SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Blaðsíða 54

SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Blaðsíða 54
54 1. nóvember 2009 E yþór Árnason hlaut á dögunum Bók- menntaverðlaun Tómasar Guðmunds- sonar fyrir þessa frumraun sína í ljóðaút- gáfu, Hundgá úr annarri sveit. Ég hygg að þeir sem leita að verðlaunahöfum í innsendum handritum séu ekki alltaf svo lánsamir að finna þetta gott verk í bunkanum. Á kápu kemur fram að höfundurinn hafi alist upp í sveit og það kemur ekki á óvart. Afslöppuð og hlý nálgunin við náttúruna, landið og söguna sem birtist í mörgum ljóðanna sprettur úr vitund sem þekkir og skilur þann heim. Þegar skáldinu tekst best upp dregur það upp fallegar og tærar myndir: Yfir Vötn Hljótt, svo hljótt kom hrafninn svífandi yfir Vötnin rauf strenginn með glaðlegu krunki – leystist síðan upp í vindinum og hvarf svo ekkert varð eftir nema ein svört fjöður og krunkið sem stóð kyrrt með sinn kankvísa hljóm eins og daufur ómur af harmonikku eða hundgá úr annarri sveit Í bókinni er á sjötta tug ljóða og þau eru römm- uð inn af ljóðum sem heita Morgunn og Kvöld. Í því fyrra vaknar ljóðmælandinn „á miðjum / sandinum // Að mér / liggja / engin spor.“ Og í hinu sofnar hann á sama stað og engin spor liggja frá honum. Þessi rammi gefur þá tilfinningu að ljóðheimurinn birtist sem á einum degi, en þó er víða komið við og vitnað í upplifanir og aðrar bókmenntir – til að mynda Gyrði Elíasson sem stendur ljóðheiminum nærri sem áhrifavaldur; honum er líka tileinkað eitt ljóðið, um útmán- aðablús. Alfinnur álfakóngur og Nilli Hólmgeirs- son koma við sögu, Clint Eastwood og Peter Sell- ers og veiði með byssu og stöng verður iðulega að yrkisefni eða myndum í ljóðum. Stangveiðimenn þykjast þekkja Kolbein heitinn Grímsson í ljóðinu Flugnahöfðinginn, hvar „líður fiskur úr lófa / með léttum vink í kveðjuskyni / sporður í lófa // Hylurinn bjartur af fiski“, og í Veiðitúr í Svartá birtist Björn Blöndal, sagnaþulurinn og veiði- maðurinn úr Borgarfirði, í framsætinu „meðan ég laxera niður dalinn“. Í Júnínætur smýgur „himnaljósið mjúka“ inn í mann „eins og fiskur gegnum vatn“: spriklar þar líkt og nýrunninn lax í neti sleppur út aftur undir morgun … Eftir situr silfurhreistur í hjartamöskvunum Og þú leggur netin næstu nótt Helsti galli bókarinnar er að hún er nokkuð sundurlaus en það kemur ekkert á óvart að skáld sem er að gefa út fyrstu bók virðist leitandi á stundum og óvisst með tóninn. Þá eru ljóðin misáhrifarík. Hundgá úr annarri sveit er þó afar áhugaverð og persónuleg frumraun og hrífandi þar sem Eyþóri tekst best upp. Silfurhreistur í hjartamöskvunum Ljóðabók Hundgá úr annarri sveit eftir Eyþór Árnason Uppheimar, 2009 bbbmn Einar Falur Ingólfsson Það er viðeigandi, í kjölfar flensu sem framdi fjandsamlega yf- irtöku í nýliðinni viku, að hefja helgina á myndlistarsýningunni Lífróður - Föðurland vort hálft er hafið í Hafnarborg. Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 1. nóvember og því ekki seinna vænna að sjá fjölskrúðug verk ólíkra listamanna, sem fjalla um hafið en út frá ólíkum sjónarhornum. Egill Sæbjörnsson opnar sýningu í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur í vikunni og hana þarf maður að sjá strax; hún er á stóra helgarplaninu. Myndlistarhátíðin Sequences, sem í ár einblínir á gjörningalist, er líka á því plani en hluta af dagskrá hennar má meðal annars finna í Regnboganum klukkan 4 á laug- ardaginn, þar sem sýnd verða fjögur verk, meðal annars Vitaskuld, Auðvit- að! frá sýningu Gjörningaklúbbsins í Garðskagavita á Listahátíð í Reykjavík síðastliðið sumar og tvö verk eftir Curver Thoroddsen. Ég ætla líka