SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Blaðsíða 4
4 1. nóvember 2009 Í gervi Sómalans Kwamis Ogonnos fór Günter Wall- raff á knattspyrnuleik milli Energie Cottbus og Dy- namo Dresden, tveggja austur-þýskra liða. Í Þýska- landi er að finna svæði þar sem svartir ættu að láta lítið fyrir sér fara, sérstaklega í austurhlutanum, skrifar Wallraff: „Þetta er óvinaland.“ Eftir leikinn stígur hann um borð í rútu, sem á að fara með áhangendur Dresden. „Inni eru að mestu ungir menn, en einnig nokkrar ungar konur. Það er þröngt og hávaðasamt, andrúmsloftið þrútið af áfengi. Nokkrir byrja að ýta við mér, grípa í mig. Ég fæ á tilfinninguna að ég þurfi að verja mig, að minnsta kosti með orðum. Ég verð að blása til sókn- ar.“ Foringi bullanna gerist dónalegur, en Wallraff svar- ar fullum hálsi. Bullan segir Wallraff að hypja sig, þetta land verði hvítt, hvítt sé þýskt. „Til að gera hann óöruggan segi ég honum að fyrir framan hann standi svartur Þjóðverji. „Þú þýskur? Ha!“ Vinkona hans stekkur að hlið hans: „Þetta hef ég aldrei áður séð, svartan Þjóðverja!“ Annar maður úr hópi hinna stoltu Þjóðverja er nú risinn á fætur og stendur í vegi fyrir mér. Enn magn- ast aðstæður, við stöndum þétt hvor upp við annan. Þá blandar sér ung lögreglukona í málið. Hún er hug- rökk því að hún tekur minn málstað. Með ákveðinni, hárri röddu segir hún: „Hleyptu honum í gegn! Skilur þú mig ekki?!“ Hróp, hlátur – þau víkja. Hrein tilviljun ræður því hvort maður er á röngum stað á örlagastundu – eða sleppur ómeiddur.“ Í lok rannsóknar sinnar skrifar Wallraff: „Nú legg ég hliðarsjálf mitt til hliðar. En allir hinir þurfa að upp- lifa fyrirlitninguna áfram, á hverjum degi.“ Þetta er óvinaland Blaðamaðurinn Günter Wallraff skiptir litum. Ljósmynd/X-Verleih V ið borðstokkinn á gondóla í hall- argarðinum í Wörlitz situr svartur maður og aðrir um borð veigra sér við því að setjast við hlið hans. Það er ekki fyrr en báturinn fyllist að maður einn þokar sér upp að blökkumanninum. Tor- tryggnin leynir sér ekki og það sama gerist raunar hvar sem maðurinn kemur. Með sem- ingi fær hann að fara með húsbíl inn á tjald- stæði, afgreiðslukona í úrabúð heldur fast um gullúrið á meðan hann skoðar það, þótt næsti viðskiptavinur, hvítur á húð, fái að halda á því. Gamanið kárnar þegar komið er á fótboltaleik. Þá víkur tortryggnin fyrir óvild og ofbeldið liggur í loftinu. Vill hrista upp í hlutunum Ekki er hins vegar allt sem sýnist. Undir dökkri málningu leynist maður sem gert hefur út á það að sigla undir fölsku flaggi til að afhjúpa skuggahliðar Þýskalands og leggja lóð á vog- arskálar þeirra sem minna mega sín í samfélag- inu. Günter Wallraff er kominn á kreik á ný. Hann er nýorðinn 67 ára gamall. Um þessar mundir er verið að frumsýna myndina Svart á hvítu þar sem hann tekur á kynþátta- fordómum í Þýskalandi. Á bókamessunni í Frankfurt fyrr í mánuðinum var ný bók hans kynnt, Úr veröld nýrri og góðri (Aus der schö- nen neuen Welt). Heitið vísar til bókar Aldous Huxleys, Veröld ný og góð. „Ég hef alltaf trúað á þróun,“ sagði Wallraff á blaðamannafundi á bókamessunni. „Stöðuga framþróun í átt að aukinni mannúð og auknu réttlæti, en þýskt samfélag skiptist greinilega milli stöðugt fá- tækara og stöðugt ríkara fólks. Hér á sér stað rof. Bókinni er ætlað að hrista upp í hlut- unum.