SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Side 8

SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Side 8
8 1. nóvember 2009 skapast að þeir færðu viðskipti sín annað ef stofnfjáreign þeirra yrði færð niður að fullu. Sameining ekki útilokuð, segir ráðherra Mikil óvissa er um framtíð Byrs ef FME telur að stofnfjárframlag sé ekki til þess falið að reisa reksturinn við. „Það stendur vilji manna til þess að finna lausn og ég held að menn haldi áfram þangað til sú lausn finnst. Á meðan er sparisjóðurinn í rekstri,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Gylfi bendir á að enn séu til staðar heimildir í neyðarlögunum til að taka sparisjóðinn yfir og færa innlán hans til annars fjármálafyrirtækis eins og gert var í tilviki SPRON, en öll innlán SPRON voru færð yfir til Nýja Kaupþings. Gylfi segir þó að ekkert bendi til þess í dag að fara þurfi þessa leið. „Það er stefnan ennþá, og ekkert útlit fyrir annað en að hún gangi eftir, að reyna að ná lendingu sem heldur þessum sparisjóði áfram í rekstri.“ Aðspurður hvort til greina komi að sameina Byr öðru fjármálafyrirtæki segir Gylfi að ekkert sé útilokað í þeim efnum. „Það er samt ekki verið að vinna eftir þeirri hugmynd núna,“ segir hann. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er einkum horft til þess að sameina sjóðinn Íslandsbanka, en bankinn á rúmlega 4 prósent hlut í Byr og á auk þess veð í mun stærri hlut, þar sem hann fjármagnaði stóran hluta stofnfjáraukningar í Byr í lok árs 2007. Innlán í Byr sparisjóði jukust um 106 prósent á síðasta ári frá árinu á undan en margir fluttu sparifé sitt frá stóru viðskiptabönkunum þremur til annarra fjármálafyrirtækja eftir bankahrunið. Ef Byr sparisjóður fær ekki stofn- fjárframlag ættu innstæður viðskiptavina samt að vera tryggðar í samræmi við fyrri yfirlýs- ingar stjórnvalda í þá veru, hvort sem það yrði gert með yfirfærslu til annars fjármálafyr- irtækis eða með hreinni yfirtöku ríkisins. Líflína ríkisins í sjónmáli Byr lifir líklega ekki án framlags frá ríkissjóði Horfur í rekstri Byrs sparisjóðs eru ekki beinlínis bjartar. Ragnar Z. Guðjónsson er sparisjóðsstjóri Byrs. Morgunblaðið/KristinnVikuspegill Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is Óhætt er að segja að Byr sparisjóður hafi starfað í skugga ýmissa deilna og umdeildra mála það ár sem liðið er frá hruni íslenska fjár- málakerfisins. Ákvörðun um arðgreiðslu til stofnfjáreigenda sem tekin var í apríl 2008, hálfu áru fyrir bankahrunið, þótti umdeild, en arðurinn var 13,5 milljarðar króna og var greiddur út í ágúst 2008. Hagnaður af rekstri Byrs á árinu 2007 var 7,9 milljarðar króna samkvæmt samstæðuárs- reikningi ársins 2007. Því var greidd út 5,6 milljörðum hærri arð- greiðsla til stofnfjáreigenda en sem nam hagnaði þess árs. Þess má geta að Byr tapaði 29 milljörðum króna á árinu 2008, samkvæmt árs- reikningi. Eftir aðalfund Byrs hinn 13. maí á þessu ári spruttu upp miklar deilur um stjórnarkjör og fór hópur stofnfjáreigenda fram á lögbann á stjórn- arsetu eins stjórnarmanna í sparisjóðnum. Stofnfjáreigendurnir sem skipuðu svokallaðan A-lista, sem laut í gras á aðalfundinum, héldu því fram að meirihluti stjórnar nyti ekki stuðnings meirihluta stofnfjáreig- enda þar sem Ágúst Ármann hefði greitt atkvæði á aðalfundinum með ólögmætu umboði frá Kaupþingi í Lúxemborg vegna