SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Síða 32

SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Síða 32
32 1. nóvember 2009 Saga Á mánudaginn verða 60 ár síðan landinn fyrst naut þessa nýstárlega fyrirbæris, um- ferðarljósa. Það var á gatnamótum Austur- strætis og Pósthússtrætis og í framhaldinu varð ljós á þrennum öðrum gatnamótum í mið- bænum; við Lækjartorg og á Laugavegi við Ingólfs- stræti og Skólavörðustíg. Miklar breytingar hafa átt sér stað, eins og gefur að skilja, á 60 árum. Umferðarljósum í borginni hefur fjölgað jafnt og þétt og þau eru nú á 113 gatnamótum, þar af um helmingur samstilltur um miðlæga stjórn- tölvu og með hjálp skynjara eru ljós aðlöguð umferð- arþunga hverju sinni. Græni karlinn er vinur þinn Fram að þeim tíma sem fyrstu umferðarljósin voru tekin í notkun höfðu gjarnan myndast umferðar- teppur á Laugavegi og í Bankastræti vegna umferðar frá hliðargötunum Skólavörðustíg og Ingólfsstræti. Við Lækjartorg og í Austurstræti var hins vegar meiri þörf á að stjórna gangandi umferð, en á þessum tíma voru bílar í minnihluta í miðbænum. Þótt nútímafólki finnist ef til vill erfitt að sjá þörfina fyrir umferðarljós við þessar aðstæður, þá þóttu þau mikil breyting til batnaðar á sínum tíma. Árið 1949 stóð miðbærinn undir nafni sem hinn eini sanni mið- punktur verslunar, þjónustu og atvinnu. Á hverjum degi streymdi þorri vinnandi fólks og nemenda í Kvosina, flestir gangandi eða í strætó, enda var bíla- eign hreinn munaður á þeim tíma. Fyrir 60 árum var fjöldi íbúa í Reykjavík tæplega 55.000 og áætlaður fjöldi fólksbíla um 2.300. Í dag eru 78.000 bílar í Reykjavík og íbúarnir 119.000. Fjölgun bíla er því sextánföld ef notuð er höfðatalan sem Ís- lendingar nota gjarnan; 657 bílar eru nú á hverja þús- und íbúa, en voru 42 árið 1949. Þá voru 24 íbúar um hvern bíl, en 1,5 um hvern fólksbíl nú. Sérstök gangbrautarljós eru á 32 öðrum stöðum í höfuðborginni og eru þeir valdir sérstaklega með ör- yggi gangandi vegfarenda að leiðarljósi. Á sex stöðum skynja græjurnar þegar gangandi vegfarandi nálgast og græna ljósið lifir þá lengur en ella. Græni karlinn í götuljósinu er sem sagt vinur þinn, eins og Þursarnir sungu á árum áður og syngja stundum enn. Fyrsta kerfi sinnar tegundar í heiminum Frá því fyrstu umferðarljósavitarnir voru settir upp hefur verið reynt að samstilla ljós nærliggjandi gatna- móta þannig að ef bílstjórar keyra á jöfnum hraða lendi þeir ávallt á grænu ljósi. Fyrstu tilraunirnar voru klukkustillingar og oft náðu menn góðum árangri, en til að það héldist þurfti gríðarlega nákvæmni. Nýtt miðlægt stýrikerfi umferðarljósa var tekið í notkun haustið 2007 og með því jókst sveigjanleiki til að bregðast við breytilegu umferðarálagi. Að morgni dags liggur straumurinn inn í borgina en út frá miðj- unni síðdegis. Búnaðurinn er samtengdur í eitt kerfi sem er for- senda þess að hafa eina miðlæga stjórntölvu. Hér er það gert með ljósleiðurum og er í fyrsta skipti sem notast er við þá við svona nokkuð í heiminum. Lengi hefur verið reynt að láta umferðarljós í Reykjavík stjórnast af aðvífandi umferð. Fyrstu skynjararnir voru loftpúðar sem greyptir voru til hálfs í götuna og þegar bíll ók yfir skapaði það loftþrýsting sem gaf merki til stjórnbúnaðarins. Það má því segja að fyrstu ljósin í Reykjavík hafi þannig verið „loftstýrð“ en þau höfðu hins vegar þann galla að inn á kerfið lak vatn og frostið sá um framhaldið. Þessi tækniundur voru fjarlægð um 1970. Í dag eru notaðir skynjarar sem mæla málmmassa þannig að þegar bíll keyrir yfir þann stað þar sem skynjarinn er í götunni myndast segulsvið og boðin frá þeim fara til stjórnkassanna sem rafeindamerki. Nákvæmnin er mikil og sama tækni er notuð fyrir hraðamælingar. Kveikt á perunni fyrir 60 árum Fyrstu umferðarljósin voru tekin í notkun hér á landi 2. nóvember 1949. Stýrikerfi umferðarljósa í höfuðborginni er nú hið eina sinnar tegundar í heiminum. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Það er komið grænt. Gangandi vegfarendur fara yfir Lækjargötu til austurs, við Lækjartorg. Myndin er tekin haustið 1975. