sinni Íslensk myndlist að óhætt mundi að fullyrða að sýning Svavars sumarið 1945 „hafi ekki valdið teljandi hneykslun. Hefði hún þó haft allt eðli til þess í venjulegu árferði. En þetta sumar stríðslokanna var í hugum manna tími endurskoð- unar og uppgjörs við margt hið liðna“. Björn Th. segir að þetta hafi verið meira en sýning ein: „Það var skerfur, og hinn fyrsti á menningarsviðinu, til endurtengingar við Evrópu og þá róttæku tíðarvitund sem þar hafði búið um sig undir ægishjálmi styrjaldar og hersetu.“ Í hrífandi bók um málarann, sem heitir einfaldlega Svavar, lýsir Thor Vilhjálmsson þessari sýningu sem „skipti algjörlega sköpum í myndlist Íslendinga og gerði menn ýmist ofsahrifna eða örvita af hneykslun. Hún neyddi alla til að taka afstöðu með eða móti afstraktlist“, skrifar Thor. Hann rekur feril listamannsins, sem lét fljótt að sér kveða eftir að hann kom til Kaupmannahafnar árið 1935 og bjó um tíma við þá afarkosti að neita sér um allt sem ekki þjónaði málverkinu. Hann „ruddist um fast“, skrifar Thor, „og lét enga tign óprófað, hafði skamma dvöl á akademíunni kenndri við kóng og nennti ekki að sjúga ryk í lungu sín í sölum hægfara hefðar. Þannig var allt lagt í sölurnar fyrir listina …“ og brátt var Svavar „kominn í slagtog við þá sem fremst fóru, í kallfæri við þá sem voru einna óstýrilátastir yngri mannanna og gat sér æ meira orð meðal þeirra sem leiddust endurtekningar hins gamalkunna, mældu sig við það stærsta og ferskasta“. Eltist frekar við lax en heimsfrægð Á styrjaldarárunum var Svavar í fararbroddi listamanna sem komu að útgáfu tímarits er nefndist Helhesten. Á þeim tíma tók hann þátt í sýningum sem vöktu mikla at- hygli, en meðal félaga hans voru listamenn sem áttu eftir að verða meðal hinna kunnustu á sínu sviði í Evrópu norðanverðri, ekki síst eftir að hluti hópsins, og þar á meðal Svavar, gekk til liðs við þá sem stóðu að alþjóðlega listtímaritinu Cobra árið 1948. Þegar Svavar fluttist alfar- inn til Íslands árið 1951 hélt hann áfram sambandi við Cobra-félaga, en einangrunin hefur eflaust haldið honum utan dyra sem opnuðust félögum hans. Thor segir í bók sinni að á sjötta áratugnum hafi komið uppskerutími fyrir Cobra-félaga Svavars „og urðu sumir heimsfrægir en Svavar galt þess að hafa flut snemma til Íslands, auk þess sem hann hirti ekki um að svara bréfum en kaus heldur að eltast við lax en heimsfrægð“. Hvernig á að lýsa list Svavars? Halldór Laxness talar um tæran ljósvakablæ skæru litatónanna og þegar Thor talar um hið kunna svokallaða „fúgutímabil“, sem hefst um 1940, þá verða myndirnar „bundnar öflugum rímbönd- um lita og forms, allt sveigt undir aga svo vaknar hrynj- andi sem allt lýtur, formspilið allt og sterkir og ferskir lit- irnir í margvísri byggingu með hugvitsgleði sem kveikir ný og ný tilbrigði svo haglega að hvergi verður þvingað. Það er öguð sátt náttúru og formkenninga úr myndmáli tímans, úr landvinningum heimslistar …“ Björn Th. segir að þegar Svavar og félagar hans í Dan- mörku voru að móta myndheim sinn á fjórða ártug lið- innar aldar hafi málverkið ekki átt að vera nein vits- munaleg niðurröðun, þar sem málarinn stæði álengdar við verk sitt eins og byggingarmeistari, heldur „skyldi málverkið vera maðurinn sjálfur, ytri tjáning þeirrar innri þarfar sem knýði hann til listar“. Hann ætti að nota hin hreinu myndmeðul, „liti, form, hrynjandi, styrk, stærðir og afstæði, til þess að tjá að áhrifamiklum leiðum það sem væri efniviður allrar listar, manninn sjálfan“. Og ljóðrænt flugið einkenndi persónulegar úrlausnir og endurspeglast í skáldlegum heitum verkanna, á borð við Útsunn- anklakkar, Hágöngur, Kosmískt landslag, Hvítalog, Ís- landslag og Gullfjöll. Bera Nordal listfræðingur tókst einnig á við að lýsa verkum Svavars í orðum, í sýningarskrá 1990. Hún segir að þótt verk Svavars séu óhlutbundin í eðli sínu, þá læði hann inn kunnuglegum formum og náttúruskírskotun: „grímum, augum, fjallatindum, vatni …“ En hún segir verkin líka margbrotin og margræð og þau hrökkvi und- an of nákvæmum skilgreiningum. „Einkenni verka hans er ljóðrænn tónn, þó að þau séu oft byggð upp á flókinn hátt. Þau þróast sem síendurtekið stef.“ Einn af risum íslenskrar myndlistar „Okkur fannst vera kominn tími á að sýna Svavar mynd- arlega,“ segir Halldór Björn Runólfsson, forstöðumaður Listasafns Íslands. Hann segir að lengi hafi staðið til að setja saman sýningu sem yrði einnig sett upp erlendis, og þá var væntanleg bók um Svavar ákveðinn hvati. „En að- alatriðið er að fram eru komnar kynslóðir sem þekkja manninn og list hans ekkert. Við fáum lánuð mörg verk innanlands og Veðrið, þetta mikla og merkilega verk, kemur frá útlöndum. Svavar er einn af risum íslenskrar myndlistar og í raun stendur hann jafnfætis stóru bandarísku abstrakt- expressjónistunum; Veðrið sýnir það vel.“ Myndlist Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Einn af risum listarinnar Nú um helgina verður opnuð í Listasafni Ís- lands yfirlitssýning á verkum Svavars Guðna- sonar, frumherja í abstraktlistinni hér á landi. Í mánuðinum er öld frá fæðingu hans. „… öguð sátt náttúru og form- kenninga úr myndmáli tímans, úr landvinningum heimslistar …“ Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.