að kíkja á sýningu á verkum Svavars Guðnasonar, sem verður opnuð í Listasafni Ís- lands um helgina. Þó að Svavar eigi orðið sinn fasta stað í kanónunni var hann frumkvöðull í ís- lenskri myndlist sem hneykslaði íslenska góðborgara með sýn- ingu í Lista- mannaskálanum um miðja síðustu öld. Það verður a.m.k. gaman að spá í þræð- ina á milli frumkvöðla myndlistarinnar á síð- ustu öld og þeirra sem nú er að finna í íslenskri gjörningalist. Helgin mín Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík Spáð í þræðina Á hugamál stjórnmálamanna geta verið af ýms- um toga en þeir ná ekki alltaf jafngóðum árangri á því sviði og Rudolf Schuster, fyrr- verandi forseti Slóvakíu. Schuster var annar forseti þjóðar sinnar, gegndi embættinu á árunum 1999 til 2004. Á þeim tíma ferðaðist hann víða um heim, eins og tilheyrir starfinu, og ætíð var myndavélin með í för – hann hefur nefnilega lengi verið kappsamur áhuga- ljósmyndari. Linsum myndavéla er sífellt beint að þjóðhöfðingjum, og sú var einnig raunin með Schuster. Það vakti þó iðu- lega athygli að hann var með sína eigin myndavél og myndaði fólk sem hann hitti og staði sem hann heim- sótti á vegum embættisins. Eftir að Schuster tapaði í forsetakosningum árið 2004 gafst honum aukið svigrúm til að sinna áhugamálum; ferðalögum, skriftum og ekki síst ljósmynduninni. Schuster kom hingað til lands í embættiserindum og hefur heillast af náttúrunni. Hann sneri aftur, og aftur, ferðaðist víða um landið og tók mikið af myndum. Af- raksturinn, eða úrval þess besta úr myndatökuleiðöngr- unum, má sjá í nýrri og veglegri ljósmyndabók sem kom nýverið út í Slóvakíu, Farby Islandu. Í litríkri bókinni má segja að for- setinn fyrrverandi hylli einmitt lita- dýrð og litapalettu íslenskrar nátt- úru, jafnframt því að sýna fjölbreytileika og á tíðum hrikaleika landsins. Ljósmyndirnar eru allar í lit og liturinn magn- aður upp í vinnslunni; áhrifin eru þau að á stundum er sem gróðurinn glói, hvort sem um iðagræna sumarliti er að ræða eða rauðgul haustlauf á Þingvöllum. Schuster fer víða og sýnir margt. Nærmyndir af dýr- um brjóta reglulega upp flæðið; hesthausar, vanin- hyrndir hrútar, kría á flugi, en annars er það víðáttan sem virðist heilla: mosabreiður, fjallsranar, jökul- sporðar, veiðiárnar sem jökulfljótin, slegin tún og sól- arlag. Yfirferðin kemur vissulega á óvart. Schuster er hálfáttræður en þessi bók birtir sýn manns sem er fullur af orku og forvitinn um heiminn sem hann ferðast um. Bókin er falleg hylling landsins. Á fyrstu fjörutíu síðunum skrifar Schuster um kynni sín af landi og þjóð; fyrst sem forseti og þær móttökur sem hann fékk þá, og síðar sem óbreyttur ferðalangur. Hann segir frá fólkinu sem byggir landið en tæpir líka á sögu þjóðarinnar, jarðfræðinni og rekur ferðir sínar um landið með myndavélina. Í Farby Islandu fer lítið fyrir Íslendingum, fyrir utan á einni síðu er hann birtir myndir af íslenskum kollegum og erlendum stjórnmálamönnum sem hann hitti hér á landi. Við sjáum á þessum 120 ljósmyndum þorp og bæi, hús, báta og önnur mannvirki; þetta er bók um landið og umgjörðina sem við hrærumst í. Kannski hefur Schuster fengið nóg af samskiptum við annað fólk öll þau ár sem hann var stjórnmálaleiðtogi, borgarstjóri og síðan forseti í Slóvekíu. Hann hefur eignast framhaldslíf eftir stjórnmálin með myndavél í hendi. Forseti með myndavél Rudolf Schuster, fyrrverandi forseti Slóvakíu, sendi á dögunum frá sér stóra ljósmyndabók, Farby Islandu, með á annað hundrað Íslandsmynda. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Schuster hef- ur tekið myndir víða land. Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.