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Uppi var fótur og fit á Pósthússtrætishorninu „Það var uppi fótur og fit á Pósthússtrætishorninu skömmu fyr- ir hádegið í gærdag, þegar umferðarljósin voru reynd í fyrsta skifti. Vegfarendur námu staðar og sumir horfðu undrandi á nýj- ungina. Og margir lögðu orð í belg, sögðu sitt álit. Flestir töldu þetta harla gott, aðrir hristu höfuðið og leist auðsýnilega ekki á,“ sagði í Morgunblaðinu 3. nóvember 1949. Fram kom að margir hefðu spurt „hvort ljósmerkin væru ein- göngu fyrir bílaumferðina og ekkert hugsað um rjett fótgang- andi,“ en greint frá því að fótgangandi ættu „sinn rjett og ör- yggi“ ef farið væri eftir settum reglum. „En ekki er hægt að stýra fyrir það, að samvinna verður eftir sem áður að vera milli ökumanna og fótgangandi. Þegar t.d. bifreið þarf að beygja inn á hliðargötu frá Austurstræti, fer ekki hjá því, að hún verði að fara yfir brautina, sem fótgangandi er ætlað. En ef varúðar er gætt, á það ekki að koma að sök.“ D agbjartur Sigurbrandsson raf- virkjameistari hefur starfað í nær 40 ár hjá Reykjavíkurborg og allan þann tíma séð um um- ferðarljósin í borginni. Nú er hann verk- efnastjóri miðlægrar stýringar ljósanna og átti sér þann draum að verkefninu lyki á næsta ári; að öll umferðarljós í borginni yrðu miðlæg og hægt væri að fylgjast með þeim öllum á einum stað. Efnahagsástandið kemur í veg fyrir að sá draumur rætist. Sóttur af lögreglunni „Þetta er stórmerkilegt verkefni og það fyrsta sinnar tegundar á heimsvísu,“ segir Dagbjartur. „Samstarfsaðilar okkar hjá Siemens eru einnig mjög stoltir og hampa okkur því við erum frumkvöðlar á þessu sviði.“ Nýjungin felst í því að fylgst er með öllu í gegnum ljósleiðara sem er mjög hrað- virkara en annars staðar þekkist og vert er að nefna að tölva fylgist nákvæmlega með öllu varðandi umferðarljósin í borginni. „Við sjáum strax ef pera fer, eða stjórn- kassi er opnaður einhvers staðar í borg- inni.“ Fyrstu tíu árin var Dagbjartur einn á vaktinni og segist varla skilja hvernig hann fór að því. Árið 1974 fótbrotnaði hann og telur það svo sem ekki í frásögur færandi, nema hvað hann var reglulega sóttur af lögreglunni heim í Dvergabakk- ann. „Það vissu flestir hvers kyns var en hefðu ókunnugir séð þetta hefðu þeir get- að sett hlutina í annað samhengi,“ segir hann og hlær. Dagbjartur var á hækjum og gat ekki ekið en lögreglan fór hann með þangað sem þurfti, hann gat sjálfur opnað og gert við í stjórnkassa en lögreglumaður skipti gjarnan um perur þar sem príla þurfti upp í stiga. Eftir að hafa staðið vaktina einn í áratug fékk Dagbjartur liðsauka; Hinrik H. Frið- bertsson rafeindavirki bættist á vaktina og í dag eru þeir fjórir; annar rafeindavirki og einn vélvirki eru komnir í hópinn. Dagbjartur gaf eitt sinn kunningja mín- um stand fyrir smámynt í stöðumæla, sem gatnamálastjóri hafði látið útbúa til al- menningsnota. Þetta var lítið plaststykki fyrir á að giska 10 fimmtíukalla og í botn- inum var plastplata með gormi undir sem ýtti peningunum upp eftir því sem af var tekið. „Kunningi minn setti þetta í mæla- borðið hjá sér og eitt sinn er hann úti að keyra í umferðinni í Reykjavík með kon- unni og er eitthvað að fikta við standinn sem var tómur. „Hvaða tæki er þetta?“ spyr konan og vinurinn svarar að bragði að þetta sé tæki til að fjarstýra umferð- arljósunum.“ Vissi sem var að nemar stjórnuðu ljósunum eftir umferðarþunga. „Þegar hann kemur að næstu ljósum ýt- ir hann á plötuna og viti menn það kemur grænt ljós og þetta endurtekur hann á næstu ljósum. Hvar fékkstu þetta tæki? spyr konan undrandi. Hann Dagbjartur hjá borginni gaf mér það.“ Konan andvarpar ánægjulega við þetta svar: „Mikið hlýtur það að vera góður maður!“ Dagbjartur Sigurbrandsson var lengi einn á vaktinni og skilur varla hvernig hann fór að. Morgunblaðið/Árni Sæberg „Mikið hlýtur það að vera góður maður!“

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.