SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Blaðsíða 40
40 1. nóvember 2009 S amstarf þeirra Barða Jóhannssonar og fransk- ísraelsku söngkonunnar Keren Ann Zeidel hefur gefið af sér góðan ávöxt, eða svo fannst mér í það minnsta er ég sat í smekkfullum salnum í Pleyel-tónleikahöllinni í París sl. þriðjudags- kvöld og beið eftir að þau birtust á sviðinu. Sinfón- íusveitin Orchestre Lamoureux var búin að koma sér fyrir með stjórnandann Christophe Mangou fremstan í flokki og íslenski stúlknakórinn (dodecatetinn?) einnig. Aðeins var beðið eftir aðalstjörnunum, Lady & Bird - Það voru allir komnir til að sjá þau. Þau Barði og Keren Ann hittust á bar í París árið 2000, en hann var þá staddur ytra að fylgja eftir plöt- unni You, sem hann gaf út í nafni Bang Gang. Keren Ann var líka að kynna skífu, var að slaka á eftir tón- leika þar sem hún flutti lög af sinni fyrstu sólóplötu, La Biographie de Luka Philipsen. Það fór vel á með þeim Barða og Keren Ann, því þó þau séu um margt ólíkir listamenn eiga þau líka sitt- hvað sameiginlegt. Í kjölfar þessara óvæntu kynna skiptust þau á plötum og ákváðu í framhaldinu að reyna að vinna saman að einhverri tónlist. Sú vinna fór svo fram sumarið 2003 í Brussel og gekk vel, bráðvel reyndar, því þau leyfðu sér að prófa allt, eitt lagið til að mynda samið og tekið upp á ferðatölvu með kassagítar og diktafón og hluta af heyrnartólum sem hljóðnema. Þess má og geta að samhliða upptök- unum á Lady & Bird skrifuðu þau Barði og Keren Ann eins konar dagbók sem gallerí í París gaf út í 500 ein- tökum Platan Lady & Bird kom svo út þá um haustið, um líkt leyti og Bang Gang-platan Something Wrong og sólóplata Keren Ann Not Going Anywhere. Í umsögn um plötu Lady & Bird sagði í Morgunblaðinu: „Barði Jóhannsson er séní og Keren Ann líka. Vonandi er þetta samstarf Lady & Bird aðeins upphafið á langlífri og dásamlegri vináttu.“ Þessi orð hins skarpskyggna gagnrýnanda urðu að áhrínsorðum, því þau Barði og Keren Ann hafa haldið samstarfinu áfram og vinátta þeirra styrkst með ár- unum. Þau hafa þannig lagt hvort öðru lið við sóló- skífur, samið tónlist fyrir kvikmyndir, til að mynda fyrir heimildarmynd um Andy Warhol, sömdu lag fyrir fyrir frönsku hraðlestirnar TGV, sem var mest spilaða auglýsing Frakklands fyrir þremur árum og svo má telja. Þau hafa líka haldið tónleika öðru hvoru undir nafninu Lady & Bird eftir því sem færi hefur gefist, héldu fyrstu tónleikana í Amerísku kirkjunni í París 30. janúar 2004, fyrir fullri kirkju, nema hvað, og síðan í Íslensku óperunni á Listahátíð í Reykjavík. Umfang tónleikanna hefur aukist smám saman og náði nýjum hæðum þegar Þorvaldur Bjarni Þorvalds- son tók að sér að útsetja lög úr safni þeirra Barða og Keren Ann, ýmist lög sem þau höfðu samið hvort í sínu lagi eða saman. Þessi herlegheit voru síðan flutt með viðhöfn í Há- skólabíói í júní á síðasta ári á vegum Listahátíðar og hljóðrituð til útgáfu. Platan, sem heitir La Ballade Of Lady & Bird, kom út um daginn, og í tilefni hennar var efnt til tónleikanna í Salle Pleyel í París. Lögin sem Þorvaldur útsetti eru af ýmsum skífum þeirra Barða og Keren Ann; af sólóplötum Keren Ann: Not Going Anywhere, Nolita og Keren Ann og af plöt- um Barða / Bang Gang: Ghosts From the Past og So- mething Wrong, en lokalag tónleikanna er af plötunni góðu Lady & Bird, einskonar samba, villt og settleg í senn, sem sýnir einkar vel hverju þau áorka saman. Þau Barði og Keren Ann eru bæði önnum kafin við eigin tónlistariðkan, Keren Ann með sinn sólóferil og Barði í gervi Bang Gang og sem hann sjálfur í ótal verkefnum öðrum, sönglagakeppnum, leikhúsmúsík, kvikmyndatónlist, upptökustjórn og svo má lengi telja. Þegar við Barði setjumst niður til að spjalla á kaffihúsi við stjörnutorg þeirra Parísinga daginn eftir tónleikana er Keren Ann einmitt stödd í hljóðveri að ganga frá tónlist við myndina Thelma, Louise et Chantal, sem fjallar um miðaldra konur sem sletta úr klaufunum, en í myndinni er grúi gamalla franskra sönglaga sem Keren Ann útsetur upp á nýtt fyrir helstu söngkonu Frakklands, en hún sér líka um sjálfa kvikmyndatónlistina. Næst á dagskrá hjá henni er svo ný sólóskífa en upptökur á henni hefjast í september. Hvað Barða sjálfan varðar er hann rétt nýbúinn að vinna tónlist fyrir sýningu í Þjóðleikhúsinu, en síðan Lady & Bird, aukasjálf þeirra Barða Jóhannssonar og Keren Ann Zeidel, héldu um daginn tónleika í einum helsta tónleikasal Parísar. Upphaflega áttu aldrei að verða til nema eitt eða tvö lög, en smám saman hefur verkefnið undið upp á sig. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Hugur og hjarta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.