“ Wallraff hefur leikið mörgum skjöldum, en þar til nú þorði hann ekki að dulbúast sem blökkumaður af ótta við að fólk sæi í gegnum gervið. Sérstök spraututækni gerði honum hins vegar kleift að fara í nokkuð sannfærandi gervi og í heilt ár varð Wallraff reglulega að Sómal- anum Kwami Ogonno. Sjálfur segir Wallraff að auðvelt hafi verið að sjá í gegnum gervið, en al- mennt sé athygli fólks einfaldlega ekki vak- andi. En hann bregður sér í ýmis önnur gervi í bókinni. Framan á henni eru fjórar myndir af höfundinum og erfitt að sjá að þar fari sami maður. Í bókinni kemur Wallraff einnig fram sem starfsmaður í iðnaðarbakaríi og útigangs- maður, svo eitthvað sé nefnt. Rúm 40 ár eru liðin frá því að Wallraff gaf út sína fyrstu bók, þá liðlega tvítugur. Hún fjallaði um meðferð þýskra iðnverkamanna í stórfyr- irtækjum um miðjan sjöunda áratuginn og hann hefur fjallað um svipuð mál. Wallraff laumaði sér í gervi blaðamannsins Hans Esser inn á ritstjórnarskrifstofur Bild, stærsta dag- blaðs Evrópu, og afhjúpaði óprúttin vinnu- brögð þess með eftirminnilegum hætti. Á Ís- landi er hann sennilega þekktastur fyrir bókina Niðurlægingin, sem kom út á íslensku árið 1986. Þar fór hann í föt tyrknesks farandverka- manns, Alis, og fann á eigin skinni hvernig móttökur Tyrkir fengu í Þýskalandi. „Wallraff lýsir mjög skýrum heimi,“ sagði í grein um blaðamanninn í vikuritinu Der Spie- gel. „Gott og illt, svart og hvítt, þýskt og út- lent. Andstæður. Á botninum eru hinir heim- ilislausu, hjálparstarfsmennirnir, útlendingarnir. Ofan á sitja fyrirtækin, for- stjórarnir, meirihlutasamfélagið.“ Síðan hann hófst handa hafi nánast allt breyst í Þýskalandi, skipt hafi verið um kanslara og landið sam- einað, svo eitthvað sé nefnt, en Wallraff hafi ekkert breyst. Arfleifð horfins tíma? Í greininni er látið að því liggja að Wallraff sé gamaldags og auðvelt að draga dár að honum í heimi hinna kaldhæðnu og veraldarvönu. Þeg- ar hann hófst handa hafi línurnar verið skýrar, en nú séu hugsjónir og sannfæring skiptimynt í taflinu um völdin. Með verkum sínum takist Wallraff ef til vill að kalla fram smávægilegar breytingar, en í stórum dráttum breytist ekki neitt. Þetta er harður dómur um ævistarf hug- sjónamannsins Wallraffs. Þeir, sem minnst mega sín í samfélaginu, eiga sér ekki marga málsvara, hvorki í Þýskalandi né annars staðar. Svart á hvítu Fór um Þýska- land í gervi blökkumanns Í eitt ár fór Günter Wallraff um heimaland sitt í gervi blökkumanns. Afraksturinn er umfjöllun um fordóma í Þýskalandi. Ljósmynd/X-VerleihVikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Morð 138 morð hafa verið rakin til hægri öfga- manna og kynþátta- fordóma í Þýskalandi frá árinu 1990. Árásir Tilkynnt var um 140 árásir, munnlegar og líkamlegar, sem rekja mátti til kynþátta- eða gyðingahaturs í Berlín til samtakana ReachOut árið 2008. Fordómar Um þriðjungur Þjóð- verja er haldinn kyn- þáttafordómum sam- kvæmt könnun félagsfræðingsins Wilhelms Heit- meyers. www.noatun.is BBESTIR Í KJÖTI ÚRKJÖTBOR ÐI ÚR KJÖTBORÐI 2998 33% afsláttur LAMBA PRIME KR./KG1998 Ódýrt og gott í Nóatúni VERÐ FRÁBÆRT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.