stofnfjárhluta í eigu Karenar Millen. Sýslumaður hafnaði kröfu stofnfjáreigendanna. Annað umdeilt mál er lán Byrs til Exeter Holding í desember 2008. Félagið fékk 1,1 milljarðs króna lán til að kaupa stofnfjárbréf á yfirverði af MP banka og stjórnarmönnum í Byr þegar markaður fyrir stofnfjárbréf var lokaður og virði bréfanna hafði hrunið. Eftir rannsókn FME var málið kært til saksóknara, en grunur leikur á að um umboðssvik hafi verið að ræða sem varða allt að sex ára fangelsi. Ábyrgð vegna lánsins hvílir hjá sparisjóðsstjóra og fyrrverandi stjórn Byrs. Sparisjóður í skugga umdeildra mála Aðalfundur Frá aðalfundi Byrs hinn 13. maí sl. Umdeild mál hafa varpað skugga á Byr undanfarið ár. 20% Samkvæmt heimild í neyðarlögunum er fjármálaráðherra fyrir hönd rík- issjóðs heimilt að leggja sparisjóði til fjárhæð sem nemur allt að 20 prósent- um af bókfærðu eigin fé hans, eins og það var í árslok 2007, gegn stofn- fjárbréfum í viðkomandi sparisjóði. B YR sparisjóður, langstærsti sparisjóð- ur landsins, bíður enn eftir grænu ljósi frá Fjármálaeftirlitinu um hvort endurskipulagning sjóðsins sé til þess fallin að ná þeim árangri sem til er ætlast. Allir erlendir kröfuhafar Byrs, alls nítján að tölu, hafa samþykkt að fella niður verulegan hluta krafna sinna á hendur sparisjóðnum. Jafnframt hefur fjármálaráðuneytið samþykkt í öllum megindráttum umsókn sparisjóðsins um 10,6 milljarða króna stofnfjárframlag, en spari- sjóðnum var gert kleift að sækja um slíkt fram- lag með heimild í neyðarlögunum. Átta spari- sjóðir af þeim tólf sem enn eru starfandi hafa sótt um framlag. Af þeim eru Byr og Sparisjóð- urinn í Keflavík (SpKef) stærstir, en SpKef hef- ur sótt um 4,5 milljarða króna framlag. Þrífst líklega ekki án framlags Verulega mikill vafi á því hvort Byr þrífst í óbreyttri mynd án stofnfjárframlags en horfur í rekstri hans eru ekki beinlínis bjartar. Eig- infjárhlutfall sjóðsins er komið langt niður fyrir lögbundin mörk, er 2-3 prósent í dag en má ekki fara undir 8 prósent. FME þarf að gefa samþykki sitt áður en rík- issjóður veitir sparisjóðnum stofnfjárframlag. Gunnar Andersen, forstjóri FME, segir að málið sé enn til athugunar. „Það er farið í gegnum hvort sparisjóðurinn muni þola áföll við mis- munandi efnahagslegar forsendur, það tekur tíma að fara í gegnum það allt,“ segir Gunnar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er gert ráð fyrir að afskriftir kröfuhafa Byrs fylli varasjóðs sparisjóðsins. Er horft til þess að varasjóðurinn geti þá varið mögulegan tap- rekstur Byrs til næstu tveggja ára. Ef FME gefur samþykki sitt fyrir stofnfjárframlagi verður stofnfé í sparisjóðnum fært niður um allt að 86 prósent. Samkvæmt endurskipulagning- artillögum, sem líklegast þykir að verði ofan á, mun ríkið ekki eignast meira en 70 prósenta hlut. Til þess að þetta gangi eftir þarf að boða til stofnfjárfundar og þurfa 2⁄3 hlutar stofnfjáreig- enda að samþykkja niðurfærslu eigin stofnfjár, samkvæmt samþykktum Byrs. Til einföldunar má segja að með því að leyfa stofnfjáreigendum að halda einhverju af hlut sínum eftir sé í raun verið að reyna að afla sam- þykkis þeirra fyrir niðurfærslunni. Önnur rök fyrir því að leyfa eigendum að halda eftir hlut er að stærstur hluti stofnfjáreigenda er í við- skiptum við sparisjóðinn og sú hætta gæti

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.